Frækorn - 01.01.1900, Blaðsíða 2

Frækorn - 01.01.1900, Blaðsíða 2
2 FRÆKORN. alt þetta, sem þeir voru að berjast við, hefði slæmar rætur og vondar orsakir. Oss er það samt víst, að þegar svo margir snúa bakinu við kristindóminum, þá er þetta að miklu leyti ýmsum kirkjuhöfðingjunum að kenna. Sumir af þeim hafa gert sig að drotnurum yfir sálunum í staðinn fyrir að vera þjónustumenn, og hafa geíið mönnum steina í staðinn fyrir brauð, þurrar og hjartalausar kenn- ingar í staðinn fyrir sannleika með lífi, anda og krafti. Og þegar það er svo, þá er ekki yfir þvi að undrast, að margir snúi sór burt bæði frá trú og kirkju og frá honum, sem ætti að vera herra þar; það væri heldur ástæða til að undrast, að það er ekki verra en það er. En sé það víst, að margir, og það oft beztu mennirnir, ganga þaunig burt frá því, sem vór kristnir menn vitum, að er hið eina líf, hinn eini sanni kraftur og fögnuður, þá er það einnig víst, að sorg og söknuður verður samfara á þessu ferðalagi. fyrstir og þreyttir ganga þeir fram hjá uppsprettum lífs- ins, af því að þeim hefir ekki verið boðið annað vatn en það, sem er óhafandi. Svo er mikill fáni settur upp fyrir þessa fylkingu. Á honum stendur með stórurn gullnum stöfum: „vís- indi. “ Það er mikið orð, þetta. Það hefir meira vald á vorum tímum en flest orð önnur. Fað töfrar menn, og þegar það heyrist, verða allar háreystar hugsanir að þegja. En vér segjurn: Eigi vísindin að binda hið innra líf, þá verða jafnvel vísindin of dýr. Gull getur einnig kostað of mikið. „Hvað er það, sem vísindin geta gert ? Geta þau sagt oss nokkuð um guð eða láðið gátur lífsins? Nei; þau geta skýrt frá ýmsu, sem liggur á yfirborðinu og geta sagt: svo og svo er það. En þó hefir enginn maður skilið til hlítar það allra minsta af því, sem lífiim veldur, og öll vísindi heimsins til samans hafa ekki getað sagt eitt einasta orð um það og enginn getað skilið það, hvernig eitt grasstrá vegs á jörðu." (Eskeland.) Og svo skyldi „vísindin" geta gefið oss rækilegar upplýsingar um guð og lífið i honum, frætt oss um það insta af öllu lífi! Nei, hér verða þau ekkert nema fátækt. Hinar gömlu uppsprettur lífsins standa enn opnar. Lof sé guði! Það hefir þóknast honum að tala til vor mannanna um það, sem „auga hefir eigi séð, sem eyra hefir eigi heyrt." „Sá sem hefir eyru, hann heyri.“ Og „trúin kemur af heyrninni." — Það er ekki til nema ein bók, sem er alger, biblían, af því hún ein nær yfir bæði guð og manninn. — Zacharías Topelius.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.