Frækorn - 01.01.1900, Blaðsíða 7
FRÆKORN.
7
í því bara á helgidögum, en þegar
hann var byrjaður, hafði hann svo
mikia ánægju af því, að það leið eng-
inn dagur án þess að hann læsi.
Stundum varð hann svo hrifinn af
lestrinum, að hann gat ekki hætt, þó
lampinn væri að slokna. Á hverju
kvöldi las hann, og því meira, sem
hann las, því betur skildust honum
kröfur guðs og hvernig hann átti að
fara að því að lifa fyrir guð. Þá
var það eins og stein hefði létt
frá hjarta hans. Fyr, þegar hann
var háttaður, lá hann lengi þunglyndur
og gat ekki annað en hugsað um
drenginn. Nú lá hann stiltur og sagði
aftur og aftur með sjálfum sór:
„Guð, þér sé eilíft lof! Verði þinn
vilji! “
Frá þeim tíma var Marteinn allur
annar maður. Áður hafði hann eins og
sumir aðrir haft þann sið að fara á
veitingahúsin á sunnudögum og
drekka te eða brennivín, eftir því
sem á stóð. Sérstaklega gladd-
ist hann, þegar hann hitti kunn-
ingja sína, sem hann gat setið með
og drukkið. Og þó hann drykki sig
ekki útúr-fullan, þá var hann þó oft
það mikið kendur, að hann gat talað
yfir sig. Og það gat einnig komið
fyrir, að hann næmi staðar á göt-
unni og talaði til alveg ókunnugra
manna.
Nú var hann hættur þessu og það
var komin ró og gleði yflr hann.
[Framh.]
^onfucius, jBuddfia og ^risfuij.
Kínverji, er snúist hafði til kristni,
lýsir Konfucius-trú, Buddhatrú og krist-
indómi á þennan hátt:
Maður nokkur var fallinn í djúpa
gröf, og iá kveinandi á hinum óhreina
botni hennar án þess að geta hreyft
sig. Konfucíusar-prestur gekk þar
fram hjá, leit manninn og sagði:
„ Anmi maður, eg kenni í brjósti um
þig. Því varstu svo heimskur að
steypa þér niður þarna? Lof mér að
gefa þér gott ráð. Ef þú nokkurn
tíma kemst upp, þá farðu aldrei þang-
að aftur". -— „Ég get ekki komistupp,"
kveinaði maðurinn. — fetta er Konfu-
cíus-trúin.
Því næst kom Buddha-prestur þar
fram hjá og sagði: „Aumi maður,
það hryggir mig að sjá þig þarna.
Gætir þú sjálfur komist svo sem tvo
þriðjunga af veginum upp eða að eins
hálfa leið, þá held ég, að ég gætí
náð þér og hjálpað þér.“ En mað-
urinn í gröflnni var alveg hjálpar-
laus og gat ekki hreyft sig. — Þetta er
Buddha-trínn.
Þar á eftir kom frelsarinn. Hann
heyrði hróp mannsins, gekk fram til
hans, rótti hönd sina niður og lyfti
manninum upp, um leið og hann sagði:
„Farðu, og syndgaðu ekki framar."
— Éetta er kristindómurinn.