Frækorn - 01.04.1901, Blaðsíða 3

Frækorn - 01.04.1901, Blaðsíða 3
FRÆKOKN. 51 guði, til að greiða Kristi veg (Mark. 1, 2). Aðalefnið í boðskap Jóhannesar var þetta: „Takið sinnaskifti, því himna- ríki er nálægt (Matth. .3, 2.); og hann skírði þá, sem veittu þessum boðskap viðtöku. Boðskapur Krists hijóðaði á sömu leið. Hann sagði: „Tíminn er kominn og Guðs ríki er nálægt;. takið sinnaskifti og trúið evangelíó" (Mai k. 1, 15.), og hann skírði líka þá, sem trúðu (Jóh. 3, 22.). Báðir fluttu sama fagnaðarboðskapinn og boðuðu trú á hinn sama Jesúm Krist, og þetta starf þeirra var eingöngu hin- um nýja sáttmála til eflingar, enda þótt gamli sáttmálinn væri eigi enn úr gildi numinn; því hann stóð óhaggaður þangað tii Kristur dó á krossinum. Guð lét þannig Jóhannes skírara inn- leiða skirnina í hinum nýja sáttmála sem heilaga athöfn, er stendur í nánu sambandi við afturhvarf til Guðs og trú á drottin Jesúm Krist. Þessi hei- laga tilskipun var skömmu síðar stað- fest af Kristi sjálfum og postulum hans og innleidd í söfnuði kristinna manna. Hún stendur því á þeim grundvelli, sem eigi verður raskað, nema ráð guðs mönnum til sáluhjálp- ar sé þá jafnframt að vettugi virt. Jóhannes skírði eigi aðra en þá, sem játuðu syndir sínar. Hann boðaði mönnum fyrirgefningu syndanna fyrir trúna á það guðs lamb, sem ber heimsins synd (Jóh. 1, 29.). Hann vitnaði, að Kristur væri brúðguminn, kominn frá himnum, og að hvei', sem á hann tryði, hefði eilíft líf (Jóh. 3, 27. 29. 36.). Einlæg iðrun og trú á Krist er því nauðsynlegur undirbún- ingur, til þess að maðurinn geti rétti- lega látið skírast. Og hin ytri athöfn skírnarinnar var í því fólgin, að Jó- hannes skirði þá, sem trúðu, í vatni, þ. e. þeim var dýft niður í vatnið (Mark. 1, 5.; Jóh. 3, 23.). Þeir, sera hlýddu boðskapnum frá himnum og gáfu guði dýrðina, voru skírðir; en Farísearnir og þeir skriftlærðu, sem fyrirlitu ráð Guðs, voru ekki skírðir (Lúk. 7, 29. 30.). Skirn Jó- hannesar var frá himnum (hún var ekki gyðingleg venja, eins og sumir ætla), og þeir, sem trúðu vitnisburði hans og létu skirast, komust með þeim hætti á veg róttiætisins; en þeir, sem ekki meðtóku vitnisburð Jóhann- esar, þeir meðtóku ekki heldur Krist (Matth. 21, 25. 32.). Skíru Jesú. „Jesús kom fiá Nazar- et í Galílealandi og lét skírast af Jó- hannesi í Jórdan (Mark. 1, 9.). „En svo bar við, þegar allt fólk lét sig skíra, og Jesús var skírður og baðst fyrir, að himininn opnaðist., og heilag- ur andi steig niður í líkamlegri mynd, eins og dúfa, yfir hann; þá heyrðist og rödd af himnum, er sagði: „Rú ert sonur minn elskulegur; á þér hef eg velþóknun“ (Lúk. 3, 21. 22.).

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.