Frækorn - 01.04.1901, Blaðsíða 4
52
FRÆKOEN.
Kristur er vor æðsta fyrirmynd.
Dæmi hans eru þau fótspor, er hann
hefur oss eftir skilið, og þeim eigum
vér að fyigja: „Því til þessa eruð
þór kallaðir, því Kristur leið einnig
fyrir oss og eftirlét oss fyrinnynd til
að breyta eftir, svo vér skyidum feta
i hans fótspor“ (1. Pét. 2, 21.).
Sumir svara þessu á þá leið, að
skírn Jesú Krists hafi farið fram und-
ir lögmálinu, og að vér eigum ekki
að breyta eftir honum í þessu tilliti,
því vér séum ekki undir lögmálinu.
Þessi skilningur er eigi á góðum rök-
um byggður. Jesús lifði allt lif sitt
hérájörðunni undir lögmálinu. Fórn-
arlögin voru í gildi allt þangað til
hann dó. Ef það, að Jesús var lög-
málinu undirgefinn, ætti að leysa oss
frá að fylgja dæmi hans, þá hefur
hann ekki eftirlátið oss neina fyrir-
mynd til að breyta eftir.
Eigum vér þá að láta umskera oss,
af því að Jesús var umskorinn?
Nei, því að umskurnin tilheyrði ein-
göngu gamla sáttmálanum. Hún var
sýnilegt merki til að aðgreina Gyðinga-
þjóðina frá óllum öðrum þjóðum og
auðkenna hana sem þjóð hins gamla
sáttmála. En skírnin var ekki fyrir-
'skipuð í lögmáli Mósesar, hvorki í
helgisiðalögmálinu né siðferðislögmál-
inu; hún var stofnuð af Jóhannesi
skírara, eða réttara sagt af þeim, sem
sendi hann til að skíra (Jóh. 1, 3B.).
Þess vegna lét líka Jesús hann skíra
sig, og guð almáttugur hafði velþókn-
un á þessari athöfn. „Hver sem seg-
ist vera stöðuglega í honuru, honum
ber að breyta, eins og hann breytti“
U. Jóh. 2, 6.).
Rómverskar sög,ur.
Framb.
Nær þeim stað, þar sem Páll, sam-
kvæmt sögusögninni, nam staðar,
gagntekinn af hinni mikilfenglegu nátt-
úrufegurð, sem opnaði sig fyrir aug-
um hans, stendur nú athugunarturn,
þar sem áhugamikill vísindamaður,
Palmieri, fylgir hverri hreifingu í hin-
um órólega Yesúv.
Nokkuð fyrir neðan turninn má
finna nú ostgerðarhús, en fyr var
þar einbýlishús. Hinn góðgjarni hús-
bóndi setur gjarnan fram fyrir hina
þreyttu gesti rautt vín, sem hann
nefnir lacrymœ Ghristi, en oftast er
það, að því er bragðið snertir, mjög
líkt Ischiassafa eða Marsalas vínberjum.
En ef hann heldur, að ferðamaður
hafi skynbragð á víni, þá getur það
líka komið fyrir, að hann einnig beri
á borð vín, sem áreiðanlega hefur vax-
ið á Somrna, og er virkilegt iacryma,
þekkjanlegt á hinum fagra lit og fína
ilm.
*
* *
Hér stóð á dögum Páls bóndabýli.
Eigandi þess, silfurhærður öldungur,