Frækorn - 14.08.1901, Síða 8

Frækorn - 14.08.1901, Síða 8
128 FRÆKORN. viku sem stríðið stendur yfir, kostar það Englendinga um 22x/2 millión króna. — A Þýzkalandi er bankaástand- ið framvegis voðalegt. Svik svo 100,000,000 kr. skiítir hafa átt sér stað. — Norska bindindisfélagið (Det norske totalafholdsselskab) er vold- ugast allra bindindisfélaga þar, og margfalt fjölmennara en I. O. G. T. Bindindisfélagið norska telur nú um 119,000 meðlimi, að því er skýrt var frá á síðasta ársfundi þess, er haldinn var í Tromsö nýskeð. — Arsgróðinn i Noregi verður í ár óvenjulega góður. — í Kína hafa trúboðar aftur orð- ið fyrir ofsóknum. Fleiri eru myrtir í Sionkalpan. — Tekjnr Englands frá Indlandi eru árlega um 350 millionir króna. — Hitinn í Kristíaníu var i Júlí suma daga 40° Celsíus. Hitinn í vatninu í Kristíaníu-firðinum hefur verið 23° C. — Vatnsflóð hafa gengið yfir Ki- angsi í Kína; 4,000 menn fórust. Draumurinn 03 þ^ðing líana. Maður á Skotlandi, sem var heldur ákafur elskari flöskunnar, sagði frá því á heimili sínu, að sig hefði dreymt draum, og sá hann í draumi fjórar rottur; hin fyrsta var feit, önnur og þriðja voru mjög magrar og aumleg- ar; fjórða rottan var blind. Maður- inn hugsaði mikið um, hvað draum- urinn ætti að þýða; því að bæði hann og kona hans voru sanufærð um, að hann táknaði eitthvað sorglegt. Loks- ins bauðst sonur þeirra til að þýða drauminn. „Hin feita rotta.,“ sagði hann, „er vertshúshaldarinn. Hinar mögru rottur eru móðir og eg. Blinda rottan ertu sjálfur, faðir minn. Það er meir en komið mál til þess að gæta að þessum rottum, og laga það, sem aflaga hefur farið.“ ÚTGr. OG ÁBYBGBABM.: DAVID 0STLUND AIiDAK-PKBNTSMIBJA.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.