Fréttir - 31.10.1918, Side 2
2
FRETTIR
Fréttir.
Kosta 5 aura eintakið í lausasöla.
Fyrir fasta kaupendur 1 kr, á mánnði.
Aufílýtsin^avorð s 50 aura
hver centimeter i dálki, miðað við
fjórdálka blaðsíður.
Aí^reiðala í Amstur*
Straetl V?, tsími 831.
Við augrlýsingrnm er tekið á af-
greiðslnnni og í prentsm. tíutenbergr.
Útgefandi:
Félag í Beykjavík.
Ritstjóri:
Guðm. Guðmundsaon,
skðld.
Sími 448. Pósthólf 286.
Viðtalstími venjulega kl. 4—5 virka
daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti.
Ný bók.
írland, eftir dr. G. Ch.
Hill, Guðbrandur Jóns-
son þýddi.
Þessi bók er nýlega komin út
hjá Ársæli Árnasyni bóksala. Er
hún söguleg lýsing á menningu íra
og undirokun þeirra frá því er
afskifíi tókust milli þeirra og
Englendinga. —
Bók þessi er í litlu átta blaða
broti, 150 bls. að lengd, og hefur
mikinn fróðleik að geyma um þjóð,
sem er oss íslendinguin nákomin,
því að eigi allfáir forfeðra vorra
eru þaðan komnir. — Er þar fyrst
lýst hinum langa og glæsilega
menningarferli íra, sem voru frið-
söm öndvegisþjóð í Vestur-Evrópu
um 1000 ára skeið og lengur. En
þeir voru meiri mentamenn en
hermenn og fengu fljótt að kenna
á hnefunum á Engilsöxum, er veldi
þeirra hófst á Bretlandi. Hefur síð-
an svo að segja ekkert lát orðið á
hörmungum íra fram á þennan
dag. Og þótt nú virðist ætla að
rofa fyrir betra degi, þá mun þess
vart að vænta, að forn frægð lands-
ins verði vakin aftur til fulls, á
meðan veldi Breta er í fullum
krafti þar við hliðina. — Bókin
varpar allskýru ljósi á framkomu
Breta gagnvart smærri þjóðum,
eins og hún er, þegar þeir eru ekki
einir til frásagna.
Þýðandinn hefur samið fróðleg-
an kafla um írland og ísland, er
hann hefur skotið inn í bókina
sem II. kapítula. Er hann um af-
skifti íra og norrænna manna og
landnám hinna fyrnefndu á ísiandi.
Kemst hann að þeirri niðurstöðu,
að »vér eigum írum að þakka
menningu þá og bókmentir sem
þjóð vor er frægust fyrir enn í
dag.« Viðkunnanlegra hefði verið
að hafa þennan frumsamda kafla
sem formála eða eftirmála.
Um sjálfa bókina er það að
segja, að hún er ef til vill full
stutt, þar af leiðandi fljótar yfir
sögu farið og frásögnin þurrari en
annars yrði. En fróðleikur er þar
mikill saman kominn og má mæla
hið bezta með bókinni.
H. J.
Loftskeyti.
£íjlát Rússakeisara.
I. Brezkar íréttir 30. okt kl. 15.
Bretum hepnaðist vel loftárás í gærmorgun við
Englefontaine og tóku þeir 70 fanga. — Her Debeney
hershöfðingja er kominn í úthverfi Guise, en sá bær er
grimmilega varinn. Sunnar hefur hann farið yfir Peron.
— Her Guillomats hersh. átti í orrustu mikilli vestan
Chateau Porcien og tók 850 fanga.
Loftorrustur voru yfir vígstöðvum Breta síðastl.
mánudag. Voru 32 þýzkar flugvélar eyðilagðar og 10
gerðar óstjórnfærar. Breta vantar 8 af sínum flugvélum.
— Loftfloti Breta hefur ráðist á fjölda þýzkra þorpa og
sömuleiðis hervígja í Mannheim, Treves, Saarbriicken, Long-
uyon, Escourez og Thionville.
Sókn bandamanna er ágæt á ítöisku vígstöðvunum á
30 mílna svæði. Er sagt að sýnilega dragi þar úr við-
náminu. Hafa bandamenn tekið Pianar og Parlo-fjall,
austur af Piava, er hefur afarmikla hernaðarþýðingu,
því að af hæðum þessum stóð skothríð Austurríkis-
manna yfir Feneyja-sléttuna. Sjá nú ítalir yfir alt svæðið
norður af Grappa-hliðum alt til Quermo, en brestur á
því hefur til þessa hindrað sókn norður á bóginn. Verða
Austurríkismenn að hörfa úr línum sínum þar í nánd.
ítalakonungur er nýkominn heim frá herstöðvunum
þar sem bæði hersveitir ítala og herteknir Austurríkis-
menn fögnuðu hjartanlega komu hans.
Fangar og heríang llreta.
»Le Temps« telur brezka herinn einan saman hafa
tekið á tímabilinu 3. ágúst til 10. okt. 140.000 fanga og
1600 fallbyssur.
‘V opnalilé.
Innanríkisráðherra Breta sagði í gær á þingi, að eitt
skilyrðanna fyrir vopnahléi yrði að vera að allir brezkir
fangar yrði þegar í stað látnir lausir og sendir heim, og
annað það, að hegnt yrði þeim, er sekir væri um ódáða-
verk, svo að löggild sönnun væri fyrir.
Á Flandrí er aðstaðan óbreytt. Hersveitirnar á Flandri
hafa tekið frá 14.—27. október 18.493 fanga (þar á meðal
331 liðsforingja). Af þeim hafa Belgir tekið 7962, annar
her Breta 6364 og Frakkar 6177. — Herfangið er svo
gífurlegt, að eigi verður tölú á komið, nema fallbyssur
609, sumar afar miklar. Auk þess hafa bandamenn tekið
á sama tíma yfir 1000 hríðskotabyssur.
IX. X?arís 30. október kl. 15.
Norðan Guise hafa Frakkar sótt fram að ánni norð-
an Oise og tekið Beaufort-bæ austan Lesquilles. Ný
sókn við Peron austan Monceau-le-Neuf og fangar tekn-
ir. í Lothringen hafa Pjóðverjar gert árángurslaus
áhlaup.
Stórskotahríðar við Doná í Vidin-héraði. Serbar
hafa hrakið óvinina og er herlína þeirra um Stragari-
Rakar-Riviere-Resava (20 kilóm. norður frá Kragujevatz)
(Frh.)
»Hvers vegna talar þú ekki?«
spurði sjötti dómarinn — fyrirver-
andi vikadrengur eins af herberg-
isstjórum keisarans.
»Ákæran er lýgi. Eg hef aldrei
gert samsæri gegn þjóð lands míns
— aldrei. Síðan útlegð min hófst
hef eg verið undir strangri gæzlu
°g — 0g(<» sagði keisarinn og orð-
in dóu í hálsi hans. Tilfinningar
hans yfirbuguðu hann alveg. Dóm-
ararnir litu hver til annars með
þýðingarmiklu augnaráði.
Það leyndi sér ekki, að keisar-
inn var í mestu hugaræsingu og
yfirkominn sökum þeirrar með-
ferðar, er hann varð nú að sæta.
Hann hugaði í kring um sig eins
og hann væri að skygnast eftir
sæti.
»Vill nokkur ykkar, félagar
góðir, vera lögmaður fyrir Nikulás
Romanofi?« spurði timburverzlar-
inn feiti með uppgerðar tilfinn-
ingasemi, eins og til að sanna, að
þessi dómstóll fólksins væri hinn
réttlátasti.
Hermenn llauðu varðsveitar-
innar öskruðu hver í kapp við ann-
an og einhver á meðal áhorfend-
anna svaraði: »Pessi fyrverandi
einveldisstjóri ætti að kunna lögin
og geta varið sig án lögmanns«. —
»Bravó!« hrópuðu aðrir.
»Herra Romanoff, ef þú hefur
ekkert meira aö segja, er þýöing-
arlaust fyrir okkur að eyða tíma
yfir þér. Við erum hér eingöngu
til að úrskurða í þessu máli og að
tilkynna dóminn«, sagði yfirdóm-
arinn, baðaði út höndum í ákafa
og hrækti yfir borðið á gólfið.
Fimti dómarinn skipaði þá ein-
um þjóninum að færa sér fiösku
af víni og nokkrar brauðsneiðar,
og eftir að hafa fengið ósk sinni
fullnægt, tók hann að snæða með
góðri lyst við réttarsals borðið.
Hvisluðust nú dómararnir á um
stund, og risu svo á fætur og fóru
inn í hliðarstofu salsins. En á
meðan var keisarinn látinn standa
á milli íjögra hermanna, er um-
kringdu hann með brugðnum sverð-
um. Áhorfendurnir voru teknir að
verða hávaðasamir. Raddir hér og
hvar hrópuðu: »Hengið harðstjór-
ann! Niður með einveldisstjór-
ann!«
Keisarinn virtist finna á sér, að
eitthvað ilt væri i aðsigi, athugaði
hin glottandi andlit í kring um sig
og um hann fór eins og kulda-
hrollur.
Eftir nokkur augnablik komu
dómararnir allir til sæta sinna,
talandi og tyggjandi eða reykjandi
vindlinga. Þegar þeir voru komnir
í sæti sín, sióð yfirdómarinn á
fætur aftur, barði hnefanum í
borðið og hrópaði:
»Herra Nikulás Alexandrovitch
Romanoft! Þar sem dómstóll fólks-
ins í Viatka-héraði hefur athugað
vandlega kærurnar gegn þér og