Frækorn - 15.03.1900, Page 6

Frækorn - 15.03.1900, Page 6
46 FRÆKORN. „í?veraagnir o<j miaaögli í Heilagri riíningu.“ Nokknr orð á móti árásani „V. lj.“ á biblíuna.. — (Framh.) Nánari skoðun á „þversðgnum og missögli11, sem „V. Ij.“ telur upp. .jRitningin getur eigi raek- ast.M Jesúa Kriatur. Hér viljum vér fyrst setja orðréttan kafla eftir „V. lj“ og þar á eftir nokkrar athugasemdir út af honum: ,,Gildi ritningarinnar fyrir oss haggast ekki í neinu tilliti við það, að vér könn- umst við fingurför mannlegs ðfuilkomleika í ritum hennar. Því hvað er það, sem hefir ævarandi þýðingu fyrir oss í þessum ritum? Ekki það, sem þar er sagt við- víkjandi sköpun heimsins á sex dögum, — ekki það sem þar er sagt um uppruna Gyðingaþjóðarinnar, — ekki það sem þar er sagt um dómarana og konungana o. s. frv. Xei, það sem í ritningunni hefir ævarandi þýðingu fyrir oss, er alt það, sem lýtur að frelsisráðstöfunum guðs synd- ugum mönnum til sáluhjálpar. Hinn sáluhjálplegi sannleiki og trú yðar á hann þarf alls ekki að haggast við það, að þér kannist við missmíði í ýmsum grein- um á þeim svæðum, sem líggja fyrir utan hið hjálpræðislega. Það hefir engin áhrif á hinn sáluhjálplega sannleika, þótt vér könnumst við það, að vísindin geti haft á réttu að standa, um sumt það er snertir uppruna heimsins, og að því þurfi ekki að skilja sköpunarfrásögu ritningarinnar hók- staflega, — eða þótt vér sleppum trúnni á timareiknipg ritningarinnar að því er snertir aldur mannkynsins. Hinn sálu- hjálplegi sannleiki í ritningunni haggast ekki við það, þótt þér kannist við, að í 2. Mós. 2, 17 og 3, 1 eigi sér missögli stað, þar sem tengdafaðir Mósesar er á fyrra staðnum nefndur Regúel, en á síðari staðn- um Jetró, — eða þótt þér kannist við það, að höfundur Mósesbókanna hafi ekkiverið vel að sér í náttúrusögu, þar sem hann telur hérann til jórturdýra (3. Mós. 11, 6 og 5. Mós. 14, 7), — eða að höfundur Jósúabókar hafi ekki þekt Kopernikusar- kerfið, þar sem hann leggur Jósúa í munn bænina: ,Sól, statt kyr í Gibeon“ (Jós. 10, 12) — eða þótt þér kannist við það, að höfundur Kronikubókanna sé ekki sem áreiðanlegastur, þar sem hann lætur Jósa- fat konúng í Júðaríki ráða yfir 1 milj. 160 þús. hermanna, 2. Kron. 17), enannað rit telur herlið norðurríkisins (sem þó var miklu stærra en suðurríkið) verið hafa á sama tíma einar 7 þúsundir manna (1. Kong. 20, 25*) o. fl. þessháttar. Þér getið því fremur kannast víð þessa og aðra óná- kvæmni í ritum gamla testamentisins, sem þér af fjallræðunni í nýja testamentinu (Matt. 5. kap.) getið séð og sannfærst um, að frelsarinn sjálfur er „kritiskur“ gagn- I vart ýmsu í gamla testamentinu, sem virt- | ist gæti hafa miklu meiri trúarlega og siðferðilega þýðingu en öll þessi atriði, sem hér hafa talin verið og sem flest öll liggja fyrir utan svæði hins trúarlega og siðferðilega.“ „Hinn sáluhjálplegi sannleiki“ og „gildi ritningarinnar haggast ekki í neinu til- liti,“ þótt menn trúi kenningu „Yerði ljóss“ um „þversagnirnar og missöglina11, fullyrðir ritstj. tímaritsins. Sumir hverjir munu þó ekki vera sam- dóma þessum gífur-yrðum hans. Ritningin, segir hann, innihaldi margt, sem er „óáreiðanlegt“ og ábótavant, þ e g a r hún talar um tímanlega, jarðneska hluti, en þegar hún talar um sáluhjálpina, þá * Er ekki rétt tilvitnað hjá „ljós“- ritstjóranum. A líklega að vera 1. Kong. 20, 15. — Aths. útg. Frækorna.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.