Fréttir - 29.10.1918, Síða 1
DAGBLAÐ
180. blað.
Eeykjavík, þriðjndaginn 29. október 1918.
2. árgangnr.
Leikhúsið.
Nú er svo langt um liðið, síðan
.Páll Steingrímsson lét oss sjá inn
til sín, að það er verulegt nýnæmi
að hitta hann aftur. Hann lætur
litið yfir sér, en hann sígur á, og
sízt er það ágóði fyrir oss leikhús-
gesti, að langt líði milli þess, er
leikrit eru sýnd eftir hann.
Kvöldið í gær var með hinum
beztu leikkvöldum, leikritin ný-
næmi og leikurinn góður og sam-
hent fólk.
Bónorð Semings er spegill og
iangt frá því að vera spé-spegill.
f þeim spegli má sjá einn þátt
jnenningarinnar á ættarnafna og
andríkisöld þessa lands. Þó lætur
höf. smáskrítni og góðlátlegt gaman
gera mönnum sýnina aðgengilegri.
Geta menn því rólegir farið og
séð þessa aldarfars ádeilu, að þeir
-eiga víst, að geta brosað oft og
einatt og farið síðan glaðir heim
-og gleymt — ekki.
Guðrún Indriðadóttir leikurgamla,
drykkfelda konu og tekst verulega
upp, svo að áhorfandinn gleymir
ekki þeirri kerlingu í hráðina. —
Soffia Guðlaugsdóttir leikur dóttur
hennar, heimtufreka daðursskjóðu,
prýðiiega og er oft hlegið að til-
svörum hennar. — Jón Vigfússon
leikur biðilinn skemtilega og hlógu
menn dátt að honum.
Gesturinn var mér hin hugnæm-
asta skemtun. Þvi að samkend
skáldsins við sorgmædda einstæð-
inga hlýtur að veita yl og verma
menn nú á þessari kaldrifjuðu
matar-öld. Telpa ein, niðursetn-
ingur, er fjarskygn og sér fylgju
gestsins, sjálfs hans æfiharm og
kvíða. Verður þetta tilefni til þess,
að áhorfendur sjá inn i hug hjón-
anna. Hann er latur, heimskur,
huglaus og illviljaður, en hún þvert
á móti. Myrkfælnin er tilefnið til
að þetta kemur alt fram og verður
margt hlálega skrítið í viðskiftum
■öúanda við konuna og sveitar-
ómagann. Þegar svo gestur guðar
á gluggann, þá vill bóndi ólmur
úthýsa honum og reynir að hræða
konu sina lil þess, en telpan fer
á meðan og lýkur upp fyrir gest-
inum. Hann er fjörgamall maður
•og telpan fær hann með spurning-
um sínum til þess, að segja frá
æfiharmi sínum. Hann hefur leitað
konu sinnar í 50 ár, og er hann
sýnir telpunni mynd af konunni,
þá kennir hún, að þar er konan,
•sem hún sá á undan gestinum.
Loftskeyti.
I. Brezkar fréttii* 28. okt.
Siðasta svar þjóðverja til Wilsons.
Síðasta svar Pjóðverja til Wilsons forseta hljóðar svo:
»Pýzka stjórnin viðurkennir móttöku á svari forseta
Bandaríkjanna. Forsetanum eru kunnar hinar róttæku
breytingar er gerðar hafa verið og enn er verið að gera
á stjórnarfyrirkomulagi Lýzkalands. Friðarsamninga
mun hafa með höndum þjóðræðisstjórn, sem hefur af-
gerandi löglegt vald samkvæmt stjórnarskipun ríkisins,
og hermálavaldið verður einnig háð.
Þýzka stjórnin bíður nú eftir uppástungum um
vopnahlé, sem leitt geti til réttláts friðar, slíks sem for-
setinn hefur lýst í tilkynningum sínum.
Solf. utanríkisráðherra.«
Auglýst er að þeir Lloyd George og Balfour haíi báðir
farið með herfylgd til Frakklands. House hershöfðingi
er kominn til Parísar.
Fra Austurríki-Ungverjalandi virðist svo, eftir ýms-
um heimildum, að hin ýmsu riki þar, þar á meðal
þýskir Austurríkismenn, hafi haldið ráðstefnu undir for-
sæti Karoiyi greifa, til þess að búa undir vopnahlé og
friðarsamninga óháð öllum öðrum þjóðum.
Karl keisari er farinn til Ungverjalands og ætlar að
dvelja þar um sinn.
IX. París 25. október kl. 15.
b'rakkar hafa barist í nótt við Pjóðverja og sótt
fram milli Oise og Serre, tekið De la Wlotte-bæinn vestan
Giese, farið fram hjá Monceau-de-Neuf, og fært víglín-
una fram til Lisieres vestan Bargny-skóga. Hjá Serre
tóku þeir 123. hæð norðan Crépy-sur-Serre. Austar hafa
þeir náð fótfestu í skotgröfum Pjóðverja norðan Froid-
mont-Cohertille og tekið þær, þrátt fyrir mörg gagn-
áhlaup, og fanga sömuleiðis. Austan Rethel hafa þeir og
Bandaríkjamenn unnið ágæta sigra og sótt fram í skóg-
inum austan Attigny, — tóku þeir þar 172 fanga, þar af
47 liðsforingja.
Hvar fást
Teiknibólur
og
Bréfaklemmur?
Hvergi í bænum —
nema í
Ritfangaverzlun
cheoðórs ^rnasonar
Austurstræti 17
Spyrjist fyrir þar, áður en
þér leitið annað, um það
sem yður vanhagar um af
ritföngum og þvi um líku.
bar eru gefin skjót og greið svör
og fæst þar flest sem um er
spurt, — og allir fara þaðan á-
nægðir, því að verðið er yfirleitt
sanngjarnara en annarsstaðar.
t
Gat hún því frætt gamla manninn
um, að konan hefði drekt sér í
ánni. En þá vill gesturinn ekki
dvelja lengur, heldur fara í ána,
sem þar er skamt frá, en ekki
hefur hann brjóst i sér til þess,
að skilja svo góða og greinda telpu
eftir á miskun sveitarinnar, heldur
tekur hana með sér.
Leikfólkið er . hið sama sem í
hinum leiknum. Guðrún Indriða-
dóttir leikur telpuna ágætlega og
hefur merkilega gott vald á svip
sínum, er dá-sýnirnar koma yfir
hana. Soffia Guðlaugsdóttir og Jón
Vigfússon leika bjónin all-vel og
þykir oft gaman að sjá og heyra
viðskifti þeirra. Ullarkambar eru
ekki mikilvægir, en gömlum sveita-
mönnum þótti þeim ekki beitt sem
bezt. — Helgi Helgason lék gest-
inn, var leikur hans góður, sam-
ræmur og yfirlætislaus. Fótti leik-
húsgestum gaman að sjá hann
aftnr á leiksviðinu.
Bjarni Jónsson frá Vogi.