Frækorn - 15.10.1901, Blaðsíða 1

Frækorn - 15.10.1901, Blaðsíða 1
§ Á Yegamótum. „Varaðu þig á heiminum!“ Hve opt hijómuðu ekki þessi að- vörunarorð frá vörum minna ástkæru foreldra. En, — því miður, jeg veitti slíkum aðvörunum svo litla eftirtekt. Mér fannst þetta vera hótfyndni; — „heimurinn,“ þessi ginnandi leikvöll- ur æskumannsins, — mér fannst hann ekki vera þannig, að maður þyrfti að vara sig á honum eða óttast hann. Nei, þvert á móti, mér fannst allt líta svo broshýrt og vingjarnlega við mér, og eg efaði ekki, að allir vildu mér vel. Það gat því engin hætta verið á ferðum. Nei, — fram á leik- sviðið langaði mig, út í straum- kastið. Eg man lengi haustmorgun einn; það var seint í september mánuði 1885. Við pabbi höfðum farið á fæt- ur í dögun og gengum niður á ár- bakka til þess að líta eftir kindum, er reka átti í kaupstaðinn til slátr- unar. Um nóttina hafði verið frost og var því jörðin grá af hélu. Eg man, hve gaman mér þótti að heyra brakið í frosinni hánni, sem brotnaði, er stigið var á hana. Faðir minn gekk hljóðnr við hlið mér, og mér virtist sem höfug tár féllu niður eftir hrukkóttu kinnunum hans. Mér þótti þetta kynlegt, því eg vissi enga ástæðu til ógleði hans. Sjáifur var eg fullur eftirvæntingar og gleði, því nú átti eg að fara í alþýðuskólann; eg átti að verða fjár- rekstramönnunum samferða, sem í dag áttu að leggja af stað með féð í kaupstaðinn. Með fjárhópnum átti að reka nokkrar kindur, sem eg átti að leggja á borð með mér til vetur- vistarinnar við skólann, og eg átti að fá að ríða á reiðskjóta pabba míns. Umhugsunin um þetta, — til- hlökkunin til skólalífsins og það, að verða bráðum nefndur stúdent og komast í tölu tiginna manna, — allt þetta gagntók svo huga minn, að eg veitti litla eftirtekt hlutunum eða því, sem fram fór í kringum mig. Við gengum þannig nokkra stund samhliða eftir árbökkunum, og eg sá enn ljósari rnerki þess, hve dapui' faðir min* var. Mig langaði til að rjúfa þessa lamandi þögn, sem var svo gagnstæð hugsjónum þeim, er byltust um í huga mínum. Mig lang- aði til að geta glatt hann eða á ein-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.