Frækorn - 15.03.1900, Page 7
FRÆKORN.
er alt undir eins orðið óskeikult, áreiðan-
legt og trúanUgt.
En ef nokkúð er alveg öfugt, hlýtur
þessi ályktun hans að vera það. Vér
spyrjum eins og frelsarinn: „Efþertrúið
mér ekki, þegar ég segi yður jarð-
neska hluti, hvernig munuð þér
þá trúa, ef ég segi yður himneska
hluti ?M
Hver maður sér þó það, að efritning-
in segir skakt frá og villandi í þeim efn-
um, sem lítils háttar eru, getur enginn
ábyrgst að hún segi rétt frá í merkari at-
riðunum. Setningin úr V. lj., sem áður
var tilfærð, gæti því að eins orðið sönn,
yrði hún orðuð á þenna hátt:
„Hinn s álu hjálplegi sannleikiog
gildi ritninganna stendur eða fell-
ur með áreiðanleika eða óáreiðan-
leika ritningarinnar.“
Því hvað vitum vér um „frelsisráðstöfun
guðs“ nema það sem „heilög ritning"
kennir? Er vitnisburður ritningarinnar
meira eða minna óáreiðanlegur, hvaða vissu
höfum vér þá fyrir frelsuninni.
En það er gleðiefni, að þessi óáreiðan-
leiki er að eins til í huga ritstjórans og
ýmissa annara manna.
Mótsagnirnar eru„alls engar mótsagnir,“
eins og séra Eriðrik Bergmann kemst að
orði; þær eru að eins hugarburður, og því
eru þær alls ekki erfiðar viðfangs.
Hér skal nú stuttlega litið á það, sem
ritstj. „Verði ljós“ þykist byggja afneitun
sína á. Það er þá:
1. Skðpun heimsíns. Aldur mannkynsins. Tlma-
reiknjngur bibliunnar.
Fyrst er hér rétt að benda á upphafs-
orð heilagrar ritningar. Sumir menn verða
svo sprenglærðir, að þeir látast gleyma
47
stafrófi hinna heilögu fræða. Fyrstu orð
biblíunnar eru þessi: „I upphafi skapaði
guð himin og jörð.“ Það er byrjun, alveg
takmarkalaus, hvað tíma snertir. A eftir
þessu „upphafi11 koma frásagnirnar um sex
daga verkið. En þegar um sköpun heims-
ins er að ræða, fer bezt á því að tala með
gætni. Augum skammlífra og skammsýnna
manna er þar margt fleira hulið óvissu, en
margir ætla. — Mundi það ekkiveramjög
svo holt fyrir hrolcafulla fræðimenn þess-
arar aldar að minnast spurningar drottins
til Jobs: „Hvar varst þú þegar ég
grundvallaði jörðina? Segðu frá,
ef þú hefir skilning og vit.“ Job.
38, 4.
Hér mun og varla vera illa fallið að sýua
með einu dæmi að eins hvernig „vísindin"
herja í garð biblíunnar.
Hinn frægi lúthersld prestur Miiller-
Eggen í Ameríku skrifar:
„Ég skal nefna þróunar-kenning Dar-
wins, kenninguna um uppruna alls úr
frumlunni (úr-cellen), með milliliðum á
þróunarstiguuum. Meðal annars var það
látið vera óyggjandi sannað og óhrekjandi,
að apinn væri milliliður milli hinna skyn-
laHsu skepna og mannsins. Helztu vísinda-
menn af samtiðarmönnum Darwins dáð-
ust að þessu og urðu ábangendur hans
og lærisveinar. En nú — fám árum eftir
þessa ,dæmalausu uppgötvun* — er varla
nokkur uppi meðal hinna heldri vísinda-
manna, sem spilla vill orði þvi, sem hann
á sér hefir með því að aðhyllast þessa
kenningu.“
„Hér um bil 15 árum síðar fullyrtu
sumir vísir.damenn, að suður í Afríku væru
menn fundnir sem hefðu hala eða dindil.
Þetta átti að vera öldungis víst. Hinir vís-
indalegu vantrúarmeun voru sigri hrósandi,
því að nú þótti þeim hinar skýrustu sann-
anir fyrir því fengnar, að maðurinn væri