Fréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - 29.10.1918, Qupperneq 3

Fréttir - 29.10.1918, Qupperneq 3
FRETTIR 3 var nú fölur og tekinn ásýndum. Hann hafði eins og elzt um tutt- ugu ár siðan hann var burtnum- inn og ger útlægur. Var hann klæddur i gráan einkennisbúning óbreyttra rússneskra hermanna, með knéhá stigvél á fótum ogí víð- um buxum. Eftir að hafa klætt sig með mestu erviðismunum, yfirbugaðist hann alveg allra snöggvast og hné máttþrota út af á rúmstokknum. Að nokkrum augnablikum liðnum tók bann að ná sér aftur, og skip- aði lögreglustjórinn varðmönnun- um að setja á hann handjárn á meðan hann væri leiddur til rétt- arsalsins. Frh. Trú og töfrar. Eftir Edv. Westermarck prófessor. (Frh.) í Síraks-bók er frumhugsunin mjög greinileg í þessu efni: »Heiðra þú foreldra þína í orði og verki, svo að blessun þeirra hríni á þér. Því blessun föðursins byggir hús barnanna, en bölvun móðurinnar rífur það að grunni.« Meðal ýmissa annara fornaldar þjóða — Egypta, Indverja og Az- tekanna í Mexikó — er heitorðið um langlífi gefið sem laun fyrir hlýðni við foreldrana, sennilega af sömu ástæðum. I riti sínu um lögin fer Plato mörgum orðum um mikilvægi hlýðni barna við foreidra sína: Bölbænir föður og móður eru máttugri öllum öðruin bölbænum, og eigi er minni máttur.blessunar- óska foreldranna til handa börn- unum. Að skoðun Grikkja stóðu refsinornir að baki foreJdranna, er hefndu ranginda, sem börn beittu foreldra sína, og þessar refsinornir foreldranna voru vafalaust ekki annað en persónugervingar á böl- bænum þeirra. Stundum er þessi starfsemi tengd við æðsta guðinn, sjálfan Seif. Hesíódos segir, að ef einhver geri sig sekan i óhæfilegu framferði við aldraðan föður eða móður, þá reiðist Seifur og refsi fyr eða síðar syni þeim eða dóttur, er svo fer að raði sinu. Rómverjar áttu sína divi parent- um — foreldraguði — er einnig ber að telja persónugervinga af bölbænum foreldranna. í fornum lögum, er sagan eignar Servius Tullius, er svo fyrirmælt, að ef sonur slær annaðhvort foreldri sitt og þau kvarta undan honum, kemur hefnd foreldraguðanna yfir * bann. Frh. RITFANGAVERZLUN Theódórs Árnasonar, Sími 231 Sími 231 17 AUSTURSTRÆTI 17 Alls konar psppír: Póstpappír, Embættisbréfapappir, Þerripappír, Teiknipappír, Umbúðapappír, Umslög. Reikningaeyðublöð, Reikningabækur, Vasabækur, Visitkort. Ritblý. Bréfspjalda-albúm, Smámynda-albúm, Myndabækur, Bréfspjöld. Litarkassar. 1 heildsölu til kaupmanna op böksala: ----- Vasabækur margar tegundir. --- Mun lægra verð en hjá heildsölnm hér. Nokkrir fyrirlestrar og ritgerðir eftir Jjarna 3ðnsson frá Vogi. Galdra-Loftur. Mál og menning. Sjálfstæði íslands. Bundinn er bátlaus maður. Menningarstraumar og ómenska. Viðhaldsdygðir þjóðanna. Stjórnarskráin á Alþingi 1915. Fæst í bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar. Hvað er í fréttum? FreijiMtir oj Freyjnfár eftir Steingrím Matthiasson er endurprentað og fæst hjá öllum bóksöium. Afgreiðsla „Frétta” er 1 Austurstrœti 17, ^íuii 231 Auglýsendur geri svo vel að snúa sér þangað. Kaupendur geri svo vel að snúa sér þangað. Par er tekið við nýjum áskriíendum. „cTr£ttiru eru Sezfa auglýsingaBlaéié. Spánsha veikin. Almenn er hún ekki orðin enn Prentsmiðjan Gutínberg. þá, en með þvi að hún er miklu næmari en í sumar, þá má búast við skjótri útbreiðslu. Stjórnarráðinu barst í gær skeyti frá Kaupmannahöfn og var þar sagt, að það sem hættulegast væri við veikina, væri lungnabólgan, sem hlypi í suma sjúklingana. Af þeim sem hana fengju, dæi til jafn- aðar fimti hver maður. Eins og sjá má af erlendum fregnum, er veikin sjálfsagt ekkert skæðari þar en inflúenza hefur oft verið hér á íslandi. Veturinn 1893—4 gekk hún hér um landið og var víða mjög mannskæð. — Austur á Héraði var sagt að dáið hefðu alt að 100 manns. í einni sókninni dóu 26. Læknarnir í Kaupmannahöfn hafa þá reglu, að skipa fólki í rúmið jafnskjótt og það kennir sér meins, og svo verði það að liggja tvo daga eftir að hitinn sé horfinn til að varast lungnabóiguna. Kötlugos í Keyhjavík. Stórkostlegt Kötlugos sézt í dag í glugga verzl. »Vísis« á Laugav. 1. — Er það mynd eftir Einar Jóns- son málara. Sést þar eldgosið pg jökulhlaupið með jakaburði mikl- um. Einar er fæddur og uppalinn þar eystra, hefur áður málað myndir af eldstöðvunum, en hefur nú að eins bætt við eldstróknum og hlaup- inu. Myndin er áhrifa-mikil og ægileg. I næsta glugga á sömu búð er uppdráttur mikill og prýðilegur af Kötlu og grendinni við hana eftir Sam. Eggertsson skrautritara, eftir nýjustu uppdráttum. Saltskip þrjú hefur landsverlunin fengið nýlega frá útlöndum. Borg er nú á Akureyri að skipa upp kolum. Mun taka þar fiskfarm til Englands. Kemur liklega hér við áður en hún fer út. Willemoes er væntanlegur til Akureyrar i dag. Á að skipa upp steinolíunni þar og á Vestfjörðum, snýr siðan við austur á Húnaflóa og tekur þar kjötfarm til Noregs. Frances Hyde liggur nú hér við Bakkann og er að skipa upp kjölfestu. Tekur siðan fiskfarm til Englands, en fer þaðan til Ameríku. Gnllfoss fór frá New-York hingað á léið núna fyrir helgina. Sterling Var á Vopnafirði í gær. Hefur tafist talsvert vegna óveðurs. Kveikingartími fyrir bifreiðar og reiðhjól í Reykjavík kl. 6.

x

Fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.