Fréttir - 15.09.1918, Page 3
FRÉTTTR
3
Theodór
Sími 231
Árnason
lO
o
3
3
lO
QJ
C3
•00
C
'3
-iíi
• rH
o>
etí
Sfr & rí
Austurstræti 17
RITFÖNG:
Mikið úrval af allskonar pappír,
bleki og öllum öðrum ritföngum.
Visitkort, margar tegundir
Vasabækur Ritblý
Slílabækur
Litakassar
Teiknipappír
Skólalöskur
Bréfspjöld
BÆKUR:
Guðm. Gamalíelsson
Simi 231
Bókaverzlun
Guðm. Gamalíelssonar
er ílutt í Austurstræti 17.
Allar nýjustu íslensku bækurnar
fyrirliggjandi.
Allar innlendar og útlendar bækur
Nótur:
Með Botníu von á miklu úrvali
Allar íslenskar og erlendar nótna-
bækur útvegaðar.
útvegaðar.
n>
<—<•
C/J
n>
$£
Hamingjuóskaspjöld
Fréttir.
Kosta 5 anra eintakið í lausasölu.
Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnði.
Auglýsingaverð: 50 aura
hver centimeter í dálki, miðað við
Qórdálka blaðsíður.
Aígreiðsla í Anstnr-
stræti 18, sími 310.
Við augiýsingnm er tekið á af-
greiðslnnnl og f prontsm. Gntenberg.
Útgefandi:
Félag í Reylíjavlk.
Ritstjóri:
Giiðm. Gnðmundsson,
sbáld.
Simi 448. Pósthólf 286.
Viðtalstími venjulega kl. 4—5virka
daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti.
(Frarahald af 1. síðu.)
dreymdi sannorðan mann, er eg
þekti persónulega, en nú er látinn,
að kunningi hans, einn þeirra er
á bátnum fórst, kæmi til sín dap-
ur í bragði og kvæði vísu þessa:
Sil eg út við Suörtu-sker,
sól að mari líður,
þar sem úti eftir mér
einum dauðinn bíður.
Eigi vissi sá er drcymdi til þess
að nokkurt örnefni á sjó, sem í
vísunni er nefnt, væri á þeirn slóð-
um, er slysið varð, en sker voru
þar mörg. G. G.
Trú og- töfrar.
Eftir Edu. Westermarck prófessor.
Trúin fæst alt af við eitthvað
yfirnáttúrlegt. Svo er henni farið,
hvort sem um hinar lægstu trúar-
hugmyndir er að ræða eða hinar
hæztu. Villimaðurinn Iítur öðruvísi
en vér á hlut þann, er hann til-
biður. Kletturinn og tréð, er hann
færir fórnir, er ekki klettur og tré
í venjulegum skilningi. Hann eign-
ar þeim önnur öfl en vér eignum
þeim, — ekki eðlileg, heldur yflr-
náttúrleg öfl, sem eru' voldug að
hans áliti, af því að þau eru dul-
ræn og óskiljanleg með öllu.
Nefna má ýms orðatiltæki eða
heiti, er ýmsar þjóðir tákna með
guði sína, sem dæmi þess, að þær
telja guðdómsmátt þeirra falinn í
dulrænu þeirra. Þannig tákna Indí-
ánar í Dakota aðaleinkenni guða
sinna með orðinu wakan, sem
þýðir »óskiljanlegur«. — Villimenn
á Fiji-eyjum nota orðið katu ekki
að eins til þess að lýsa æðstu
guðshugmynd sinni, heldur og til
þess að tákna eitthvað, er þeim
þykir kynlegt. — Ellis trúboði
segir, að eyjarskeggjar á Mada-
gaskar tákni með orðinu ndria-
manitra sem þýðir »guð«, alt það
er skilning þeirra er um megn,
alt sem er nýstárlegt og óvenjulegt;
þeir nefna eigi að eins þrumur og
eldingar, heldur og bækur og pen-
inga Norðurálfuþjóða y>ndriaman-
itraa eða »guði«.
Einkenni og lögun þess, er villi-
þjóðir lilbiðja, bendir og á orsakir
t)g uppruna tilbeiðslu þeirra. Tré
sem eru óvenju tnikil vexti eða
fáránleg að lögun, geysistór og fá-
ránleg »grettistök« eða gnípur,
steinar með óvenjulegri þyngd,
gjósandi eldfjöll, flúðir og hverir,
— slík fyrirbrigði ieggja villimenn
venjulegast átrúnað á og veita til-
beiðslu.
í Marokko má nærri því ganga
að því vísú, að hver sá staður eða
hlutur, er stingur í slúf við um-
hverfið á einhvern veg, — t. d.
lundur í hlíð eða á tindi fjalls,
sem ella er gróðurlaust, — lind,
er óvenju-mikill og fagur jurta-
gróður er umhverfis, — tré á beru-
rjóðri, — skrítinn kleltur við sjó
frammi, — hellir eða holur klettur,
— sé settur í samband við ein-
hvern dáinn dýrling, er dulsagnir
einar kenna, einhvern, er þar á
að vera grafinn eða hafa hafst þar
við í lifanda lífi og skilið þar eftir
einhvern snefil af helgi sinni.
Indiánar í Norður-Ameríku dýrk-
uðu tóbakið, Aztekarnir í Mexíkó
vínið, vegna hinna einkennilegu
áhrifa þessara nautna-efna. — Af
náttúru-fyrirbrigðunum er þrumu-
dýrkunin algengust, — af dýrunum
er höggormurinn einkum dýrkaður
vegna einkennilegs svips, og eigi
síður þess, hve skjótur hann er
og lipur í snúningum og bit hans
banvænt. Sumstaðar í Afríku bera
villimenn dýrkunar-lotningu fyrir
hananum, sem galar að kvöldi,
og trönu, er sezt á bæjarburst.
Menn eru dýrkaðir, þegar þeir
gera kraftaverk. Dýrlingar Múha-
meðsmanna sanna helgi sína með
kraftaverkum, eins og dýrlingar
kaþólskra manna. Þeir fljúga í
lofti, vaða eld að ósekju, fara óra-
vegu á einni svipstund og lækna
banvæna sjúkdóma. — Dýrlingur
nokkur í Marokkó, dómari frá
Wazzan, sem dó fyrir nokkrum
árum, kom einu sinni ríðandi á
klárnum sínum yfir Njörfasund,
og enn þann dag i dag er helgur
maður nokkur á lífi, og á heima
hér um bil dagleið frá Tanger,
sem getur mettað hungur 200
manna með einum diski af banka-
byggsgraut. Fólkið stendur á þessu
fastara en fótunum. Frh.
t
Sigurður Sigurðsson
búfræðingur, sonur Sig. Eiríksson-
ar reglnboða andaðist í nótt í
Landakotsspítala. Fráfalls þessa
unga efuismanns er sviplegt mjög
og tildrögin sorgleg.
í gærdag hafði hann verið að hand-
leika skambyssu austur á Kotströnd
í Ölvesi, er liann vissi eigi að var
hlaðin. Hljóp skolið úr byssunni
í kvið honum og fór kúlan gegn-
um hann. Símað var þegar til
læknis og Halldór Hansen læknir
fór austur á vélhjóli, var þá bif-
reið á leiðinni suður með Sigurð
og mætti læknir lienni á Hellis-
heiði. Var Sigurður þá með þján-
ingum miklum; var svo haldið á-
fram ferðinni til Reykjavikur og
gerðu þeir læknarnir Matth. Einars-
son og Halldór þegar holskurð á
Sigurði, og sáu skjótt að eigi
mundi lífsvon sökum líífæraskemda
af skotinu. Varð og sú raunin á,
því að Sig. andaðist kl. 3 í nótt.
Er harmur mikill kveðinn að
aðstandendum hans, föður hans,
er nú dvelur hjá séra Sigurgeiri
syni sínum á Isafirði, systkinum
hans og unnustu, Sólveigu Daníels-
dóttur i Sigtúnum.
Hvað er í fréttum?
Illviðri
hin mestu eru sögð af Vestur-
og Norðurlandi undanfarna daga,
frost og snjókoma, svo að alhvítt
er sumstaðar ofan í flæðarmál.
Trú og töfrar
ritgjörð sú, er nú hefst í »Frétt-
um«, er eftir Edv. Westermarck
prófessor; höfundurinn er mjög
merkur rithöfundur og hefur verið
háskólakennari í hagnýtri heim-
speki við háskólann í Helsingfors
og síðan í þjóðfélagsfræði við Lun-
dúna-háskóta. Hafa Svíar gefið
hana út í alþýðuútgáfu. Margir
munu hafa ánægju af því að lesa
hana, — þykir oss hlýða að birta
hana, þótt eigi séum vér hinum
háttv. höf. sammála í öllum skoð-
unum hans um uppruna trúar og
dulræn efni.
Nýlátin
er húsfrú Guðríður Vig/úsdóttir,
kona ísleifs bónda á Flókastöðum
í Fljótshlíð, einhver hin merkasta
gáfu- og gæðakona þar í sveit, á
fimlugsaldri. Banameinið var maga-
sár.
»Gey8ir«
kom úr Englandsför í nótt með
ýmsar vörur. Hafði komið fyrst
upp til Vesturlandsins.
Mjólburverðið
hefur Mjólkurfélagið enn þá
hækkað úr 50 aurum upp í 80
aura pr. líter. Sárt og þungt mun
sú ráðstöfun koma niður á fátækl-
ingum með Qölda ungbarna, en
eigi tjáir þar að »deila við dómar-
ann« sem Mjólkurfélagið er.
Jón Halldórsson
bankaritari hefur fengið veitingu
fyrir landsféhirðisstarfinu.