Frækorn - 14.08.1901, Síða 2
122
FRÆK ORN.
í trú, og að þjóna guði er hið rétta
helgihald dagsins. Ó, að dagurinn
yrði notaður til þess að þjóna guði
og gjöra gott! Mergur málsins í
fræðslu drottins viðvíkjandi hvíldar-
deginum var, að kærleiks- og líknar-
störf voru leyfð á hvíldardeginum.
Hann útlistaði og skýrði iögmálið
í þessari og öðrum greinum, en þessi
skýring hans breytti ekki boðorðun-
um, heldur sópaði hún burt ryðblett-
um þeim, sem munnmælasögur höfðu
sett á þau. Með því þannig að
skýra lögmálið, staðfesti hann það.
(Framh.)
---•<>•-
Tveir textar í hinni nýju þýðingu
Matteusarguðspjalls.
ii.
Matt. 28, 19—20. er hinn textinn,
sem eg vil athuga stuttlega.
Eins og hann er þýddur í eldri þýð-
ingum, hljóðar hann svo:
„Farið og kennið öllum þjóðum og
skírið þær í nafni föður, sonar og
heilags anda, og bjóðið þeim að gæta
alls þess, er eg hef boðið yður.“
Þessi orð bera ljóslega með sór,
að boðun fagnaðarerindisins á að
ganga á undan skírninni. Séu þessi
orð rétt, getur hér ekki verið um
aðra, skírn að ræða, en fulltíða manna
skirn, ellegar að minnsta kosti skírn
þeirra, sem geta tileinkað sér boðun
orðsins. (Sbr. Mark. 16, 15. 16:
„Farið út urn allan heim, og kunn-
gjörið gleðiboðskapinn allri skepnu.
Sá, sem trúir og verður sMrðttr, mun
hólpinn verða o. s. frv.“).
Og hvað er svo að gjöra?
Hið nýjasta í þessu efni hér á
landi er þá það, að hinn nýi þýð-
andi þessa guðspjalls hefur tekið sér
það „frelsi“, að þýða þennan texta
svo, að hann hljóðar í góðu samræmi
við — ungbarnaskírnina, en gagn-
stætt öðrum textum heilagrar ritn-
ingar.
Þýðingin nýja á þessum texta
hljóðar svo:
„Farið því og gjörið allar þjóðiin-
ar að lærisveinum, með ])TÍ að
skíra þá til nafns föðursins og sonar-
ins og hins heilaga anda, kennandi
þeim að halda allt það, sem eg hef
boðið yður.“
Það er „þægilegt“ svona að þurfa
ekki að laga sig og kenningar sínar
eftir orðinu, en geta haldið sínu ó-
breyttu, og þar á móti lagað í litning-
unni það, sem ekki á við siði manna.
Og ef nú þessar breytingar væru
leiðréttingar í raun og veru, þá væri
það sjálfsagt svo miklu betra.
En sóu þær það ekki, versnar einn-
ig málið um meir en helming.
Og verður spurningin hér sett fram:
„Er samt ekki þýðingin nýja á
Matt. 28, 19—20. rótt?“ Þá verður, þá
getur svarið ekki orðið annað en þetta: