Fréttir

Issue

Fréttir - 14.09.1918, Page 2

Fréttir - 14.09.1918, Page 2
2 FRETTIR Marteinn málari. Eftir Charles Garvice. (Frh.) Hann var þarna eins og milii steins og sleggju, og vissi ekkert hvað til bragðs skyldi taka. f*á datt honum snjallræði í hug. Hann ætlaði að fara samstundis á fund Rósamundu og gat þá hugsast að hún segði honum alt af létta að fyrra bragði, ef liér var annars um nokkuð að ræða, og þetta reyndist ekki tómur afbrýðis-uppspuni. Að minsta kosti mundi hann geta fundið það á viðmóti henn- ar, og séð hvort nokkur flugufótur væri fyrir þessu. Honum var þó næsta órótt út af þessu, og átti hann bágt með að trúa því, að Char- lotta hefði farið að bera slíkar sakir á mann sinn alveg að ástæðulausu. Greip hann því halt sinn og hélt áleiðis til búgarðsins. Honum var vísað inn í viðhafnarstofuna, og varð hann feginn því að þar var enginn fyrir. Kom þá Rósamunda til hans eftir stundarkorn, og bætti það ekki um órósemi hans, að hann sá undir eins á svip hennar að henni var eitthvað brugðið. Hann tók um hönd hennar og horfði í augu henni, en kysti hana þó ekki, og jók það á gremju hans, að hún virtist ekki veila því neina eítirtekt. »Mér þykir verulega vænt um að þú komst, Marteinn«, sagði hún, og fann hann að hönd hennar titraði. »Vænna en endranær?« spurði hann af ásettu ráði. »Já — það held eg helzt«, svaraði hún og gekk út að glugganum. »Marteinn«, sagði hún ^ snögglega. »Manstu það að eg sagði hérna á dögunum, að eg óttaðist að við værum altof hamingjusöm, og að eitthvað hlyti að koma fyrir sem vekti okkur af þessum sæludraumi? Geturðu hugsað þér nokkurn hlut, sem yrði til þess að eg glataði ást þinni?« Hún sneri sér við og leit framan í hann, en hann hafði fylgt henni eftir og stóð nú við hlið hennar. Átti hann í harðri baráttu við sjálfan sig út af spurningu hennar, og var að velta því fyrir sér, hvort hún mundi þegar hafa orðið þess áskynja, að honum hefði borist miður frægileg saga af henni. Hann horfði fast í augu henni og spurði hana með mikilli alvöru: »Rósamunda! Elskarðu mig af öllu þínu hjarta og öllu þínu hugskoti — og hverju mundirðu svara mér, ef Guð væri hér nálægt okkur og mætti heyra svar þitt?« Hún var jafn alvörugefin og hann þegar hún svaraði honum eftir stundarþögn: »Ef eg stæði hér frammi fyrir Guði mín- um, þá mundi eg svara því tfl, að eg ann þér framar öllum öðrum mönnum á þessari jörð, og eg held að eg hafi elskað þig alla mína ævi. — Og ef ást min kulnar út, þá verður lífið mér einskis virði og ekki annað en óbærileg krossganga um dimman dal og dauðans skugga«. Hann breiddi út faðminn og þrýsti henm að hjarta sér, en mintist ekki einu orði á heimsókn Charlottu, því að nú fanst honum slíkt ganga vanhelgun næst, Gengu þau svo út og reikuðu fram og aftur um grashjallann i sólbjartri vorblíð- unni, en Rósamunda sagði honum nákvæm- lega alt eins og farið hafði um samfundi þeirra Tom’s, og hverjum brögðum Charlotta hefði beitt til þess að ná honum á sitt vald og gera hann að eiginmanni sínum. Fór svo að lokum að Marteinn sagði henni frá heim- sókn Charlottu, og efasemd þeirri sem hún hafði kveikt með honum. »Þetta er þá það fyrsta sem okkur hefur borið á milli, og skal líka verða það sein- asta«, sagði hann og kysti á hönd henni. »Og við munum aldrei framar efast hvort um annað«, hvíslaði hún. — Þeir dagar áttu eftir að koma, að hún ætlaði að örmagnast undir byrði sorgarinnar, og ást hennar virt- ist ætla að kulna út — en þá mintist hún þessara orða, og þau veiltu henni hugsvölun og slaðfestu. Seinni þáttur. I. »Jæja! Rósamunda okkar fer þá að koma heim aftur eftir alla þessa útivist. Eg kalla gott ef við þekkjum hana aftur, Marta!« »Eg held það sé ekki vísl«, svaraði Marla. »En það segi eg satt, að það var sú indæl- asta brúður, sem eg hef nokkurn tíma aug- um litið«. Og um það voru allir sammála, sem séð höfðu Rósamundu á brúðkaupsdegi hennar, en Marteini fanst sæla sín næstum ætla að bera sig ofurliði, eftir alt það andstreymi sem á undan var gengið. Ekki hafði Tom setið brúðkaup þeirra, sem ekki heldur var við að búast, en hann hafði sent Marteini sjálfum veglega brúðar- gjöf, og þótti Rósamundu meira til þess koma en þótt hann hefði sæmt hana sjálfa á sama hátt. Charlotta liafði fengið sér skrautlega íbúð í Lundúnum, og eyddi þar nú og sóaði fé manns síns á allar lundir. Hún fyltist bræði mikilli í hvert skifti sem hún hugsaði til Greymere, og mintist þess hve liraparlega sér hetði mistekist að rægja þau Tom og Rósamundu. Þó leið þelta alt úr huga henni þegar fram í sótti, og gerðist hún all-umsvifa- mikil í samkvæmislífi Lundúna með tilstyrk frú Blair gömlu. Rósamundu fundust hveitibrauðsdagarnir líða eins og í draumi, og varð henni oft að orði við Martein eitthvað á þessa leið: »Góði Marteinn! Heldurðu að okkur sé það holt að lifa svona áhyggjulaus og and- varalaus?« Hann kysti hana blíðlega og svaraði þegar í stað: »Já, það er alveg eins og það á að vera, góða mín, því að eg er sannfærður um, að fólk sem nýtur sannrar gæfu, hlýtur að láta gott af sér leiða«. í þetta skifti voru þau stödd í báti á Lúeern-vatninu, og voru að róa um það að gamni sínu, en þar kom að, að þau mintust þessara orða, og könnuðust við að jafnvel þá hafði þeim fundist lífið geta brosað of- blítt við manni. »Stendur þér stuggur af hamingju okkar, Rósamunda?« spurði hann. »Eg óttast að eins að hún geti orðið hverfuk, svaraði hún. »Það er óhugsandi, fyrst við unnum hvort öðru af alhuga«, sagði Marteinn. »Getur nokkur hlutur varpað skugga á ást okkar?« »Nei«, sagði hún hugsandi. »Enginn hlutur getur kastað skugga á ást okkar, Marteinn, en er ekki hugsanlegt að eitthvað geti skygt á hamingju okkar?« Rau kinokuðu sér bæði við að svara þess- ari spurningu, eins og framtíðin kynni að geyma eitthvað mótdrægt í skauti sér, og þau reyndu að hrinda þessari hugsun frá sér, en alt fyrir það bólaði oft á henni, þó að þau gerðu sér far um að gleyma henni. Þau ætluðu sér að stofna til stórveizlu kvöldið sem þau kæmu heim aftur til Grey- mere, og »vígja« þannig hinn endurreista herragarð. »Eg hlakka til að fá að danza við þig heilan danz«, sagði Rósamunda, »en annars á húsmóðirin líldega að hugsa um annað fremur en danzinn, eða er ekki svo? Þú verður að segja mér, Marteinn, hvernig eg á að bera mig til«. »Eg er hræddur um að eg viti það ekki vel sjálfur«, sagði hann hlæjandi. »Eg Iief aldrei gefið sérstakar gætur að neinu slíku, eða skift mér af hvað fólk hefur gert sér til skemtunar. En eg get þó alla tíð laumast með þig fram í einhvern ganginn þegar eng- inn sér til, og danzað þar við þig eins og mig lystir«. »Það getur ekki borið sig, Marteinn«, sagði hún, »við megum ekki yfirgefa samkvæmið, skal eg segja þér, og verðum að gæta skyn- seminnar«. »0 — skítt með alla skynsemi, eins og maðurinn sagði«, svaraði Marteinn. Loksins rann upp sá mikli heimkomudag- ur. Sir Ralph og Guy tóku við þeim á járn- brautarstöðinni í Greymere, og buðu þau hjartanlega velkomin, enda höfðu þeir saknað Rósamundu langt fram yfir það sem þeir höfðu gert sér í hugarlund, því að hún hafði verið lífið og sálin í heimilislífi þeirra, alt fram að giftingardegi sínum. Allir fóru á kreik í Greymere, sem vetlingi gátu valdið, til þess að fagna ungu herragarðs-frúnni, sem var þar fædd og uppalin og allra yndi og eflir- læti. Öll skólabörnin stráðu blómum á götu hennar, og var Marteinn mjög hrifinn af allri þeirri alúð og veivild, sem konu hans var auðsýnd. Einsetti hann sér að láta þorpsbúa njóta þess, en ekki gjalda, þegar fram í sækti. »Við erum öll mjög fegin því að þú ert komin aftur«, sagði faðir Rósamundu um leið og hann settist við hlið hennar i vagninum. »Það er hverju orði sannara«, sagði Guy bróðir hennar og leit hýrlega til systur sinnar. Rósamundu virtist hann vera fálátari en hann hafði áður verið, en svipurinn bar vott um sálarþrek og staðfestu, og taldi hún víst, að hann væri algerlega hættur að hugsa um Charlottu, og búinn að yfirvinna ást sína til hennar, enda hafði hún, fyrir áeggjun Mar- teins, sagt honum hvernig Charlotta hefði vélað Tom, og þóttust þau Marteinn og Rósa- munda þess örugg. að frú Gregson mundi engin áhrif hafa á hann framar. Marteinn hafði óskað þess, að kona sín bæri brúðarskart sitt í veizlunni, ásamt skraut- gripum þeim, sem hann hafði gefið henni í brúðargjöf, en þeir voru hálsmen og ennis- spöng alsett demöntum. Hann kom inn í her- bergi hennar þegar hún var komin í allan skrúðann, faðmaði hana að sér og mælti: »Þannig er þá fyrsti dagurinn heima hjá okkur. Guð blessi bæði þig og heimilið, elskan mín!« Hann laut niður að henni og kysti hana, og sá Rósamunda ekki betur en að honum vöknaði um augu. »Heldurðu að þú sért nú sæll, bóndi minn?« spurði hún brosandi. »Farðu til manns, sem hefur þolað raunir og hvers kyns mótlæti, en fengið inngöngu í Paradís að lokum, og spurðu hann hvort hann sé sæll«, hvíslaði hann ihnilega. Frh.

x

Fréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.