Frækorn - 01.01.1900, Blaðsíða 1

Frækorn - 01.01.1900, Blaðsíða 1
,Bræður, hvað sem satt er og sómasamlegt, hvað réttvíst er, hvað skírlíft er, hvað elskuvert er eða gott afspurnar, hvað dygðugt er, hvað lofsvert er, gefið því gaum.u — FiL 4, 8. — 1900. REYKJAVÍK 1. JANÚAR. 1. BLAÐ. FRÆKOBN. Við byrjun jjessa nýja blaðs skal með fám orðum skýrt frá stefnu þess og tilgangi. Útg, leyfir sér í því tilliti að vitna % þau undur-fögru orð, er sett eru sem einkunarorð undir titli blaðsins: „Brœð- ur, lwað sem satt er og sómasamleg!, hvað réttvíst er, hvað sMrlíft er, hvað elskuvert er eða gott afspurnar, hvað dygðugt er, livað lofsvert er, gefið því gaum.“ Sjálfur hefir hann ekkert hœrra takmark fyrir ritstörf sín en f>að, að framfylgja með trúfestu þessari gullnu reglu, af því liann hyggur, að ekkert hasrra takmark sé til. Blaðið vill leitast við að tala hið einfalda sannfæringarmál kristindóms- ins, laust við ofsa og öfgar, í þeirri vissu, að því nær setn nútíðar-kristin- dómurinn geti komist hinum frumlega kristindómi, bœði hvað trú og líf snertir, því betur muni hann sýna afi sitt til að endurnýja, göfga og hefja bæði einstak- linga og heilar þjóðir. Blaðið vill leitast við að fiytja stutt- ar, fræðandi greinir og sögur, er inni- halda góða lærdóma fyrir líf og fram- ferði manna alment, með einu orði, efni, sem geti orðið mönnum bœði til gleði og gagns. Blaðið verður með myndum. Að öðru leyti verður blaðið sjálft að tala máli sínu. Og þegarþað nú kem- ur lesandi alþýðu fyrir sjónir, minnir það á hið gamla, góða orð: „Prófið alt, lialdið þvr, sem gott er. “ .fíúlíminn og Irúarlífið. Vér lifum á einkar-undarlegum tíma. Alt. er í umbreyting. Hinar miklu spurningar lífsins mæta oss með merkilegum krafti. Efinn hefir étið um sig, svo margir spyrja með skelfingu: „Ilvar er trúin meðal manna?“ Og trúin er þó grundvöllur mannsandans; sá maður, er ekki á hana, er óstöðugur eins og ólgandi haf. Því verður þessi spurning eftir henni svo raunalega alvarleg. Frá prédikunarstólnum hefir oft. verið talað á móti vantrúar- og frí- hyggju-mönnunum svo nefndu, og sumir af ræðumönnunum hafa ekki látið það hjá líða að segja það, að

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.