Frækorn - 15.10.1901, Blaðsíða 3
F R Æ K 0 R N.
155
sem fer um það, þá bið eg þig að
vara þig á heiminum, því hann er
undirförull og hrekkvís. Að eins fyr-
ir traustið til guðs hefur mér auðn-
azt að yfirstíga erfiðleikana, og sá
bezti leiðarvísir, sem eg get gefið þér,
er sá, að halda þér til hans. Hann
einn er vinurinn, sem í raun reynist.
Minnstu þessa, sem hinnar síðustu
bænar okkar foreldra þinna;— fyrir-
bænir okkar fylgja þér.“
• *
«
, Hve oft hefur ekki þessi haust-
morgun staðið mór fyrir hugskots-
sjónum! Og þó — því miður — hef
eg oft gleymt honum — um stund.
Enginn fær lýst, og enn síður met-
ið þau gæði, sem innifelast í því, að
eiga góða foreldra. Og óskandi væri,
að allir þeir, er slíku láni hafa að
fagna, hefðu það hugfast, að hin kær-
komnustu laun, er góðum foreldium
verða boðin, eru þau, að ávextir verka
þeirra sjáist í dagfari og breytni
barnanna.
A.
Kristur og lögmálið,
Eftir C. H. Spurgeon.
[Niðurlag.]
Kristur sýndi fram á andlega þýð-
ing lögmálsins, en um hana hugsuðu
Gyðingar ekki. Þeir álitu t. d. að
boðið: „þú skalt ekki mann vega,“
að eins hefði inni að halda bann
gegn því, að drepa menn; en frelsar-
inn sýndi þeim, að reiði sé brot gegn
þessu boðorði, og að það bannar
kærleikslaus orð, hatur og ósamlyndi,
Peir vissu, að þeir mættu eigi hór-
dóm drýgja; en þeir hugsuðu ekki,
að óhreinar girndir væru yfirtroðsla
á því boði, fyr en frelsarinn sagði:
„Hver, sem lítur konu girndarauga,
hefur þegar drýgt hór með henni í
hjarta sínu.“ Hann sýndi þeim, að
vondar hugsanir eru synd, að óhrein-
ar hugrenningar saurga hjartað, og
að ósiðsamlegar girndir eru, synd í
augum hins hæsta. Petta var vissu-
lega ekki að aftaka lögmálið, en það
var greinileg og víðtæk framsetning
á þýðingu þess. Farísearnir gjörðu
sór í hugarlund, að ef þeir að eins
gátu haldið hönd, fæti og tungu frá
illum gjörðum, þá væri allt gott; en
Jesús hélt því fram, að hugsanir,
hugmyndir, óskir og girndir verða að
komast í samræmi við vilja guðs,
því að annars væri eigi lögmálinu
fullnægt. Hvílík djúp og auðmýkjandi
kenning! Ef lögmál drottins gildir
hinn innra mann, hver meðal vor
getur þá staðið gagnvart dómi þess?
Hver getur þekkt yfirsjónir sínar?
„Hreinsa þú mig frá mínum heimul-
legu brestum.“ Tíu boðorðin hafa
mikilvæga þýðingu — þýðingu, sem
margir lítilsvirða. Hve margir eru
það t. d. ekki, sem brjóta þetta boð-
orð: „Þú skalt ekki mann vega“