Frækorn - 15.03.1901, Blaðsíða 5

Frækorn - 15.03.1901, Blaðsíða 5
FRÆKORK. 45 I. Páll postuli í Neapel. Það var yndislegur dagur árið 61 eítir burð drottins vors, að skip lagði að höfninni í Púteólíbæ, er stóð tveggja stunda ferð frá Neapei. Skipið var smíðað í Alexandríu óg hét „Tvíbur- arnir“, pað var prýtt með myndum af Kastor og Pollox. Um borð var deild íómverskra her- manna og nokkrir ríkisfangar. — Hermenniinir, sem voru fæddir á Ítalíu, litu með svo miklu stærri gleði föðurlandið sitt, sem þeir um langan tíma höfðu verið við þunga þjónustu í hinu fjariæga Gyðingalandi, þar sem íbúarnir sífellt höfðu sýnt þeim óvild- arhug, og margt bar þess vott, að uppreisn væri í vændum. Fangarnir höfðu minni ástæðu til að fagna Ítalíu. Þeir áttu að færast til höfuðstaðarins .til þess að mæta fyrir dómstóli keisarans. En keisar- inn hót þá Neró, og úrskurðir. dóm- stólanna báru allt of oft merki af harðýðgislegu skapi' einvaldsdrottnar- ans. Meðal fanganna var einn, sem bæði skipshöfnin og hermennirnir sýndu sérstaklega virðingu. Hann var litill vexti, magur og nokkuð lotinn; höfuð lians var snoðið, og hann leit elliiega út. Augnabrýr hans voru saman- vaxnar, skeggið var stórt, andlit.ið fínt og augun 1'ífFull. Hann var Gyð- ingur, fæddur í Tarsus, af virtum ættum. Hann hafði rómverskan borg- ararótt, og var það nokkurs konar aðalsróttur. Þeir skriftlæiðu í Jeru- salem höfðu kært hann sem afbrota- mann móti lögum þeirra og musteri, og — hvað verra var — móti róm- verska keisaranum; og sökum þess, að sá kærði var rómverskur borgari, hafði hann skotið máli sínu til keis- arans, og nú var hann á leið til Róma- borgar. Fanginn kallaði sig Pái. Höfn Púteólís var full af skipum frá öllum löndum Miðjarðarhafsins, og á götum bæjarins sást fjöldi útlend- inga: Grikkja, Sýrlendinga, Gyðinga, Egypta, Afrikumenn og Hispaníu- menn. Meðal hinna mörgu Gyðinga og Grikkja i Púteólí voru nokkrir, sem höfðu látið skírast i Krists nat'ni, og þessir komu oft saman til fræðslu og lífernisbetrunar. Hefðu þeir vitað,hvern skipið „Tvíburamir" nú setti í land, þá mundu þeir hafa flýt.t sér að mæta Páli, því nafn hans og verk voru vel kunn meðal þeirra, og bréf hans til Rómverja hafði í eftirritum borizt einnig til hinna kristnu í Púteólí, og var lesið af þeim með athygli og á- stundun. Menn voru tilbúnir að fara í land. Júlíus hét höfuðsmaður hermannanna. Postulannagjörningar gefa honunr þann vitnisburð, að hann sýndi góð- vild í umgengni við Pál. Hann kall- aði Pál til sín og sagði við luinn:

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.