Fréttir - 31.08.1918, Síða 1
I beasínlejsiiiii
biðja menn um bíla á
Nýja-Landi, sími 367
Magnús Skaftfeld.
Steíán Jóbannsson
Sæþörungar.
Pað er kunnugra en frá þurfi
að segja, að grasspretta hefur verið
mjög léleg í sumar víðast hvar á
landi hér. Er því auðsætt, að
heyjaforði muni verða lítill í haust.
Útlitið er ískyggilegt og sjálfsagt
er að reyna alt sem mögulegt er
til þess, að bústofn bænda verði
ekki settur á gaddinn, en minki
þó sem minst. Nú er svo komið,
að taka verður á því sem til er,
og nota margt, sem ekki er litið
við í góðu árunum. — Á eg þar
einkum við hina miklu gnægð
þörunga við strendur lands vors.
Þegar svona stendur á, er al-
mennur fóðurskortur vofir yfir, er
sjálfsagt að nota sér þessi auðæfi
hafsins eftir því sem hver hefur
dug til. Áður hef eg ritað um
þetta efni í Búnaðarritinu. Var sú
ritgerð sérprentuð og send í flestar
sveitir á landinu. Að þessu sinni
skal eg sérstaklega benda á, hvernig
þörunganna skal a|Iað og hvernig
bezt er að geyma þá.
þörunga er aflað á tvennan hátt.
— Annað hvort eru þeir teknir á
vaxtarstaðnum, eða þeir eru teknir
úr hrönnum (brúkum).
Þegar þörungar eru teknir á
v'axtarstaðnum, er lang-bezt að
skera þá um stórstraúmsfjöru. —
þar sem ströndum hallar litið og
útfiri er mikið iná auðveldlega skera
þarann efst í þarabeltinu. Einnig
má taka þarann þótt dýpra sé, en
til þess þarf þá kaðal nokkurra
faðma langan og króka eða nokk-
urskonar öngla. í þéttu þarabelti
eru krókarnir ágætt veiðarfæri.
Þar sem útfiri er mikið, má taka
sölin á þuru um stórstraumsfjöru.
Sölvareitirnir eru neðan við þang-
beltið. E*ar sem strendur eru sæ-
brattar, eins og t. a. m. víða á
Auslfjörðum, er erfiða viðfangs að
DAGBLAÐ
elska
Enn fást
Fréttip
frá upphafl.
Eftir CARL THEODOR CASPARI.
Jeg elska þig, er líni Ijósra mjalla,
við lóu-kvakið vakin, úr þú fer,
og litasl um og lilju-stöngli að lialla
þig langar veiknm armi' að brjósti þjer, —
er húmar að og brúðar blœju falla
um barm þinn sje jeg — kvöldsins hia-lín.
Jeg elska þig, er ómar vors þig kalla
og ástum-glöð þú titrar, tjúfan mín!
Jeg elska þig, er y/zr vang og vengi
þú veitir þínum auði hugul, blíð —
og hollum andar líf-blœ þlnum lengi
um lyng og smáradrög og birkihlíð, —
með þúsund skógar-börn við barm á engi
er blund þú festir sumarkvöldið hljótt.
Jeg elska þig, er heyri' eg hljóma strengi
um holt og ása milda júlí-nótt.
Jeg elska þig, er hljóð þú býst að halda
í liaustboð glœst í veldi kvöldroðans, —
með gullin djásn og demants-ljómann kalda
við dauðann sjálfan stígur brúðardanz, —
er fús þú kastar skrúða og skrauti valda'
og skilur við í auðmýkt, bljúgri þrá.
Jeg elska þig, er heiðljós himintjalda
ið hinnsta kvöld þjer Ijóma' um fölva brá.
Guðm. Guðmundsson.
(C. Th. Caspari, norskt skúld, fœddur 1853.)
ná í þörungana. Þó má slæða þá
upp um stórstraumsfjöru, en sölva-
tekja í stórum stil er erfið, þar
sem aðdjúpt er.
Þá er hin aðferðin, sem öllum
er tamast að viðhafa, að taka
þörungana úr hrönnunum (brúk-
unum). Ef inenn vilja þá aðferð-
ina, þá er ekki um annað að gera
en að íaka það, sem öldur hafsins
bera á land. Þó ber þess að gæta,
að hollara er íyrir skepnurnar að
taka úr hrönnum í klettafjöru eða
slórgrjdtri fjöru, en að taka úr
sandorpnum hrönnum.
Þá hef eg bent á þessar tvær
aðferðir til þess að ná í þörung-
aoa, er þá eftir að tala um verk-
unina. Er er um tvent að ræða
eins og heyverkun, sem sé: að
þurka og súrsa.
Bezt er að þurka þörungana
fyrir kýr. Ef þörungar eru teknir
nýir er ágætt að þeir rigni eða sé
þvegnir, og síðan þurkaðir á ein-
hverjum góðum þurkvelli. — Þegar
þeir eru þurrir orðnir eru þeir
geymdir eins og hvert annað þurt
hey. Sé þarinn stórvaxinn eins^og
t. a. m. Maríukjarni og’Beltisþari,
er bezt að brytja hann nokkuð
smátt áður en gefið er. 'Þurkaða
þörunga á að afvatna áður en gefið
er og hella niður vatninu sem þeir
hafa legið i.
Þá er súrsun þörunga ágæt
verkunar-aðferð. Daníel Jónsson
bóndi á Eiði á Langanesi viðhafði
fyrstur manna þessa aðferð, og|er
það mesta furða, hve}|fáir af ná-
búum hans hafa tekið~|Það ^eftir
honum. — Ásgeir í Knararnesi hefur
tekið aðferðina upp að dæmi|DaníeIs.
Bæði Daníel og Ásgeir hrósa súr-
þaranum mjög og segja hann sé
afar-gott fóður, einkum fyrir sauðfé.
Á Eyrarbakka hafa menn og við-
haft súrsun. Gryfjurnar hjá Daníel
á Eiði eru nú 6X6X4 álnir. —
Þær geta auðvitað verið dýpri,
alt eftir þvi, hvernig hagar til. —
Daníel hefur grafið gryfjurnar í
malarkambinn og hlaðið þær inn-
an með streng og fylt þær úr
hrönnum og borið svo farg ofan á.
— Súrsun þörunga verður efalaust
algeng hér á landi ei' stundir líðá.
Verkaður þari er að allra dómi
hollari en nýr þari og ættu menn
því að afla sér forða af verkuðum
þara. — En séu menn neyddir til
að gefa nýjan þara, þá er um að
gera að hreinsa hann sem bezt og
afvatna.
Eg hef áður (i Búnaðarritinu)
tekið fram, að af sæþörungum eru
sölin bezt til fóðurs, þar næst
beltisþari, þá kemur mariukjarni
(murukjarni fyrir norðan). Þang-
tegundirnar, sem allsstaðar er nóg
af, eru lakari og þær á ekki að
taka, ef menn geta náð í góðu teg-
undirnar.------—
Þar sem sölvafjörurnar eru
miklar, væri hyggilegt að taka sem
mest af sölvum og þurka. Nægur
markaður mundi fást í nærsveit-
um, þótt meira væri tekið en menn
þyrftu sjálfir á að halda. Þá væri
og hyggilegt að súrsa þang í þó
nokkuð stórum stíl þar sem mikl-
ar hausthrannir berast á land.
Algengt er í sumum sveitum að
menn láta sauðfé að mestu leyti
Jifa á fjörubeit. Gengur féð þá í
hrönnum fyrri part vetrar, en í
bitfjöru seinni partinn, en víða er
bitfjaran af skornum skamti síðari
hluta vetrar og oft og tíðum getur
alveg tekið fyrir hana. Þar sem
svo liagar til er alveg sjálfsagt að
súrsa svo mikið að haustinu, að
nóg sé, þótt taki fyrir fjöru. Að
minsta kosti ætti að vera nóg.af
súrþara síðari hluta vetrar þegar
hrannar nýtur ekki lengur — þess
utan er súrsaður þari — og gaml-
ar hrannir (brúkir) — hollari en
nýr. —
Helgi Jónsson.
(Önnur blöð eru beðin að taka
þessa grein upp.)