Frækorn - 15.03.1901, Blaðsíða 2

Frækorn - 15.03.1901, Blaðsíða 2
42 F R Æ K 0 R N. Ú tskúf unarkenningin. „Mun guð skapa skepnukind, í skelfingar þá rötum, að liún fyrst í sökkvi synd, og svo eilífa glötun?1' Njóla, 255. erindi. Þetta er sár-alvarleg spurning, og þar sem hún nú einnig er tekin til umræðu í blöðunum hér á landi, viljum vér fara nokkrum orðum um hana. Pað er alkunnugt, að margir alvar- legir og góðir menn geta ekki svarað þessari spurningu játandi. Maigir segja út af djúpi hjarta síns: „Þetta getur ekki verið sönn kenning. Guð er gæzka og kærleikur. Guð, hinn eilífi kærleikur, sem líka er alvitur og réttlátur, getur eklú hafa skapað menn- ina til þess að nreiri hluti þeirra „fyrst í sökkvi synd og svo eiiífa glötun", í eilífar, endalausar kvalir í vonda staðnum, eins og kirkjan kennir. “ En — kirkjan hefur um langan tima kennt þetta, og þá hlýtur það þó að vera sannleikur. Kenningar kirkjunnar eru engan veginn óskeikular. Hver maður, sem nefnir sig mótmælanda, veit þetta, þar sem hann ber það nafn af því að hann „mælir móti“ mörgum kenn- ingum hinnar almennu (kaþólsku) kirkju, svo sem „primat" páfans, til- beiðslu Maríu meyjar, dýrkun helgra manna og dömá o. m. fl., því að hver, sem er sannfærður um óréttmæti þessara og þvilíkra atriða, sem kirkj- an hefur kennt og kennir enn, getur ekki framvegis trúað neinu tiú- avatriði einungis vegna þess, að kirkj- au kenni það. En það er annað, sem þýðir langt um meira en kirkjan fyrir hvern alvarlega hugsandi mótmælandatrúar- mann, og það er hin gamla spurning allra mótmælanda: „Hvað stendur skrifað í ritningunni!“ „Hvert orð vors guðs skal standa.“ lienilii* licilög ritning eiidalausar kvalir í hclvíti k Margur maður hyggur án efa, að svo sé, 6n vér erum vissir um það, að rannsókn á þeim ritningargreinum, sem um þetta efni tala, mun leiða það glögglega í ijós, að þetta er ekki svo, og að sú kenning, sem danskur prestur, séra Anton Jensen, nýlega nefndi „kenningin ljóta", er ekki kenning biblíunnar, þótt hún só kirkj- unnar eign. I. Til þess að nokkur geti út tekið óendanlega hegningu, verður hann sjálfur að vera óendanlegur, eiga óendanlegt líf. En á maðurinn það? Er rnaðurinn ódauðlegur? Pótt margur maður nú hiklaust þá vilji svara já við þessari spurningu, verður rétt að athuga, við hvað hún

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.