Fréttir

Issue

Fréttir - 13.10.1918, Page 2

Fréttir - 13.10.1918, Page 2
2 F R E T T I R Kirsch liðsmaður í erlendu liðsveitinni í her Frakka. ölæfraför frá Kamernn til skotgrafanna þýzku, ófriðarárið 1914—15. Eftir Ilans Paasohe. (Frh.) Kynlegar tilfinningar brutust um í brjósti mér, er eg hélt í áttina til varðarins. Vörðurinn skipaði mér að haga ferð minni þann veg, að hann misti aldrei sjónar á mér. Alt í einu flaug mér í hug að stökkva á manninn og hrifsa af honum byssuna. Eg virti hann fyrir mér, en hann virtist við öllu sliku al-búinn. Hann blés í pípu eina, og leið eigi á löngu unz tvo aðra landamæra- verði bar þarna að. Eg lézt hinn saklaus- asti, og hafði nú fyllilega náð mér aftur. En verðirnir létu sér fátt um finnast, og auðséð var að þeir voru engin börn i þessum sök- um. Þeir gerðu gys að mér, og glöddust sýni- lega af því, að flótta-tilraun mín hafði mis- tekist. Annar aðkomu-varðanna tókst á hend- ur varðstarf þess, sem hafði fundið mig, en hinir lögðu af stað með mig. Héldum við fyrst götuslóða. Síðan komurn við brátt á þjóðveginn, og eftir honum héldum við til toll-stöðvarinnar. Á leiðinni mættum við telpum nokkrum. Voru þær glaðar mjög. Voru þær að koma úr kirkju, og höfðu tínt blóm á leið sinni. Sá eg að þær kendu i brjósti um mig, og var mér það til hinnar mestu hugarhægðar. Sennilegast þótti mér, að fólk það sem nærri landamærunum byggi, ætti mjög í höggi við landamæra- og toll-verði, og að telpurnar mundu hafa séð farið á sama veg með ein- hverja ættingja sína, sem nú var með mig farið. Fjöldi tollþjóna safnaðist um okkur, er á tollstöðina kom. Farið var með mig inn, og menn tóku að tala um mig. Lét eg mig það engu skifta, heldur hugsaði að eins um sult Cbarles Garvice: Marteinn málari. 286 »Og nú ætla eg að mælast til, að þú sért ekki að draga mig lengur á þessum vísbend- ingum þínum, sem eiga að forða Marteini falli, fyrst eg hef nú gengið að öllum skil- yrðum þínum«. ^Þær eru þessar«, sagði hún. »í gærkvöld vildi svo vel til, að eg ók ofan á mann skamt frá Bláskógum, og virðist svo sem hann sé ítalskur og hafi nýlega komið til Greymere«. Tom komst þegar auðsjáanlega í ákafa geðshræringu. »Haltu áframl« brópaði hann, og varð Charlotta við þeirri ósk hans, enda hafði hún nú borið það úr býtum, sem hún ætiaði sér. »Við vorum svo heppin að rekast á lækni, sem tók manninn heim til sín, og hýsti mig um nóttina. Mér varð af hendingu gengið inn í herbergið, þar sem ítalski maðurinn lá, og fór eg þá um leið að gæta að, hvort meiðslin væru eins mikil og af var látið 1 fyrstu. Heyrði eg þá aðr hann var að tauta eitthvað fyrir munni sér í óráðinu. Hann var altaf að stagast á sömu orðunum upp aftur og aftur, og hélt eg í fyrstu að ekkert væri að marka þetta óráðshjal hans, en eins og þú veizt, þá er eg all-vel að mér í itölsku, og fór eg þá að hlusta betur eftir tali hans af tómri forvitni. Eg heyrði hann nefna nafn Marteins Dungal í sambandi við einhverja minn og þreytu. í Qörutíu stundir hafði eg fastandi verið. Spurði eg nú hvort eigi mundi mér matur gefinn. Mér var borið kaffi, ostur og brauð. Tollverðirnir tóku að spyrja mig spjörunum úr, en eg kvaðst að eins verið hafa á skemtigöngu. Þeir hlógu og foringinn mælti: »Við fáum nú bráðum að vita það!« Siðan símaði hann eftir tveimur riddurum. Skömmu síðar heyrðust hófaskellir úti fyr- ir. Tveir riddarar komu inn, kvöddu foringj- ann að hætti hermanna og biðu síðan skip- ana hans. Hann fékk þeim skjal eitt, og stigu þeir síðan á bak hestum sínum, og létu mig sem glæpamann ganga á milli hestanna. Eftir klukkustund komum við að járn- brautarstöðvum þeim, sem eg hafði farið frá all-vongóður daginn áður. Við höfðum að eins nutnið einu sinni stað- ar á leiðinni, og varð þá hið mesta uppþot meðal þorpsbúanna. Eg gladdist af því að orðið var dimt af nóttu, er við lögðum af stað af nýju. Annar riddaranna hafði fengið félaga sínum hest sinn, og sté síðan inn í járnbrautarklefann með mér. Síðla kvölds komum við til Bayonne. Án allra umsvifa var farið með mig í herfang- elsi. Var þar sök mín skráð í bók eina, og eg að því loknu látinn inn í klefa einn, og luktust dyr hans á leyndardómsfullan hátt. Eg var örmagna af þreytu og varpaði mér á rúmfletið, og vafði mig ábreiðum þeim sem fangavörðurinn hafði fengið mér. Þrátt fyrir allar raunir mínar sofnaði eg brátt, enda var miðstöðvarhitun í klefanum, og hann hin mesta Paradís borinn saman við sæluhúsið, sem var náttstaður minn nólt- ina áður. Fyrir herrétti og í fangelsi. Morguninn eftir svaf eg vært, unz fanga- vörðurinn drap á dyr. Hann færði mér kaffi og brauð. Síðan var eg einn tii hádegis. Hár 287 konu, sem hann kallaði Dellu, og það hugsa eg að sé sama konan, sem Marteinn er grun- aður um að hafa myrt í Greymere-skógin- um«. »Já, auðvitað«, sagði Tom óþolinmóður. »og hvað svo meira —«. sÞví næst heyrði eg hann segja að hann hefði skuldbundið sig til að ráða hana af dögum í hefndarskyni fyrir það, að hún hafði ljóstað upp um leynifélag þeirra, og að hann væri sjálfur nýsloppinn út úr fangelsi. Hann fór svo að fjasa um hitt og þetta, og skildi eg minst aí því,’ nema það eitt, að hann hefði kastað henni i pollinn. Svo heyrði eg að hann sagði skýrt og greinilega: »Ef þú vilt láta af hendi við mig fé það, sem Marteinn Dungal var að greiða þér rétt í þessu, þá skal eg undanfella að framkvæma dóm þann, sem feldur var yfir þér af þeim félagsmönnum, sem nú eru lausir úr fang- elsi«. — Eg hef nú íhugað þetta rækilega, og þykist hafa fulla ástæðu til að ætla, eins og þú hlýtur líka«að sjá, að væri þessi maður krufinn til sagna, þá mundi það koma upp úr kafinu, að það er hann, og enginn annar, sem morðið hefur framið«. Tom var bæði kunnugt um samband Mar- teins við leynifélagið, og eins um tengdir hans við dauðu konuna, og sá hann þegar i hendi sér, að frásögn konu hans var jafn og grannur liðsforingi gekk inn í klefann, er eg hafði snætt hádegisverð. Liðsforinginn spurði mig þurlega spjörunum úr. Fangavörðurinn spurði mig, er liðsforing- inn var farinn, hvort eg vissi hver þetta hefði verið? Eg kvað nei við. Sagði hann mér þá„ að maður þessi skyldi rannsaka málið og verja mig. Síðari hluti dagsins var mér all-dapurleg- ur. Eg gekk fram og aftur í klefa mínum og hugsaði ráð mitt. Eg vissi að eg mundi skotinn verða, eða þá látinn vinna þræla- vinnu, unz eg væri til einskis orðinn nýtur. Féllst mér nú all-mjög hugur, og fanst það hið mesta góðverk, ef dómarar mínir leyfðu mér að rita bréf foreldrum mínum. Næsta nótt var mér löng og leið. Hafði eg drauma erfiða og eg hrökk oft upp með and- fælum. Morguninn eftir var eg kallaður fyrir rétt. Eg játaði alt, sem mig rak nauður til að játa, en er menn vildu bera mér það á brýn, að eg hefði haft flótta í hyggju, þá neitaði eg all-einbeittur. Síðari hluta dagsins bar það við, er kom mér að hinu mesta gagni, þótt eigi gæti það virzt mikilsvarðandi í fyrstu. Fangavörður- inn færði mér blátt bréf. Hann var maður aldraður, ruddalegur í framgöngu, en dreng- ur hinn bezti. Bréfið var frá Biarritz frá vin- stúlku minni. Var hún all-reið og veitti mér þungar átölur fyrir sviksemi mína. Eg lagði bréfið á rúmfletið, er eg hafði lokið lestri þess. Mér fanst það engu máli skifta. Síðar um kvöldið varð mér litið á bréfið. Datt mér þá alt í einu í hug, að ef til vill hefði flóttinn gengið að óskum, ef eg hefði haft með mér meyna. Þessi hugsun varð þess valdandi, að mér datt í hug að verið gæti að bréf stúlkunnar gæti bjargað mér. Eg stakk nú bréfinu í vasa minn. Voru þar tvö bréf frá vinstúlku minni. Frh. 288 mikilsverð vísbending og hún hélt fram. E« honutn var einnig ljóst, að þetta varð að rannsaka frá rótum og það sem allra fyrst. Crocker lögregluþjónn hafði neyðst til að biðja um leynilögreglu frá Lundúnum sér til aðstoðar, jafnvel þótt hann hefði helzt óskað að fjalla einn utn þetta mál sér til frama og frægðar. Því var að tveim dögum áð- ur en Charlotta kom, hafði leynilögreglu- maður komið þangað frá Lundúnum, næsta íbygginn að sjá, og gekk hann undir nafninu Smithson. Tom Gregson ásetti sér nú að finna bann að máli og segja houum upp alla sögu, enda hafði hann þegar haft tal af hon- um og fallið hann vel í geð. Leynilögregluþjónninn hlustaði með at- hygli á frásögu Charlottu, og gerði engar at- hugasemdir við hana, en spurði Charlottu hins vegar, hvort hún mundi vera fáanleg til þess að fylgja sér þegar í stað út að Blá- skógum. Gaf hún kost á því, enda vissi hún sem var, að maður hennar mundi fá ástæðu til að bregða loforði því, sem hún hafði neytt út úr honum, og nota sér það, ef frá- sögn hennar reyndist ekki sönn og rétt í alla staði. Hún bauð því leynilögreglumann- inum að aka í vélarvagni sínum, og héldu þau tafarlaust af stað til Bláskóga, og var Tom í för með þeim.

x

Fréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.