Fréttir

Tölublað

Fréttir - 23.09.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 23.09.1918, Blaðsíða 1
DAGBLAÐ 145. blað. t Jú Ijelga Johnson f. Thorsteinsson, kona Ólafs kaupmanns Johnson, and- aðist í gærkvöldi. Hafði verið lasin fyrirfarandi. Xjósanii Vhis og 19. október. Hann gerir mér þann heiður kjósandinn að nefna mig og vitna í ræðustúf eftir mig í Alþt. 1912 B. II. 317: »Þá er enn eftir einn kostur þessa frumvarps, er eg fyrir mitt leyti met nálega mest af öllum. En hann er sá, að ef samþyktir yrðu samningar um samband íslands við annað ríki, þá verði þeir born- ir undir þjóðaratkvæði með leyni- legri atkvæðagreiðslu. Eg skil ekki hvemig menn ættu að fara að því að verja það fyrir samvizku sinni að fresta því að þetta ákvæði komist inn í stjórnarskrána. Að minsta kosti vil eg ekki eiga fram- tið landsins undir trú á einstakan mann eða flokk og ráðheldni þeirra.« Þessu fylgja þau undur hjá kjós- anda, að hann telur það samvizku- leysi af mér, að eg vil nú neyta þessa ákvæðis og láta þjóðina greiða atkvæði um sáttmálann. Skilji þeir sem geta. Til hvers annars mundi eg hafa viljað fá ákvæðið inn í stjórnarskrána, en einmitt til þess, að kjósendum landsins gæfist kostur á að hafna vondum samningum? Hitt er svo heimskulega mælt, að hver maður hlær að, er hann segir, blessaður kjósandinn, að 19. október hafi þjóðin ekkert við að styðjast nema trúna á mig. Málið hefur verið rætt í öllum blöðum landsins, á alþingi og manna á milli, af pré- dikunarstóli, og sáttmálinn auk þess birtur í síðara hluta júlímán- aðar, eða nálega þrejn mánuðum áður en atkvæði eiga að ganga um málið. Hver íslendingur veit nú þegar, hvernig sáttmálinn er, og meira að segja, það er alkunn- Reykjavík, mánndaginn 23. september 1918. Jú ríkisjimgi þjöðverja. Xasizlaraskijti? Meiri hluti sameinaðra ílokka ríkisþingsins þýzka, að undanteknum miðflokknum, heimtar nýja þingræðisstjórn, er allir flokkar skipi og óháð sé yfirherstjórninni. Jafn- framt er þess krafist, að Hertling ríkiskanzlari fari þegar frá. Búist er við að Rantzau, sendiherra Þjóðverja í Kaupmannahöfn, verði eftirmaður hans. Jú austnrvígst 53vnnum. Serbar hafa unnið sigur mikinn og rofið herlínu Búlgara. Khöfn 22. sept. kl. 9 *8. Bretar hafa unnið stórsigur í Gyðingalandi, — herlína óvinanna milli hafsins og Jórdanar rofin. Búlgarar höría undan á allri herlínunni milli Vardar og Nlonastír. Bandamenn hafa sótt fram 30 mílur og tekið 10,000 fanga. Serbar hafa farið yfir Cerna. þjóðverjar segja frá áhlaupum, er þeir hafi hrundið af sér. ugt um öll Norðurlönd, hvernig hann er. Ef þjóðin trúir á mig, þá er það af því, að hún hefur þegar gengið úr skugga um það, að eg hafi ásamt öðrum góðum mönnuin gert henni hagfeldan samning. Annars eru það hans orð en ekki mín að þjóðin hati ekki annað en trúna á mig að fara eftir. Eg er viss um að miklu fleiri menn hafa nú þegar kynt sér sáttmálann og ráðið við sig að greiða atkvæði með honum, en þeir sem nokkru sinni hafa heyrt míns nafns getið. Þá er nú nægilega sýnt, hve hlálega kjósanda tekst að sýna fram á ósamkvæmni hjá mér. En eftir er að benda á, hvað það er, sem felst i mælgi hans um, að at- kvæðagreiðslunni sé of mjög hrað- að. Honum þykir þjóðin fá of stuttan umhugsunartíma. Þar brigslar hann íslendingum um heimsku, er hann telur þá eigi færa um að ráða það við sig á þriggja mánaða tíma, hvernig þeir vilji greiða atkvæði. Eg hjrgg og hitt sannara, að kj. viti vel, að þjóðinni er ekki vits vant. Hitt mun heldur, að hann þykist eigi hafa nægan tíma til þess, að útbreiða sína vizku í þessu máli. Þá heldur hann því fram, að menn séu svo önnum kafnir, að þeir geti eigi hugsað málið þess vegna. Þar brigslar hann mönnum um hirðuleysi, er hann |vill telja mönnum trú um, að kjósendur landsins, aðrir en hann auðvitað, meti svo lítils höfuðvelferðarmál þjóðarinnar, að þeir nenni eigi að hugsa það, um nema þegar þeir hafa ekkert að gera. Og hvenær er sá tími árs? Mér vitanlega aldrei. Sjálfur mun kjósandi hafa mikið að gera, og þó hefurjjhann þegar gert sér málið ljóst og skrifað um það æði mikið. Sá er nú ekki lengi 2. árgangar. að því og sá er nú ekki hirðulaus. Enn sá munur á honum sjálfum og hinum kjósendunum, sem geta þetta alls ekki, að hans hyggju! Eða hefur hann, ef til vill, eitt- hvert átrúnaðargoð ? Ákvæði stjórnarskrárinnar erekki sett fyrir heimska og hirðulausa þjóð. í henni væri engin trygging. Það er sett fyrir íslenzka kjósend- ur og þeir eru alt öðru vísi en kjósandi Vísis heldur. Kjósandi vill fá tíma til að veita alþýðu sinn skilning á málinu. En það gengur honum æ því ver, sem lengra líður. Þó vill hann gera tilraun, og til þess að hann geti gengið úr skugga um það, með hverja fásinnu hann fer, vill hann fresta viðurkenningunni á fullveldi voru og hlutleysi. Mikið þykir honum við liggja. Mér er engi launing á því, að eg vildi láta lögin ganga í gildi 1. nóvember og því hafa atkvæða- greiðsluna fyr. Ekki til þess að ginna kjósendur, enda eru þeir al- búnir til atkvæðagreiðslunnar í dag, heldur til þess að landsmenn væri sem fyrst trygðir gegn hinni mestu hættu, sem yfir oss getur komið. En sú trygging fæst eigi með öðru en hlutleysisyfirlýsing- unni. Fánanum gleymir kjósandi alveg. Bjarni Jónsson frá Vogi. Rafmagnsmál Reykjavíkur. Nefndarálit. , (NL) Öllum mun geta komið saman um það, að verð á efni og vinnu komist ekki i fyrirsjáanlegri fram- tíð niður í það, sem var fyrir ó- friðinn, ef til vill kemst það aldrei svo langt niður. Nokkrar líkur eru fyrir þvi, að verðfallið verði ekki verulega mikið á næstu árum, má jafnvel búast við því, að verð á sumu hækki enn meira. En hitt ræður þó baggamunin- um, ef það kemur í Ijós, að þrátt fyrir hið háa verðlag nú, þá muni rafrnagn það, sem fæst frá Elliðaár- stöð, sem bygð væri nú samkvæmt fyrirliggjandi áætlun ekki vera hærra en það, að rajmagnsljós yrðu ódýrustu Ijós, sem kostur er á nú og gera má ráð fyrir, að kostur verði á jyrst um sinn. Því til sönn-

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.