Frækorn - 14.08.1901, Síða 1

Frækorn - 14.08.1901, Síða 1
Kristur og Lögmálið. Bftir C. Hf. Spurgeon. (Framh.) Guðs lögmál er í gildi. Engin breyting eða takmörkun á því hefur átt sér stað. Drottinn segir, að hann só ekki kominn til þess að af taka það, held- ur til þess að fullkomna það. Matt. 5, 17. Og postulinn segir með til- liti til evangelíisins: „Ónýtum vór þá lögmálið með trúnni? Fjærri fer þvi, heldur staðfestum vér lögmálið." Róm. 3,31. Fagnaðarerindið er þann- ig meðalið til þess að staðfesta lög- málið. Það, að Jesús útlistar lögmálið, er í sjálfu sér sönnun þess, að það er í gildi. Hefði hann af tekið það, þá mundi hann ekki hafa tekið sér fyrir, að skýra það. Eitt sórstakt atriði í lögmálinu, sem snertir helgisiði, talaði hann mjög glögglega um, og hann sýnir fram á, að skoðun Gyðinga var ekki rétt. Pað var viðvíkjandi boðinu um hvíldardaginn. Farísearnir bönnuðu jafnvel nauðsynjaverk, svo sem að safna komöxum til þess að seðja með hungur sitt, eða að lækna sjúka. Drottinn vor sýndi fram á, að það alls ekki var drottins vilji að banna slíkt. Með því að leggja of mikla á- herzlu á það ytra, höfðu þeir misst anda hvíldardagsboðorðsins, sem skip- ar kærleiksverk og sannarlegt helgi- hald dagsins. Hann sýndi fram á, að hvíld dagsins var ekki það sama sem aðgjörðarleysi, og sagði: „Fað- ir minn starfar til þess nú, og eg starfa einnig.“ Hann benti á, að prestarnir störfuðu mikið með fórn- færingum á hvildardeginum, og voru þó án saka. Og til þess að hrekja þessa almennu villu, gjörði hann sum af hinum dýrðlegustu undraverkum á hvíldardeginum; og þótt þetta yrði til þess, að hann var hataður sem yflrtroðslumaður, gjörði hann það samt, til þess að kenna þeim það, að hvíldardagurinn er til mannsins vegna, en ekki maðurinn hvildardags- ins vegna, að hann var ákveðinn til að vera dagur, þá er vór skulum gjöra það, sem getur heiðrað guð og gagnað mönnunum. Ó, að menn skildu, hvernig þeir eiga að helga hinn andlega hvíldardag og halda sór frá öllum vondum og eigingjörnum verkum. Hin sanna hvíld er hvíldin

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.