Frækorn - 14.08.1901, Blaðsíða 5

Frækorn - 14.08.1901, Blaðsíða 5
FRÆKOR N. 125 hans fullkomið traust. Umhverfis hann voru setnir bekkir, og allir höfðu þar' sama, djúpa, hátíðlega blæinn, samfara óútmálanlegri einlægni, eins og konungurinn sjálfur. „Hvaða fólk er þetta?" spurði eg, „og hver er þessi konungur?" „Það er sjálfur drottinn,"' svaraði draumgyðjan; „það er guð.“ „0, er eg þá virkilega dauður!" hrópaði eg. „Nei, vertu rólegur mað- ur“, svaraði hún; „eg þarf að sýna þór dálítið meira hór inni; iitastu um og veittu því eftirtekt, sem fyrir aug- un ber.“ Skammt frá mór sá eg sitja konu svo fagra, að eg hef enga séð kom- ast í hálfkvisti við hana — og þó hef eg margt fagurt andlit séð. — Hún var brosmild og fögur eins og sólin, þegar hún rís upp í austri á inndæl- um vormorgni og allt fagnar komu hennar, bæði dautt og lifandi. „Er þetta drottning konungsins?" hvíslaði eg að draumgyðjunni; en í því eg sleppti orðunum, minntist eg þess, að hún hafði sagt mór, að kon- ungurinn væri sjálfur guð, og eg fyrir- varð mig fyrir þessa spurningu; eg hélt, að það væri synd að hugsa eða tala þannig; og ég fann, að blóðið hljóp fram í andlit mór. En það var eins og draumgyðjan vissi, hvað eg hugsaði: „fú þarft ekki að fyrirverða þig fyrir þessa spurningu", sagði hún; „þessi kona heitir ást. og hún er kon- unginum kærust; — það má vel segja, að hún sé drottning hans.“ Svo benti hún mér á menn og konur þar inni, sem öll höfðu sama blæ og konungurinn sjálfur; og hún nefndi þau með nöfnum. Þar var tryggðin, þar var gieðin, þar var ánægjan, þar var sakleysið, þar var hreinlyndið, þar var vinát.t- an, þar var kjarkurinn, þar var með- aumkunin, þar var réttlætið, þar var viðkvæmnin, þar var hjálpsemin og þar var 1í f i ð. „Ó, hér er gott að vera!“ sagði eg; „hór er himnaríki; héðan ætla eg aldrei að fara; hér er sjálfur drott- inn í allri sinni dýrð! eg ætla að tala við hann og biðja hann að lofa mér að vera hér allt af; ætli hann neiti mér um það? Mér sýnist iiann vera svo góður, að eg held, að hann geti ekki fengið það af sér. — Eg get ekki farið hóðan!“ En allt í einu heyrði eg einhvern sjóðandi hávaða, rétt eins og óteljandi straumar blönduðu saman nið sínum. Mér varð litið í kring um mig, og mér t.il mikillar undrunar sá eg, að húsið, sem mér áður virtist vera dyra- laust, var nú með ótai smádyrum, hverjum við hliðina á öðrum, sem allar voru opnar í háifa gátt. í hverri einustu gátt sáust andlit, voðaleg, hræðileg, viðbjóðsleg andlit. Fau horfðu inn um gættimar, opnuðu

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.