Frækorn - 15.03.1900, Síða 3
FRÆKORN.
43
hina rnestu lotningu fyrir hinni æðstu
veru. “
Presturinn ræddi þá um kærleika
guðs, og það með slíkri mæisku, að
greifinn tók hlýlega í hönd hans, þegar
hann fór, og lét hann lofa sér því,
að koma aftur innan skamms. Og
honum var tekið mjög hjartanlega
næst, þegar hann kom. „Hvaða um-
ræðuefni eigum við nú að velja okk-
ur í dag?“ spurði greifinn. Prestur-
inn talaði þá um guðlega speki og
almætti. Áheyrandi hans lót í Ijósi,
að sannleikur þessi virtist sér fagur
og háleitur mjög, en að öðru leyti
hafði þessi ræða ekki sérstök áhrif
á hann. Þegar presturinn í þriðja
skiftið heimsókti hann, talaði hann
um heilagleika guðs og leiddi rök að
því, að hinn alheilagi guð gæti á engan
hátt komist í samfélag við neinn þánn,
sem ekki væri heilagur.
Fjórða umræða hljóðaði um rétt-
vísi guðs. Presturinn dvaldi um stund
við þetta umræðuefni og lýsti hinni
ósveigjanlegu réttvísi hins lifanda guðs.
„Hættið, óg grátbæni yður!“ hróp-
aði greifinn, „slíkar hugsanir yfirbuga
mann; ef hinn aimáttugi er í sann-
leika eins róttlátur, og þér lýsið hon-
um, þá er ég glataður."
Presturinn svaraði engu, en kvaddi
og fór. Hann bað þess heitt og inni-
lega, að hin andlegu áhrif, er vinur
hans að lokum virtist hafa orðið fyrir,
mættu festa rætur í sálu hans.
Eftir nokkra daga fókk presturinn
brýna orðsending frá greifanum, sem
bað hann samstundis heimsækja sig.
(Framh.)
HtHugoverí.
Biblían kennir hvergi með einu einasta
orði, að það eigi að skíra ómálga hörn,
heldur þvert á móti, að „si, sem trúir og
verður skírður, mun hólpinn verða." Mark.
16, 16; Post. g. 2, 37. 38.
Biblían kennir hvergi með einu einasta
orði, að hvíldardagur drottins — hinn sjö-
undi dagur vikunnar, gkipaður í tíu-boðorða-
lögmálinu — sé afnuminn eða breyttur í
surinudag, heldur þvert á móti, að „auð-
veldaia er það, að himinn og jörð for-
gangi, en að hið minsta atriði af lögmál-
inu gangi úr gildi.“ Lúk. 16, 17; Matt.
5, 18.
Biblían kennir hvergi með einu einasta
orði flest af því, sem nú er við haft og
álítið skuldbindandi við „guðsþjónustur“
heims-kirkjunnar, svo sem t. a. m. messu-
skrúða, tón, skipaða hiblíukafla, ferm-
ing, prestlegar athafnir við gifting, greftrun
o. m. fl.
Þegar svo Kristur segir í ritningunni,
að „þeirra dýrkan er til einskis,
með því þeir kenna þá lærdóma, sem eru
manna boðorð“ (Matt. 15, 9) — er það
þá ekki von, að guðfræðingar, sem
halda dauðahaldi í þessar mannaskipanir,
reyni að rýra gildi og álit heilagrar ritnngar?
Líklega gera þeir það í einlægni — en
villan verður ekki að sannleika, þó hún
sé einlæg.
„Hver, sem eyru hefir að heyra með,
hann heyri!“