Frækorn - 01.04.1901, Blaðsíða 2

Frækorn - 01.04.1901, Blaðsíða 2
50 FRÆKORN. farast og sem reykur verða að engu“ (Sálm. Dav. 37, 20); „verða af máðir“ (Sálm. Dav. 37, 34. 38; 73, 27); þeir munu „burt fljóta sem vatn, er eyðist" (Sálm Dav. 58, 7); „verða sem strý og verk þeirra sem eldsneisti; hvort- tveggja mun upp brenna hvað með öðru, án þess nokkur fái slökkt“ (Es. 1, 31); „verða að engu og tortímast," „undir lok líða“ (Es. 41, 11. 12); verða með öllu upp brenndir sem þurrir hálmleggir" (Nah. 1, 10); verða eins og þeir „aldrei hefðu til orðið“ (Óbad. lö. 17). í Nýja Testamentinu er sagt um þá, að þeir líkist við „óæta fiska", sem verður út kastað (Matt. 13, 48); þeim verður kastað í „eld glóanda; þar mun vera grátur og gnístrun tanna“ (Matt. 13, 42);. þeir likjast við „hísm“, sem verður kastað í óslökkv- andi eld og brennur upp (Matt. 3, 12); þeir eru eins og afkvisti, sem verð- ur snarað út „á eld, og það brenn- ur“ (Jóh. 15, 6); þeir munu „glatast" og 6kki sjá lífið [hið eilífa]“ (Jóh. 3, 16. 36); eldur frá himni mun „eyða þeim“ (Opinb. 20, 9). Þessir og fjölmargir aðrir biblíu- textar kenna afðráttarlast, að þeir menn, sem ekki hlýðnast guðs frels- andi sannleika, munu glatast þannig, að þeir munu hætta að vera til. En nú verður spurningin: eru samt ekki textar til í ritningunni, sem virðast að kenna endalalausar kvalir í vonda staðnum, og hvernig getur maður skoðað þá í samræmi við þá texta, sem hér í þessari ritgjörð hefur verið bent á? Um þetta viljum vér tala í næstu grein. Frh. Kenning biblíunnar um skírnina. Eftir J. G. Matteson. V. Hvab segir ritningin um SKÍRNINA ? í heilagri ritningu er mjög víða tal- að um skírnina; enginn sá, sem vill rannsaka ritninguna hlutdrægnislaust, þarf því að vera í neinum efa um hið sanna eðli og þýðingu skírnarinnar. Nú viljum vér íhuga orð ritningar- innar um þetta efni. Skrirn Júhannesar. „Jóhannes skírði í eyðimörku, og boðaði skírn aftur- hvarfsins til fyrirgefningar syndanna. Til hans komu allir Júdea og Jerú- salems íbúar, og voru þeir, sem ját- uðu syndir sínar, skírðir af honum í ánni Jórdan“ (Mai'k. 1, 45; Matth. 3, 5. 6; Lúk. 3, 3; Jóh. 1, 25. 28.) Eftir þessu var Jóhannes skirari hinn fyrsti, sem guð gaf vald til að flytja fagn- aðarerindi Krists og skíra þá, sem trúðu. Jóhannes var ekki sendur til að staðfesta gamla sáttmálann, held- ur til að innleiða hinn nýja. Hann var engill (eða sendiboði), sendur af

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.