Frækorn - 15.03.1901, Blaðsíða 6

Frækorn - 15.03.1901, Blaðsíða 6
46 FRÆKORN. „Við verðum hér í Púteólí 7 daga, áð- ur en við förum til Rómaborgar. Þú getur notað þá dagana eins og þér líkar. Þú getur gengið hvert sem þú vilt, ef þú hefur einn hermann með þér. Oskir þú að sjá Neapel á þess- um tíma, þá geturðu gjöit það. Eg þakka þér fyrir þín góðu og frelsandi ráð í þeim lífsháskum, sem við höf- um verið í á hafinu. Guðirnir séu með þér.“ * * * „Páll fylgdi gjarnan ráði höfuðs- mannsins að skoða Neapel. Samt var það ekki eiginlega af því að fegurð hennar eða listasöfn eða hið glaða þjóðlíf lokkaði hann, eins og svo maiga aðra. Hann hafði sérstakar ástæður fyrir því. Helzta ástæðan var sú, að Jesúm, þegar hann sem unglingur- djúpt hugsandi gekk um strendur Genesareths-vatnsins, ha.fði langað til að sjá þessa töfrandi sveit, og að haun hafði komið þang- að og farið upp að fjallinu Vesúv og séð sveitina. Páll vildi setja fót sinn á sama dust, er hinn syndlausi hafði stigið á, og sjá sömu sjón og hann. Og postulinn kom til Neapel, en að skurðgoðahúsum bæjarins og hinum óþreyjufulla skemmtunarfíkna lýð sneri hann bakinti og fór út til Vesúv. En þá leit fjallið ekki eins út og nú. Hæsti kúfurinn, sem nú er um- kringdur af eldlegum skýjum og ógnar sveitinni með eyðileggingu, var þá ekki til. Ekkert bar þess vott, að fjallið væri eidfjall, og ekkert rit var til, sem vitnaði um, að nokkurt eld- gos hefði þar komið fyrir. Grísk lífs- gleði og rómverskur munaður hélt hátíð í lundum og bústöðum í fjall- hallanum, allt upp að Sommas hálendi, án minsta óróa út af því, sem náttúr- an benti á, þótt sagan ekkert. hefði um það að segja, nefnilega, að menn lifði á barmi eldfjalls. Upp að þessu fjalli var það að Páll gekk; hann gleymdi öllum hugsunum um þau afdrif, sem biðu hans í Róm. Stöðuglega varhann að komast hærra, þangað til hann komst að bletti, þar sem var svo töfrandi fögur útsjón. að hann var eins og bundinn við staðinn. Hann leit út yfir Parthenope, sem lá þarna niðri í lundum af lárbertrjám, cypressum, platan- og olíutrjám. Hann leithinar bæjumklæddu strend- ur, hinar möigu fögru eyjar og hið endalausa haf. Hann gladdist í hugs- ununni um, að satna haf hafði einu sinni speglað sína ljómandi fleti í hin- um mildustu af öllum augum, í hinni hreinustu og saklausustu sál, sem var stigin niður til jarðar vorrar og með krepptum höndum sagði hann með mildum rómi: „Hið undrunar- fulla eðli guðs skoðast i verkum hans, í sköpun heimsins." Framh.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.