Fréttir - 14.09.1918, Side 4
4
FBETTIR
d. Landhelgisgæzlu tekur Island
í sínar hendur, er það vill.
Ákvæði 1908 9. gr. um sam-
félagsslit málanna a—b og ákvæði
1918 18. gr. um slit samnings þess,
er í lagafrv. því felst, sem hér ligg-
ur fyrir, eru mismunandi, að því
leyli, að samþykki Alþingis eða
Ríkisþings er nóg eftir 1908, en
hér þarf 2/3 Alþingis og atkvæða-
greiðslu kjósanda, þannig að samn-
ingnum verður eigi slitið, nema
a/i6 eða 56,25 °/o þeirra, sem á kjör-
skrá verða, greiði atkvæði með því.
Sjá III. kafla, aths. við 18. gr.
Eftir 37 ár hefði sambandið milli
íslands og Danmerkur eftir 1908
og ef uppsagnar-ákvæðum 9. gr.
hefði verið beitt, verið þannig:
a. Konungur og konungsætt hin
sama.
b. Önnur mál óuppscgjanlega
sameiginleg og undir forræði
Danmerkur samkvæmt 1908,
6, sbr. 7. gr.:
1. Utanríkismál og
2. Hermál.
3. Konungsmata og borðfé
konungsættar ákveðin af
báðum löndum samkv.
6. gr.
c. Jafnréttis-ákvæði þegnanna
samkv. 5. gr. 1. og 2. málsgr.
Og svo auðvitað, að 4., 6.,
7. 1. mgr. og 8. gr. frv. 1908 hefðu
haldið gildi sínu.
Eftir frv. 1918 gelur sambandið
verið þannig eftir 25 ár:
Að konungssambandið eiit standi
og að öðru leyti sé ekkert réttar-
samband milli landanna annað en
það, sem er að alþjóðalögum milli
fullvalda og siðaðra ríkja. ísland
getur áður en 25 ár eru liðin hafa
ráðstafað samkvæmt frv. eftir vild
öllum málum sínum, nema um-
boðinu til meðferðar utanríkis-
málanna eftir 7. gr. og að því leyti
sem það er bundið við jafnréttis-
ákvæði 6. gr. En umboðið eftir
7. gr. getur það tekið aftur eftir
25 ár og einnig numið brott jafn-
réttisákvæðið að sama tíma liðn-
um.
Frv. 1908 töldu margir mikla
framför, ef miðað var við ástand
það, sem nú rikir og samband
landanna hefur hvilt á um hríð í
verki og framkvæmd, þó að lög-
laust hafi verið að dómi flestra
hérlandsmanna. Og er þó hverjum
manni sýnilegt, að frv. 1918 er
annars eðlis, gleggra og fer alla
leið til fullveldis landinu til handa,
bæði í orði og í verki, eins og
fullsannað hefur verið í II. og III,
kafla álits þessa.
Dreng-i
vantar til að selja Fréttir.
Au^lýsiagum
í Fréttir er veitt móttaka i
Litlu búðinni
í Pingholtsstræti þegar af-
greiðslu blaðsins er Iokað.
Enn fást
Eréttir
frá upphafl.
Prentsmiðjan Gutenberg.
Mb, Patrekur
fer til Vestfjarða eftir helgina.
Tekur flutning og íarþega.
Nánari upplýsingar gefur
Viðskiftafélagíð.
Sími 701.
Nú hef ég fengið birgðir af
hinum heimsfrægu Undcr-
wood-ritvélum sem
bera sem gull af eiri af öllum
ritvélum á heimsmarkaðinum.
Berið þær saman við aðrar
tegundir til að sannfærast.
Varið ykkur á að kaupa ritvélar sem eru aðeins léleg eftirlík-
ing af Underwood.
Underwood er sú fullkomnasla, endingarbezta, hávaða-
minsta og þægilegasta ritvél, sem til er.
Frægustu kappritarar heimsins í samíleytt 8 ár í röð hafa unnið
heimsverðlaun fyrir flýti á Underwood.
UndLerwood-ritvélar eru búnar til hjá heimsins stærstu
ritvélaverksmiðju: Underwood Typewriter Co., New York. Verksmiðj-
urnar eru fyrir utan borgina, en við Vesey Street stendur hin feikna
stóra Underwood Building upp á 18 hæðir, sem er eingöngu noluð
fyrir skrifstofur.
Fáið hjá mér verðlista með myndum, er sýnir nákvæmlega alla
kosti Underwood-ritvélanna,
Kanpið Underwood, þá eigið þið ritvél sem þið eruð
allaf ánægðir með.
líristján Ó. Skagfjörð.
„€tfrittir" aru Bazía auglýsingaBlabié.
Guy Boothby: Faros egypzki.
364
hefur verið synjað um í þrjú þúsund ár.
Hlustið þér á. Nú heyrast óp og andvarpanir
í Lundúnaborgl Sóttin magnast með hverri
klukkustund, en hraustir menn og veikburða
konur, sveinar og meyjar í blóma aldurs
síns, eldri og yngri börn — alt fellur þetta
eins og stráið fyrir sigð kornskurðarmanns-
ins! Hvaðanæva stíga neyðaróp mannanna til
himins og það er eg, sem hef komið öllu
þessu til leiðar — eg, Ptahmes, þjóún guð-
anna, spámaður konungsins, maðurinn, sem
þú kvaðst mundu sakbera fyrir öllum al-
heimi!«
Hann hóf upp hægri höndina og benti á
mig,
»Dári!« hrópaði hann með voðalegri kald-
hæðni. »Þú sandkorn á sjávarströnd! Hver
ert þú, sem hyggur þig fullfæran að rísa gegn
mér? Vit þú að enn er timans fylling ókomin
— enn þarfnast eg þín. Nú læt eg þig falla í
dá aftur og í þ\í dái skalt þú framkvæma
alt sem eg skipa þér««.
Meðan hann mælti þetta, virtist hann
hækka og stækka og verða æ ógurlegri.
Augun tindruðu í hausnum eins og glóandi
kol og virtust læsa sig alla leið inn í heila
minn. Eg sá að Valería reis upp af gólfinu,
þar sem hún hafði legið í hnipri, og sá hana
seilast eftir austrænum rýting, sem var á
365
borðinu. Því næst stökk hún á hann eins og
tígrisdýr, en hröklaðist jafnharðan út að
veggnum eins og einhver ósýnileg hönd hefði
hrundið henni, en eg var eins og hlýðið
barn, lét aftur augun og sofnaði.
XXI.
í þessu dái hélt Faros mér ekki skemur
en fimm daga og sex nætur, og hef eg ekki
nokkra hugmynd um neitt af þvf, sem til bar
allan þann tíma, þótt ótrúlegt megi virðast.
Ekki veit eg, hversu lengi Faros hefði haldið
mér í þessari dáleiðslu, ef hann hefði haft
vald eða mátt til þess. Það eitt veit eg, að
eg vaknaði að morgni sjötta dags undarlega
ruglaður í höfðinu. Eg hélt að vísu opnum
augunum og var ekki annað að sjá, en að
eg væri glaðvakandi, en þó var líkast þvf,
sem eg mundi þá og þegar sofna aftur. —
Smám saman vitkaðist eg samt og heilinn
tók að starfa á eðlilegan hátt, og það var
eins og vald það, sem Faros hafði yfir mér,
smá minkaði á einn eða annan hátt. Þá var
eins og eg vaknaði skyndilega af svefni og
stóð eg alklæddur í herbergi mínu, en eg sá,
að eg hafði legið í rúmi mínu, og þegar eg
leit út um gluggann sá eg, að enn var skamt
366
liðið dags. Þó mundi ég hvorki eftir þvf að
eg hefði háttað ofan í rúm né heldur, að eg
hefði klætt mig. Þá datt mér í hug, hvað
okkur Faros hafði farið á milli. Eg mintist
þess, að hann hafði benl á mig og að eg
hafði sofnað í þeirri svipan og þar með var
gátan ráðin. Faros hafði auðvitað látið bera
mig til herbergis iníns og hátta mig ofan í
rúm, þegar eg var orðinn meðvilundarlaus.
petta hlaut að hafa verið daginn áður og
fyrst eg var nú búinn að ná mér aftur,
þá var tíminn enn þá nógur til að gera það
sem eg hafði ætlað mér. Þegar eg var kom-
inn að þessari niðurstöðu, opnaði eg dyrnar
og gekk ofan stigann. Það var undarlega
hljótt, ekki að eins í húsinu sjálfu, heldur
einnig úti á strætinu. Eg staldraði við á
neðri hæðinni og leit út um glugga, en svo
langt sem augað eygði, gat eg hvergi séð
nokkurn vagn á götunni, engan mann og
engar barnfóstrur í lystigarðinum og samt
heyrði eg klukkuna slá níu niðri í anddyrinu.
Pað greip mig einhver ónotatilfinning við
þetta, en hún leið brátt frá aftur og þá var
mér það eitt í huga að ná tali af yfirvöld-
unum og skýra þeim frá hinu djöfullega at-
hæfi Faros og hvern þátt eg hefði átt í því.
Ætlaði eg svo að taka afleiðingunum með
jafnaðargeði.