Fréttir

Tölublað

Fréttir - 23.09.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 23.09.1918, Blaðsíða 2
2 FRETTIR Kirsch liðsmaðar í erlendn liðsveitinni í her Frakka. Oleefraför frá Kamernn til skotgrafanna þýzku, ófriðarárið 1914—15. Eftir Ilans Paasche. (Frh.) Verzlunarfélagið hét Jáckel & Co. Stjórn- endur þess voru eigi hneptir í varðhald, en höfðu orðið að lofa því, og leggja við dreng- skap sinn, að strjúka ekki. Tveir Englend- ingar snæddu með oss. Síðla kvölds var farið með okkur til sjúkra- hússins. Skyldum við vera þar um nóttina. Meðan við sátum úti fyrir herbergjum okkar, gengu tvær hjúkrunarkonur um ganginn. Við buðum hæversklega gott kvöld, en vesalings heimskingjarnir litu okkur að eins fyrirlitn- iugaraugum. Brun hafði náð í ensk blöð, og séð hve einhliða frásögnin var, og hve fyrirlitlega var farið orðum um alt sem þýzkt er. »Lítið þið á þær, þannig er skrillinn, sem er svo blind- aður, að hann trúir öllu sem ensku blöðin ljúga. Fetta er það andstyggilegasta sem stríð- ið hefur í för með sér«, sagði Brun. Við sáum allir hvern veg þessu nú var farið. Nú var þjóðarhatrið alt í öllu, mann- gildi einstaklinganna var nú að engu metið. Um nónbil kom til okkar enskur lögreglu- maður, og skipaði okkur að fylgjast með sér. Leið okkar lá um svertingjaþorpið og að húsi einu afskektu og fremur óálitlegu. Það var iðnskóli handa svertingjum. Okkur var visað inn í herbergi eitt. Vegg- irnir voru kaldir og rakir. Gólflð var steypt, og á því lágu sængurföt. Ennfremur voru þarna bekkir. Margar dyr og gluggar voru á herberginu, og nefndum við það því »Ioftgóða fangelsið okkar«. Eldhús var þar í útbyggingu einni. Englendingurinn leyfði okkur að hafa hjá okkur svörtu þjónana. »Föstudagur« minn fékk að vera hjá mér. Eg hafði fengið hann í frumskógunum hjá Lagos. Kunni hann þá enga siðu hvitra manna, og hafði aldrei séð mann borða með hníf og kvísl. Með þolin- mæði mikilli hafði eg síðan siðað hann, og var hann nú hinn bezti þjónn. Þegar eg tala um hann, dettur mér í hug saga þessi: í Lagos hafði eg eitt herbergi til umráða í húsum Wörmann's. Eitt sinn var eg þar inni, og þjónn minn líka. Eg gekk þá að veggnum og kveykti rafmagnsljósið. Eg heyrði þá óp mikið og »Föstudagur« þaut út. Eg varð að bera böggul minn heim. Morguninn eftir sagði »Föstudagur«, svo sem sér til afsökunar: i>Massa, I fear to much dem lighta (Herra, eg varð svo hræddur við Ijósið). í herbergi einu, rétt hjá fangelsi okkar, stóð bókahylla ein. Voru þar enskar bækar og blöð. Hékk þar landabréf af ensku ný- lendunum og Togo. Hjá því hékk og stórt landabréf af öllum hnettinum. Lögreglustjórinn heimsótti okkur oft, og skýrði þá fyrir okkur hrakfarir þær, sem Þýzkaland mundi fara i ófriði þessum. Hann benti þá á landabréfið og sagði: »Sko, alt þetta verður ensktl Það verður hörmulega lítið eftir af þýzkalandi! þýzka- land verður minkað á báða vegu. Hérna megin tekur Frakkland sneið og Rússland binum megin«, og hann benti i áttina til Berlínar. Við hlustuðum þegjandi á þessa stjórnmála-landafræðikenslu. þjóðverjarnir í borginni voru enn þá frjáls- ir. þeir urðu að vera komnir heim til sín á ákveðnum tíma, og máttu ekki koma í þann hluta borgarinnar sem svertingjarnir bjuggu í. Kvöld og morgna urðu þeir að gera vart við sig í kastalanum. Accra var gömul portúgölsk nýlenduborg. Hún var öll einskonar kastali. Fyrstu dagana fengum við að ganga um borgina og þiggja heimboð af þjóðverjunum. Eg naut oft gestrisni trúboðssveitarinnar frá - Basel. Á öllum götuhornum hafði stjórnin látið festa upp svolátandi auglýsingu: »í nafni hans hátignar Bretakonungs: Þýzkalandskeisari er voldugur maður. Hann hefur lengi búið sig undir það, að fara með ófrið á hendur stjórnanda Frakklands. Til þess að geta komið fram þessum fyrirætlun- um sínum, hefur hann ráðið með morðum og ránum á lítið land. Konungurinn i því landi er hollvinur Bretakonungs. Þess vegna urðu Englendingar að hefja ófrið á hendur Þjóðverjuin. Þessir Þjóðverjar eru mjög hættuleg og herská þjóð, sem menn óttast, af því að hún hefur svo marga hermenn. England heitir á sérhvern Kiddabúa, til þess að sigra þenna óvin. Stjórnin verður að fá vitneskju um alt hið illa sem Þjóðverjar fremja í nágrannalandinu Togo. Nú eru margir Þjóðverjar í enskum löndum. Við megum þó ekki láta þá gjalda hermdarverka keisarans, við verðum að hlífa þeim. En ef þeir gera eitthvað ilt af sér, verðum við að beita gegn þeim hörku«. Eg og Brun stóðum og vorum að lesa eina þessara auglýsinga. Gerði Brun drjúgum gys að henni. Svertingjarnir og þegnar Bandamanna skapraunuðu okkur mjög, er við vorum á ferð um bæinn. Átti þá Brun oft fult i fangi með að stilla sig. Urðum við að hætta að ganga um borgina. Við tókum að spyrja hvern veg farið væri landinu umhverfis, er við höfðum náð okkur eftir ógnir ferðarinnar. Eg hafði ásett mér að flýja, og tók nú að leita frétta um hitt og þetta, er gat mér að gagni komið. Dag nokkurn bættust í hóp okkar þýzkir fangar frá Togo. Voru þeir illa til reika. Höfðu þeir verið teknir til fanga í umsátinni um Kamina. Meðal þeirra var héraðsfógeti og verkfræðingur. Foringinn hafði fallið. Þeir voru látnir búa i herbergi við hliðina á okkar. Þeir fengu ný föt hjá Englending- unum. Eg heimsótti þá hið allra fyrsta sem mér var unt. Verkfræðingurinn hugði að landar vorir mundu geta varisl féndunum í norðurhluta landsins. Hann var maður gáfaður mjög. Safnaðist að honum fjöldi vorra manna, og voru þar rædd ýmis mál. Verkfræðingurinn átti mestan þátt samræð- anna. Hann kvað mjög mikið starf fyrir hendi í Afríku að striðinu loknu. Hann kvað brezku nýlenduna Nígeriu vera fyrirmynd. Þar hafði verið bannað að láta jarðir og lóðir ganga kaupum og sölum. Varð það því valdandi, að svertingjarnir fengu fasta bústaði og þeim jókst dugnaður og iðni. í fyrstu hugðust menn gera gys að verk- fræðingnum, en brátt kom það. í ljós, að hann hafði hugsað svo vel mál þetta aö eigi varð móti mælt skoðunum hans. Einkum vakti hann athygli okkar sjóliðanna. Kvað hann þetta vera verk, sem við ættum heiður- inn af, að hafa fyrstir byrjað á. Þegar Kiautchau hafði verið unnið, hafði sala á jörðum verið bönnuð. Gagn það, er þetta leiddi af sér, mundi verða heiminum Ijóst, jafnvel þótt nýlendan yrði tekin af Þjóðverj- um. Að nokkrum dögum liðnum var tekið að gefa nánari gætur að okkur en áður. Þjóð- verjahatrið var stöðugt að aukast. Maturinn var góður. Fisk fengum við við og við. í fyrstu steiktum við hann. Eigi féll okkur hann þann veg í geð. Undirfor- inginn var úr fiskiþorpi einu við Norðursjó- inn. Reykti hann nú fiskinn í tunnu einni. Varð hann ágætur matur, og dáðu Englend- ingarnir okkur mjög fyrir þetta. Við bjuggum okkur til manntafl úr pappa, er okkur tók að leiðast. í bókaskápnum fann ég ýmsar bækur, er eg hafði yndi af. Sömu- leiðis verkfræðingurinn. Eg gaf all-mikinn gaum að jurtum þeim og dýrum, sem þarna voru i umhverfinu. Eitt skordýr var þar all-skrítið. Höfuðið var rautt, miðhlutinn gulur og það var svart að aftan. Kvendýrið var grænleitt. Dýr þessi sveimuðu í sólskininu, og karldýrin flugust á um kvendýrin. Þegar tvö karldýr háðu ein- vígi, börðu þau hvort annað með afturhluta búksins. Eg hef altaf verið hinn mesti dýra- vinur og getað unað við það löngum og löngum að virða fyrir mér lif dýranna. Við fréttum ekkert annað af stríðinu, en það sem stjórnin vildi vera láta. Ef til vill hefur gæzlumaðurinn litið þann veg á ófriðinn, sem hann skýrði okkur frá, en sennilegra er, að hann hafi logið víssvit- andi, er hann skýrði okkur frá því að hörmu- lega væri ástatt fyrir Þýzkalandi. Blöðin sem bárust okkur í hendur skýrðn að eins frá ósigrum Þjóðverja og sundrung þeirra á milli, en samheldni og einlægum vilja Bandamanna að sigra þá að fullu. Við og við fengum við bjá trúboðanum frá Basel svissnesk blöð, og virtist okkur þar annan veg frá skýrt. Var oss bannað að lesa þessi blöð, er yfirvöldin komust á snoðir um þau. Þann veg vorum við ávalt fullir kvíða um hag föðurlandsins, þótt margir okkar væru hugrakkir menn og reyndir. En það var ekki heldur hughreystandi aft vita Togo verða að gefast upp. Ef til vill hefur foringi borgarliðsins haldið að jafn-létt mundi veitast að sigra Þýzkalánd. í heila hans var það þann veg: Togo; til hægri franska nýlendan Dahome, til vinstri Gull- ströndin brezka: Togo ekki framar til. Þýzka- land; til hægri Rússland, til vinstri Frakk- land og England: Þýzkaland eigi framar ® landabréfum. Mér hefði verið yndi að sjá framan i hann, þegar hann varð að horfa á þýzka, tyrkneska, austurríska og búlgarska fánann blakta stöðugt yfir stærra og stærra svæði á landabréfinu hans. En ef til vill hafa brezkn blöðin hlíft honum við slíkri sýn. Var það okkur mikil meinabót, að við máttum skrifa ®ttingjum okkar. Eg skrifaði foreldrum mínum og sagði þeim að mér liði ágætlega. Lögmaðurinn fór mjög einförum. Löngum og Jöngum sat hann á rekkju sinni i þung- urn tmgsunum. Eg gekk og klukkustundum saman aleinn í garðinum og hugsaði ráö mitt. Félagar mínir komust brátt á snoðir um það, að eg hugði á flótta. Töldu þeir það hina mestu fásinnu. »Hvert ætlarðu maður?« sögðu þeir, og litu upp frá taflinu. »Það verður bara farið ver með þig, ef þu reynir að strjúka.« — »Við verðum líklega að stytta okkur stundir við að teíla, meðan þessi ófrið- ur stendur«, sagði einn þeirra brosandi. Frh.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.