Fréttir - 06.07.1918, Blaðsíða 3
FPÉTTIR
3
F'réttir.
Kosta 5 anra etntakið i lansasöln.
Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á raánnðl.
AnglýismgraTerð: 50 aura
hver centimeter í dálki, miöaö viö
tjórdálka blaðsiöur.
Aíyreiðslan er tyrst um sinn
i bakhúsi viö Gutenberg.
Yið anglýsing-nm er tekið á af-
greiðslnnni og í prentsm. Gntenberg.
Útgefandi:
Félag í Reykjavík.
Ritstjóri til bráöabirgða:
Guðm. Guðmuntlsson,
skáld
Sími 448. * Pósthólf 286.
Viötalstími venjulega kl. 4—5virka
daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti.
(Framhald frá 1. síðu.)
öðru, og mundi lítil hætta stafa
af honum fyrir einveldið. Skoðan-
ir hans voru af hinum »háu«
taldar hættulegar, ef hann gæti
komið þeim í framkvæmd, en til
þess þóttu engar líkur.
Bezt var hann kunnur fólkinu
fyrir það, að maður sem Mendel
Balles hét, var kærður um að hafa
myrt kristið barn til þess að hafa
blóð þess við páskahátíð Gyðinga,
og Kerensky varði manninn., Þessi
kæra var login til þess að tinna
upp ofsóknarefni gegn Gyðingum,
en Kerensky kom í veg fyrir það.
Hann hefur verið vinur Gyðinga,
ekki af því að þeir eru Gyðingar,
heldur vegna þess að þeir eru
saklausir ofsóttir. — »Kirkjan hef-
ur komið miklu illu til leiðar á
Rússlandi«, segir hann. »Við skul-
um byggja skóla í stað kirkna;
við skulum stofna frjáls bandaríki
í Rússlandi, eins og þeir hafa í
Vesturheimi; við skulum lofa öll-
um börnum að læra það sem þau
vilja og geta, og alla menn tilbiðja
guð sinn eftir eigin geðþótta og
sannfæringu«.
Einu sinni var Kerensky að
flvtja ræðu, rétt á undan uppreist-
inni; þá var það að maður ætiaði
að myrða hann, en náðist áður.
Fólkið ætlaði að lííláta manninn,
en Kerensky sagði: »Látið hann
lausan, látið hann koma til min
og horfa í augu mér; þegar hann
skilur mig, bannar samvizkan hon-
um að vinna mér mein«.
Kvöldið sem keisaranum var
steypt af stóli og Kerensky varð
forsætisráðherra, veitti hann öll-
Qm áheyrn sem timi leyfði, án til-
lits til stöðu, vináttu eða virðinga,
og þeirri reglu fylgdi hann síðar.
— »Hver einasti borgari landsins
Ber velferð þjóðarinnar fyrir brjósti«,
sagði hann. »Og þeir hafa allir jafn-
aQ rétt til þess að gefa mér ráð
°8 bendingar um það, hvernigþeirra
e*gin landi skuli stjórnað. — í því
er fólginn aðal-munurinn á þjóð-
^tjórn og keisarastjórn, að keisar-
lrm skipar, en forsetinn hlustar;
keisarinn skoðar sig herra, en for-
Setinn þjón«.
Kerensky er ekki óvinur neins;
Pegar honum var skipað að láta
ytja keisarann og fólk hans til
eríu, vildu margir nánustu vin-
e hans fara illa með keisarann.
erensky tók þvert fyrir það og
nokkra mótora hef ég til sölu
2 stykki 25 til 30. lieNtöíi
2 - - 42 - 450
2 - . 40 - 50
0 « - OO - 107
Verið lágt, og vélarnar eru ágætar, og ábyggilegar. 1
samskonar vél er hér til sýnis, hjá Sláturfélagi Suður-
lands, og hefur hún verið notuð hvern dag í 5 ár, og
aldrei bilað að neinu leyti. Allar nánari upplýsingar
::: gefur Carl F'. Bartels. :::
Einkasali fyrir ísland, hittist á Hverfisgötu 44 niðri frá kl. 5—7 e. m.
Sími 195. Sími 195.
fylgdi keisaranum á járnbrautar-
lestina, leit eftir þvi, að hann og fólk
hans hefði þar öll þægindi og
kvaddi það með vinsemd og þíð-
leika í viðmóti.
Eitt kvöld átti Kerensky að tala
á samkomu; rigning var og hann
varð að ganga mikið af leiðinni;
þessi dugnaður jók enn meira að-
dáun fólksins fyrir honum, og var
hann borinn á höndum til sam-
komustaðarins. í ræðunni sem
hann hélt sagði hann, að hver
einasti borgari á Rússlandi ætti að
hafa fult samvizkufrelsi. Pegar ræð-
an var á enda, kom fram her-
maður einn og sagði: »Eg er
þreyttur á stríðinu, eg sé elcki að
eg græði neitt á því; mig langar
til þess að fara heim til konunn-
ar minnar og barnanna minna,
sem eg yfirgaf nauðugur sam-
kvæml skipun keisarans. hú segir
okkur, Kerensky, að við eigum
allir að fylgja því sem samvizkan
segir okkur, og lifa á þann hátt,
að okkur geti liðið sem bezt, og
verið sem sælastir. Eg vil hætta að
berjast og fara heim. Hverju svarar
þú því?«
»Gott og vel«, svaraði Kerensky.
»Farðu úr herklæðunum, skildu
eftir byssu þina og farðu heim.
hú segir alveg eins og þú hugsar;
við verðum að viðurkenna sam-
vizkufrelsi þitt; við skulum borga
þér kaup fyrir vinnu þina, til þess
að konan þin og börnin líði ekki
nauð, jafnvel þótt þú skorist und-
an að vernda frelsi Rússlands«.
Þetta er sagt að hafi haft þau
áhrif, að fjöldi manna hafi farið
úr hernum það sama kvöld. Hann
treysti mönnum of vel, var of
bjartsýnn. Hæfileikar hans og per-
sónuvald yfir öðrum mönnum var
svo mikið, að þjóðin hefði fylgt
honum út í hvað sem var, en til
þess að nota þann hæfileika sinn
treysti hann of mikið á það, að
hver og einn gæti valið það rétta
— sérstaklega var það ómögulegt
hjá þjóð, sem öldum saman hafði
búið undir annari eins stjórn og
Rússar.
Vegna þess að Kerensky stjórn-
aði með þessum hætti reis Korni-
lolf á inóti honum. — »Mannúðin
ein dugar ekki í stjórnmálum«,
sagði Korniloff. »Eg hef allar sömu
skoðanir og Kerensky, en hann er
að steypa þjóðinni í glötun með
of mikilli mildi, í stað þess að
leiða hana til frelsis með ein-
beittni. Eg er æfður hermaður, fær
um að halda á reglu; látið mig
hafa alla herstjórnina, og þá skal
eg lofa Kerensky að stjórna að
öðru leyti«.
I þessum fáu línum er stuðst
aðallega við ritgerð í »Telegram«
eftir Eva Zaintz; komst hún þann-
ig að orði, að stjórn Kerensky’s
hafi farið út um þúfur fyrir þá
sök, að fólkið sé ekki enn orðið
svo gott og fullkomið, að þvi verði
stjórnað með annari eins mildi og
Kerensky gerði.
»yoröld«.
Hvað er í tréttum?
Á Álþingi
er í dag til umr. i efri deild 2. umr.
um sildarkaup. í neðri deild kola-
námslán og lán til gistihúss í Borg-
arnesi. í sameinuðu þingi kl. 6
eftirlaun (B. Kr.), skáldastyrkur,
almennings-eldhúsnefnd kosin til
að úrskurða þingfararkaupsreikn-
inga.
Veðrátta.
Hægviðri um alt land. Hitinn
7V2—12 st.
E/s Geysir
kom í gær frá útlöndum með
kolafarm og fór inn i Viðey að
losa hann þar.
Enn fást
Fréttir
frá uppliafi.
Au^lý$inÉum
í Fréttir er veitt móttaka í
Litlu búöinni
í Þingholtsstræti þegar af-
greiðslu blaðsins er lokað.
Skilningarvitin sljijgast.
Landkannarinn Macpherson ferð-
aðist árum saman víða um sléttur
og frumskóga Suður-Ameríku, og
komst i náin kynni við hina ýmsu
þjóðflokka þar í landi. Hefur hann
ritað stóra bók um rannsóknir sín-
ar á landi og þjóðum, og drepur
hann á það i einum kafia bókar-
innar, að hverju leyti villimenn
standi framar menningarþjóðun-
um, og hversu skilningarvit hinna
fremstu þjóða hafi sljófgast í sam-
bandi við þessa menningu og af
hennar völdum. Vér Norðurálfu-
menn erum afar-hreyknir af fram-
förum vorum á öllum sviðum, en
gætum þess ekki, að hin fíngerð-
ustu líffæri vor sljófgast svo, að
ekki verður úr bætt, við það að
keppa eftir þessu hnossi. Augu
vor, nef og eyru standa langt að
baki þessum sömu líffærum hjá
viltum þjóðum. Eg hef aldrei rek-
ist á nærsýnan villimann, en eg
hef hitt gamla menn, sem stauluð-
ust áfram við staf, en eygðu þó
miklu fyr með berum augum örn-
inn á flugi, heldur en eg með kík-
inum.
Sama er að segja um heyrnina.
Eg hef sjálfur verið sjónar- og
heyrnarvottur að því, að Indiánar
í Norður-Argentínu gátu sagt til
um flokk ríðandi manna í allmik-
illi fjarlægð, að eins af því, hvað
undir tók í jörðinni, þar sem eg
varð einskis var, þó að eg legði
eyrað fast að grundinni. Gæti eg
nefnt mörg dæmi þessu lík.
Einkum er það þó ilmanin, sem
er gerólik hjá villimönnunum og
menningarþjóðunum. Hinn siðaði
maður nútímans beitir að eins sjón
og heyrn. Ilmanin stendur honum
á engu, því að hann er samur
eftir sem áður að heita má, þó að
hennar missi við. Þessu er alt
öðruvísi varið um villimanninn.
Alexander Humboldt getur þess,
að Indíánar í Perú geti rakið slóð
eins og beztu sporrakkar, að eins
með ilmaninni, og eg hef sjálfur
komizt að raun um það, að hinn
frægi þýzki visindamaður hefur
ekki ýkt þetta á nokkurn hátt.
(Frh.)