Fréttir

Tölublað

Fréttir - 06.07.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 06.07.1918, Blaðsíða 2
2 FRETTIR Lloyd Georg-e. Eftir Frank I >ilnot. (Frb.) _____ Ungfrú Lloyd, systir Richard Lloyd, hafði fyrir nokkrum árum gengið að eiga William George, bóndason í Suður-Wales. Hann var ungur maður og námfús, og lét hann brátt af búskap og tók að stunda nám. Eigi leið á löngu, unz hann hafði hlolið réttindi lýð- skólakennara. Eigi litust honum horfur glæsi- Iegar í heimahögum, og flutti hann sig því búferlum til stórborgarinnar Manchester, og varð hann þar kennari við einn lýðskólanna. Böru þeirra hjóna fæddust í Manchester. Eldra barnið, David, höfðu forlögin ákveðið að verða skyldi frægur maður. Hann er fæddur 17. janúar árið 1863. Foreldra hans, er unnu í sveita síns andlitis fyrir daglegum þörfum sínum og barna sinna, hefur að lík- indum all-lítt grunað það, að framtíð sonar þeirra mundi slik verða, sem raun er á orðin. William George þoldi eigi borgarlífið er til lengdar lét. Hann var alinn upp í sveit, og þráði hreint loft og landrými, og brátt skýrði læknir hans honum frá því, að ef hann vildi lífi halda, þá yrði hann sem bráðast að flytja burt úr borginni. Flutti nú fjölskyldan frá Manchester og tók sér bólfestu í Haverford- west i Suður-Wales. Willian George leigði sér bújörð, og bjó þar eitt ár búi sínu. Var hann orðinn mjög lasburða, svo að kona hans varð að vinna mestan hluta vinnunnar, því að nauður rak til, að heimilinu væri veitt forsjá, eigi að eins sökum bónda hennar, heldur og barna. Sjálf var hún kvellisjúk, og mun heilsu hennar mjög hafa hrakað á ári þessu. — William George varð eigi heill heilsu, og ári eftir burtför sína frá Manchester fékk hann lungnabólgu, er varð honum að hana. Frú George harmaði mjög bónda sinn, og kviði sá er hún bar fyrir framtíð barna sinna jók mjög á harma hennar. Hún sá, að henni var eigi fært að halda áfram búskapnum, þar sem hún var einstæðingur, og auk þess voru skuldir, er greiða þurfti í náinni framtíð. Að lokum sá hún ekkert annað ráð vænna, en að selja amboð sin og húsgögn á opinberu uppboði. Þótt Davíð litli væri þá aj3 eins þriggja ára að aldri, og hefði litla hugmynd um harmleik þann, er fram fór, varð hann samt sem áður fyrir djúptækum áhrifum dag þann sem nábúarnir komu og keyptu bús- hluti móður hans. Hann man enn þá eftir því, að fyrst var alt skrifað upp á blað, og síðan límdir rniðar á borðin og stólana í húsinu og plógana og herfin á hlaðinu, og að lokum alt selt hæstbjóðanda á uppboði. Hann bar eigi skyn á það sem fram fór, en samt mun viðkvæmt barnshjartað hafa kent sársauka — sársauka, sem oft mun hafa gert vart við sig síðar á hinni erfiðu lífsbraut bans. Hann mun hafa haft ósjálfrátt hug- mynd um einstæðingsskap móður sinnar, og aldrei hefur þessi atburður liðið honum úr minni. Hún var líka einstæðingur. Hún átti einungis einn vin, er hún gæti leitað til í raunum sínum, og það var bróðir hennar, Richard Lloyd, skósmiðurinn í þorpinu í Norður-Wales. Hún skrifaði honum bréf, og skýrði honum frá því, hver ljóður væri á orðinn ráði hennar. Það var þetta bréf, sem olli því að Ric- hard Lloyd hætli vinnu sinni dag nokkurn árið 1866, og það var þetta bréf sem varð þess valdandi, að hann, án þess að hann hefði sjálfur hugmynd um það, gerði hinu brezka heimsveldi þann mikla greiða, sem nú er lýðuin ljós. Eg sá hann fyrir skömmu. Hann er hár maður vexti, og enn þá beinn í baki, þótt hann sé níræður orðinn. Augun eru hvöss og eigi bleyðileg. Skegg hans er mikið og hvítt, en efri vörin rökuð, sem venja var um miðja 19. öld. Eg leitaðist við að gera mér hugmynd um, hvern veg honum hafi þá verið farið. Fá var hann maður á bezta aldri, vinnumaður mikill og trúrækinn með afbrigð- um, og hirti eigi um annað en biblíulestur og vinnu sína. Hann var maður skyldurækinn og spar- neytinn. Ég er þess fullviss, að þeim er hefðu hitt hann af tilviljun á þeim árum, hefði hann komið þann veg fyrir sjónir, sem væri hann einn þeirra manna, sem tíðir eru i Wales, og eru leiðinlegir, þögulir, í rauninni opinskáir, en þó ekki allir þar sem þeir eru séðir. En eg hef aldrei kynst jafn-aðlaðandi manni. Richard Lloyd las bréf systur sinnar og hugsaði ráð sitt. Hann ákvað að fara og hjálpa henni, og lagði samstundis af stað til Suður-Wales, sótti ekkjuna og börn hennar og hafði heim með sér til Llanystumdwy. Hann bjó í litln húsi tvílyftu, og var skó- smíðastofa hans bygð við hlið þess. Húsið stóð við þjóðveginn, er liggur gegnum þorp- ið, og síðan yfir eugi og skóga. Umhverfis þorpið voru höfðingjasetur, sem voru eign auðmanna, er litu á skósmiðinn í þorpinu sem óæðri veru, og af alt öðru sauðahúsi en þá sjálfa. Þessum ríku nábúum kom það ekki í hug, að barnið sem skósmiðurinn tók að sér, ætti eftir að verða forsætisráðherra lands- ins á hinum mestu ógnatímum er sagan seg- ir frá. Richard Lloyd tók glaður hlutdeild í kjör- um systur sinnar, og hún lét ekki sitt eftir liggja, til þess að börnunum gæti liðið sem bezt. Það var ekki mikið sem þau höfðu handa á milli. — Frú George bakaði sjálf brauðið, til þess að spara sem mest. Kjöt brögðuðu þau að«eins tvisvar í viku. En er börnin tóku að stálpast, var þeim ávalt gefið eitthvað aukreitis. A hverjum sunnudags- morgni fengu þau t. d. egg með brauði sínu. Að húsabaki var lítill matjurtagarður, og var það skylduverk David’s litla að taka upp kartöflur þær, er nota þurfti dag hvern. Llanystumdwy, þar sem Lloyd George ólst upp, er fagurt þorp, mílu vegar frá sjó. Það er á veðursælum stað við rætur Snowdon- fjallanna, og umhverfis það eru engi og skógar. Lækur, sem spreltur upp hátt upp til fjalla, rennur um bæinn og til sjávar. Eru bakkarnir víði vaxnir, og mynda greinarnar laufþak yfir læknum. í vesturátt blasir Carnarvon-flóinn við sýn, og eru strendur hans einar hinar fegurstu á Englandi. í austri er fjallgarðurinn, sem fer altaf smá-hækkandi eftir því sem lengra dregur inn í landið. Ber þar fjölda tinda við hiinin, og er einn þeirra hinn snævi þakti Snowdons. Er það mjög efasamt, hvort for- lögin hefðu getað valið rlökkurn hentugri stað til uppfósturs draumlynduin dreng- hnokka. Einmitt þessir landshættir, á þ^ss- um afskekta stað milli Wales-fjallanna og sævarins, voru sem skapaðir handa hinu keltneska hjarta Lloyd George’s. Það er þess vegna eigi neitt undarlegt, þótt hann hafi eigi getað brotið bönd þau, er tengja hann þessum stað. Á hann nú búgarð mik- inn uppi í ásnum, nálægt milu vegar frá hreysi skósmiðsins, þar sem hann fæddist upp fyrir 40 árum. Er þaðan útsýn mikil yfir Carnarvon-flóann. Lloyd George var snemma látinn fara i skóla ríkiskirkjunnar, ásamt öðrum börnum þar í þorpinu. Hegðun hans i skólanum var hvorki betri né verri en annara barna. Hann var ekki eftirlæti kennaranna öðrum fremur, því að hann var fremur latur og flestum fremri í strákapörum, en þrátt fyrir þetta var hann ávalt — þótt Ijótt sé frásagnar — einn hinna efstu í sínum bekk. Hann lærði það á fáum minútum sem aðrir sátu við klukku- tímum saman. Hann saug í sig það sem hann átti að læra, næstum því eins og svampur sýgur í sig vatn, — hann gat ekki að því gert. Þegar hann var ekki í skólan- um var hann ófyrirleitinn, fullur alls konar hugmynda og altaf önnum kafinn við eitt- hvað. Augu hans voru dökkblá, hárið svart, hörundið mjúkt og andlitsdrættirnir reglu- legir, og eldurinn sem funaði í sál hans var hulinn draumkendum athyglisvip — hann var einn þeirra drengja, sem eru eftirlæti allra mæðra. Móðurbróðir hans, sem var gamall sPuritani1®, unni mjög drengnum, en samt mun hann hafa dulið honum tilfinn- ingar sínar, með því að líta hann alvarleg- um og oft ásakandi augum. Það er þess vert„ að eftir því sé tekið, að drengurinn skildi ekki að eins þenna alvarlega og siðavanda frænda sinn, heldur unni honum af heilum hug. — Richard Lloyd var mjög umhugað um, að drengurinn yrði maður réttsýnn og guðhræddur, en þó engi bleyðimaður, og hafði hann þegar frá upphafi vega haft djúptæk áhrif á drenginn. Saga ein er til, er sannar þetta. Miðvikudag hvern á föstunni urðu börnin í þorpsskólanum, er tengdur var rikis- kirkjunni, að ganga skrúðgöngu úr skól- anum til kirkju, til þess að taka þátt í guðs- þjónustunni samkvæmt helgislðum ríkiskirkj- unnar. Richard Ltoyd,' sem var einn þeirra manna, er eigi vilja aðhyllast allar kenningar ríkiskirkjunnar (Non-Conformist), kvað presta engan rétt eiga þess að þröngva börn- um þeirra manna, er eigi væru rikiskirkju- trúar, til þess að ganga í kirkju og játa kenningar hennar. Er Lloyd George heyrði orð hans, hugsaði hann ráð sitt ogtók síðan að vekja uppreistaranda meðal barnanna. Er þau komu næst í kirkju, neituðu þau að svara sem þeim var boðið. Lloyd George, sem var forystumaður þessa, var refsað, en uppreistarandi sá er hann bafði vakið olli því, að eigi var þess oftar freistað að láta börnin játa kenningar kirkjunnar. Saga þessi er all-merkileg, og veit eg að hún er sönn„ því að það hefur Lloyd George sagt mér fyrir skömmu. En það leyfi eg mér að efasl um, að Lloyd George hafi breytt þann veg af /rúar-ástæðum. Það var miklu frem- ur fyrsti voltur hinnar ósjálfráðu tilhneigingar hans að ráðast ótrauður og óhlifinn á þá, sem1 valdið höfðu og misbeittu því (það hafði frændi hans sagt að kirkjan gerði) og þessi eigindi verða ávalt á vegi vorum, ef vér gefum gætur að æviferli hans. Lloyd George var enginn engill í æsku sinni, heldur blátt áfram ófyrirleitinn ofurhugi. 1) Kalvinskur trúarflokkur i Englandi, Skotlandi og Norður-Ameríku, er nefnist svo af pví að hann vill vikja burt öllum kapólskum kirkjusiðum. Þýð.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.