Fréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - 02.08.1918, Qupperneq 2

Fréttir - 02.08.1918, Qupperneq 2
2 FRETTIR Emden og- Ayesha. (Frh.) — Er hann kom á brautarstöðvarnar ara- bisku, hrópaði hann utan við sig: »Ef einhver segði mér núna að eg væri að eins 17 ára, þá mundi eg trúa honum. Mér er úr minni liðið það sem gerst hefur . . . .« Er hann sagði þetta, var sem brygði fyrir augu mér skugga Karl von Múllers — þess manns, sem hásetarnir höfðu mjög reynt að gefa mér hugmynd um. Nú er hann samur og áður, og hefur tekið aftur gleði sína í félagshópnum heima. Þeir sem unna honum, óska honum einskis frem- ur en þess, að hann fái sem fyrst til forráða lundurbát á Norðursjónum. III. Liðsforingjar og iiðsmenn. Áreiðanlega mun lunderni Múeke hafa haft mjög mikil áhrif á félaga hans á hinni hættu- legu ferð þeirra um haf og hauður. Því hefur ávalt verið þann veg farið, að hugrekki eins vekur hugrekki hjá öðrum, göfgin göfgi og hreinskilnin hreinskilni. Það er all-ljóst öðrum, er kensl bera á, að eigindi Múcke koma og mjög fram hjá undirforingjum hans. Foringjar þessir eru ekki úrval foringjanna á Emden, því að ferðin á Ayesha var alls ekki fyrirhuguð, og að eins tveir hinir yngstu, Schmidt og Gyssling, voru foringjar á Emden, og voru með í ferðinni nóvembermorgun þann, er Emden hvarf landgönguliðinu. Allir liðsforingjarnir og menn þeirra tala með sorgblöndnum vinarhug um Schmidt liðsforingja, sem var sonur flotaforingja eins í Kiel. Hann féll fyrir kúlu Bedúína eins skömmu áður en ferðinni lauk. Hafði hann hegðað sér sem samir göfugmenni — verið hugrakkur og hraustur og borið umhyggju mikla fyrir undirmönnum sínum. Hann var að eins 22 ára að aldri, og að sögn félaga sinna hreystimenni hið mesta og drengur góður. Allir komast félagar hans mjög við þegar á hann er minst, og hafa þeir beðið mig þess, að geta hans sem minst í frásögu minni. Fyrir sakir þessarar beiðni þeirra verð eg mjög að sleppa ýmsum atriðum frásagnar- innar, sem bera ljósan vott hreysti þessara manna, en of mjög varða Schmidt, til þess að frá þeim sé sagt. Þrír liðsforingjanna tóku af eigin hvötum þátt í förinni. Wellmann liðsforingi kom á Ayesha 28. dag nóvembermánaðar, er hún hélt á braut frá Padany1). Hann hélt á brott á árabáti frá skipi þvi er hann var liðsfor- ingi á, og fyrir sakir lognsins komst hann til Ayesha, er komin var út fyrir landhelgi, Geræts liðsforingi var fyrrum á skipinu Choising, og gerðist félagi Emden-manna þar á skipinu í desembermánuði. Var það öllum öðrum fremur honum að þakka, að menn komust af heilu og höldnu úr skipbrotinu 17. marz. Dr. Lang, * sem verið hafði skipslæknir á Choising, hafði farið af skipinu í Hodeida móti vilja foringjans, og gerst félagi Emden- manna, sem hann dáði mjög. Allir eru þeir dugandi sjómenn, djarfirj]£og skylduræknir, hugheilir og lausir við ruddaskap. Þeir eru allra eftirlæti, er kynnast þeim. Þeir eru göf- ugir æskumenn — til þess eiga allir kostir þeirra rætur sínar að rekja. 1) Hollenzk borg á Sumatra. Pýð. í arabisku fatagörmunum voru þeir alla ferðina, þrátt fyrir hátíðahöld og heiðurs- veizlur. En stuttu áður en þeir komu til Konstantínópel, voru þeim fengnar sjóliðs- húfur. Vörpuðu þeir þá frá sér vefjarhöttun- um, og settu á höfuð sér einkennishúfurnar. Þá fyrst fanst þeim þeir vera orðnir sjómenn að nýju. Er þeir áttu eftir þriggja stunda ferð til strandar, sáu þeir Marmarahafið. Þá vildu þeir óðar fara út úr járnbrautarlestinni og fara til Konstantínópel á seglskipi, er lá fyrir atkeri við ströndina. Mér líður aldrei úr minni, hve glaðir þeir voru, er þeim var færður járnkrossinn. Þeir fóru úr yfirhöfnum og tóku með umhyggju mikilli að leitast við að festa svart-hvíta bandið á brjóst sér. Eg hef nú aðallega talað um liðsforingj- ana, en eigi fyrir þær sakir, að eigi séu liðs- mennirnir verðir þess að þeim sé gaumur gefinn. Þrátt fyrir það, þótt mikið væri um dýrðir hvar sem þeir komu, þá voru þeir hinir háttprúðustu. Aldrei sá eg þá brjóta í bága við velsæmið, hvort sem karlar eða konur dáðu þá. í Damaskus sátu þeir að veizlu setuliðsstjórans með hinu helzta stór- menni borgarinnar, hlýddu á ræður og tóku þátt í samræðum, án þess að nokkuð væri hægt að finna að framkomu þeirra. Ymist sátu þeir hinar dýrlegustu veizlur, eða voru sem hermenn undir stjórn foringja síns, og hvort sem var, voru þeir dáðir af öllum. Er þeim voru færðar gjafir, þökkuðu þeir hæverskir og blátt áfram; síðan ræddu þeir um það sin á milli, hve dýrar þær mundu, og ef um málm var að ræða, þá gátu þeir á, hve hreinir þeir mundu vera. Er þeir voru á dansleikum, voru þeir hinir leiknustu og glaðir og reifir sem títt er sjómönnum, en samt ávalt hinir háttprúðustu. Er þeir komu úr eyðimerkur-ferðinni, voru nokkrir þeirra orðnir skeggjaðir, en flestum var all-lítt tekin að spretta grön, því að helmingur þeirra var innan tvítugsaldurs. í Damaskus var þeim fenginn rakari, og létu þeir hann raka sig og klippa sig snoðkoll að sjómannasið. Var þá sem þeir yngdust um mörg ár. Kvöld eitt voru þeir í kvikmyndahúsi, og voru sýndar ófriðarmyndir. Þeir sátu hljóðir og athugulir og horfðu á. Þetta var í fyrsta skifti sem þeir sáu þýzkar hersveitir í ófriði. Alt sem þeir höfðu frétt úm orrustur, sigur og dauða landa sinna, er þeir sjálfir áttu við að stríða ofviðri og arga féndur, — það varð þeim nú fyrst ljóst, er þeir sáu þessar lifandi myndir. í þetta sinn varð mér ljós öll sú kvöl, er þessir menn höfðu átt við að stríða, þar sem þeir voru fjarlægir öllum, er gætu tekið hlutdeild í kjörum þeirra. Það er sem eitthvað myrkt og leyndardóms- fult fylgi þessum mönnum, jafnt liðsforingj- um sem liðsmönnum. Það er skuggi foringja sem Emden á fremur öllu öðru frægð sína að þakka. Mun eg nú skýra frá því, h%Tern veg menn hans kváðu lionum farið. »Múcke kann nærri því alt, sem gera þarf á sjó og landi«, sagði einn hásetanna; »hann kann að bæta segl, og hann kann að fara með vagna, hesta og úlfalda. Hann er svo vel syndur, að hann er óhultari á sjó en landi, og svo örlátur, að fái hann súkkulaðs- mola, þá gefur liann mönnum sínum með sér. En þér hefðuð bara átt að sjá Miiller, sem áður var foringi okkar. Það bar varla við að hann kæmi niður á þilfar. Altaf var hann með bækur og landabréf, og aldrei sá eg hann öðruvísi, í fulla þrjá mánuði, en eitthvað að staría«. »Eg var merkjamaður«, mælti annar, »svo að eg gat gefið honum gaum. Á næturnar sat hann í hægindastól uppi á stjórnpallinum. Er eg þurfti að fara upp til hans, hafði eg varla stigið í neðsta haftið, áður en hann vaknaði. Eg held að hann hafi aldrei sofið öðruvísi en svona«. »Og eg var bryti hans«, sagði sá þriðji. »Oftast borðaði hann einn. Einstaka sinnum bauð hann einhverjum foringjanna að borða með sér. Sjaldan borðaði hann annað en einn disk af súpu og nokkrar kartöflur. Síðan fór hann aftur inn í stjórnklefann og sett- ist að störfum sínum. Aldrei sá eg aðrar bækur hjá honum, en þær sem hann rak nauður til að hafa, nema bók um Nelson og aðra um Gneisenau1). Hann varð bara skinn- horaður, og eltist um 60 ár þessa tvo mán- uði. Aldrei skipaði hann okkur fyrir verkum. Eitt sinn vorum við að taka kol úti fyrir Penang, og lét hann þá skila til okkar, að sér þætti vænt um að öllu yrði lokið kl. 5. Við hertum okkur sem mest við máttum, og kl. 4 var öllu lokið. Hann þurfti aldrei ann- ars en óska einhvers, þá var það framkvæmt. Uti fyrir Penang í þetta sinn flutti hann ræðu. Nú átti að láta skríða til skarar. Nú áttum við að fá að sjá púðurreyk. Hann sagðist vænta þess af mönnum sínum, að enginn gengi til hvíldar, unz hvergi gæti að líta fjandsamlegt skip. Meðan á orrustunni stóð, þá hefðuð þér átt að sjá hann. Altaf stóð hann á stjórnarpallinum. Aldrei gekk hann inn í turnskýlið. Hann hafði brett upp krag- ann og var berhöfðaður, svo að vindurinn feykti til hárinu. Svona stóð hann í púður- reyknum, án þess að honum sæi bregða«. »Þegar Jemtschuk var sokkinn, þá kallaði hann: »Allir aftur á!« Þá flutti hann ræðu. Hann sagði að hingað til hefði að eins verið verzlunarstríð. Þetta væri fyrsta orrustan. Þegar hann var að tala um það, að óvina- skipið hefði farist með manni og mús, og sér þætti leitt að eigi hefði verið unt að bjarga neinum, þá viknaði hann alt í einu og varð að snúa sér undan og hætta að tala. Svo harkaði hann af sér og hrópaði »húrra« fyrir minni keisarans«. »Viljið þér ekki flytja honum kveðju okk- ar?« spyrja þeir allir, og flykkjast umhverfis mig. »Eg skal láta prenta til hans ávarp, ef þið semjið það«, sagði eg. »Englendingarnir bera virðingu fyrir honum, og eg er viss um að þeir láta prenta ávarpið í blöðunum, og svo kemst það að lokum í hendur hans«. Um kvöldið kom einn hásetanna með þess- ar vísur til mín: Hlýrri viljum bendi kveðja hugumstóra foringjann; allir vér nú ákaft þráum aftur fá að líta hann. Af því hann er okkur- Qarri ei við megnum rétta hönd, en heilar kveðjur honum flytur hugur, yfir sæ og lönd. Til yfirforingjans á S. M. S. Emden, frá liðsmönnum hans, þeim er heim komust. 1) Þýzkur herforingi í Napóleons-styrjöldinni. (Frh.)

x

Fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.