Frækorn - 14.08.1901, Side 7

Frækorn - 14.08.1901, Side 7
F R Æ K 0 R N. 127 íliginliandarrit Jesú. í ritgjörð, sem nýlega er útkomin- á forlagi C. A. Hahns í Krefold, segir hinn þýzki fornfræðingur, dr. Brues- selbach, frá því, að hann í rústum af gömlu musteri í Jerúsalem, hefur fundið eiginhandarrit með nafni Jesú. Handritið er skrifað á papyros (papp- írssefi) í galileisku máli, og er tiltölu- lega vel varðveitt. í röndinni er skrifað af öðrum orðið Hoseach, í galileisku máli frá dögum Krists, og þýðir: frelsarinn. Handritið inniheldur bæn guðs, og eru þar meðal annars þessi orð: „Allir umkringja mig og ofsækja mig. Allt og allir eru á móti hon- um, sem hefur hinn guðlega fjársjóð. Hann verður niður troðinn eins og dust og aska. Myrkur er allt umhverf- is hann.“ Handritið er undirritað með Jesú nafni, og er það þannig: ny/v Dr. Bruesselbach er sannfærður um að hann hafi fundið rit, sem er undir- skrifað af Jesú sjálfum. Og hann færir fyrir því þessar ástæður: 1) Nafnið Jesús undir ritinu. 2) Orðið Hoseach í röndinni virðist vera tilfært af eiganda handritsins, til þess að sýna, að það stafi frá Jesú. 3) Handritið ber ótvíræðilega með sér, að það er frá 1. öld eftirfæðingu Krist. Petta er ekki að eins skoðan dr. Bruesselbachs, heldur líka allra þeirra fornfi æðinga, sem hafa séð handritið. 4) Andinn, sem gengur i gegn um hið ritaða, og orðavalið sjálft i bæn- inni, bendir glögglega á höfund fjali- ræðunnar. (Intell.) —oco— Frá öðrum löndum. Iíúastríðiö. Eftir seinustu skeytum frá aðal- stöðvum Búa eru þeir enn færir um að halda striðinu gangandi í 18 mán- uði, hvað Guerrillastríðið snertir. Og Christian de Wet skýrir frá, að hann muni sjálfur án hjálpar annara her manna en þeirra, sem hann hefur nú, geta haldið stríðinu gangaudi í 3 til 4 ár. En de Wet „ hefur sérílagi haldið sér í fjallabyggðunum. Búarnir hafa lítið af fötum, en nægileg skot- færi. í Transvaal eiga þeir gott skot- lið og 8 fallbyssur á útvarðarstöðvum undir yfirráðum baróns Withmanns. í Uraníuríki hafa þeir 4,500 hermenn og 5 eða 6 fallbyssur. í vesturhluta ríkisins er hershöfðingi Herzog að mestu látinn í friði af Englendingum. Menn í Kapnýlendunni hafa verið mjög hjálpsamir Búum. Alls eru nú um 18,000 Búar úti í stríðinu. Hverja

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.