Frækorn - 14.08.1901, Page 4
124
FRÆKORN.
raér trú um, að eg sé fugl, sem geti
flogið um alla heima og geima, tek-
ur mig margar mílur í loft upp og
sleppir mér par, svo eg dett fluglaus
til jarðarog stórslasast; stundum fær
hún mig til að trúa því, að eg sé
fiskur, sem geti synt á milli landa,
og svo ætla eg að drukkna þegar til
kemur.
Fyrir allar þessar glettur og ótal
margar aðrar er það ekki furða þótt
mér sé stundum gramt i geði við
hana. En það er svona samt, mér
þykir vænt um hana í aðra röndina,
og hún er undur góð við mig stund-
um; það má hún eiga. Eitt er eg
líka viss um, og það er það, að hún
er trygg.
Þetta kveld kom hún inn til min,
læddist að rúminu mínu, stóð þar
stundarkorn, horfði framan í mig,
lagði svo höndina á öxlina á mér og
mælti svo hátt, að eg heyrði glöggt:
„Á eg að sýna þér nokkuð?“.
Eg reis upp, lauk upp augunum og
þekkti, hver gesturinn var. Mér var
ekki um að fylgja henni út í þetta
skifti, en var þó knúður til þess aí
einhverju afli, sem eg gat ekki spyrnt
á móti nó gjört mér grein fyrir.
Eg rétti henni höndina, og hún
leiddi mig út.
Pað var hvorki dimmt né bjart; það
var hálfrökkur. Það var hvorki heitt
né kalt; það var lognmolla.
Við gengum fram hjá ótal húsum,
sem öll voru á annan veg gjörð en
þau hús, er eg áður hafði séð.
„Við skulum koma hérna inn!“
sagði hún, og leiddi mig að einu
húsinu.
Eg sá engar dyr og engin merki
þess, að hægt væri að komast inn, en
þegar minnst varði, vorum við stödd
i stórum sal, skrautlegum — Við
vorum komin inn.
Það fór um mig hrollur; mér fannst
eg vera kominn á einhvern þann stað,
þar sem ekki væri allt með felldu, og
eg óskaði mér út þaðan sem allra
fyrst,
„Við skulum ekki tefja hérna!“
sagði eg.
„Jú“, svarar hún. „Petta hús er
vel þess vert, að það sé vandlega skoð-
að, og eg sleppi þór ekki héðan, fyr
en eg hef sýnt þér þar ýmislegt;
þig mun ekki iðra þess á eftir, að
hafa séð það“. Og hún sagði þetta
með svo ákveðinni alvöru, að eg sá
mér til einskis að færast undan.
Hún leiddi mig inn í miðju húss-
ins; þar var skrautbúinn salur og allt
svo fagurt og frítt, að ekkert mann-
legt auga hefur litið annað eins áður.
Þar var svo bjart, að hvergi bar á
skugga, og þó sást þar ekkert ljós.
Hásæti var í miðju salsins, og þar
sat konungur svo tignarlegur, að hver
harðstjóri hefði hlotið að lúta honum,
en jafnframt svo mildur og föðurleg-
ur, að hvert barn hlaut að bera til