Frækorn - 15.01.1902, Side 1
Heimilisblað með
m.yndu
RITSTJÓRI: DAVID ÖSTLUND.
3. árgansur. Seyðisfirði 15. janúar 1902. 1. töiublað.
Nýárssöngur.
—o —
Aftur að sólunni sveigir nú heimsskautið kalda:
sonurinn týndur í átthagann girnist að halda.
Sólnanna sól,
sál vor er reikandi hjól,
snú þú oss, alfaðir alda.
Móðir vor jörð, þú sem mj'rkrið og helkuld-
inn þjáir,
mun þér ei lengjast, að aftur þitt brúðarskart
sjáir ?
Er þá ei von,
útlægi himinsins son,
guðs-mynd og guðs-náð þú þráir?
Flýt þér, ó hnöttur, að fjörgjafa þínum að snúa;
flýt þér, ó jörð, þig með skínandi klæðnaði
búa —
En þú, mín önd,
undir guðs lífgandi hönd
flýt þér að tilbiðja’ og trúa.
Áfram með sólunni ; ýngjast skal veröldin
kalda ;
áfram til guðs-ríkis, látum ei myrkrin oss
halda.
Sólnanna sól,
sértu vort lifandi skjól.'™
Dýrð sé þér, alfaðir aldal
M. J.
» y -rvjj£
—Vér stöndum allir úti í hinumjmikla straumk
tímans, en hversu lítið tökum vér samt efðr
því, hver áhrif tímans eru. Vér lítum á blóm-
ið og hverfum frá því. Löngu seinna kom-
uft vér aftur, og þá furðar oss á því, að það
skuli vera fölnað. Vér finnum þá, er vér
þekktum sem börn, og getum varla umgcng-
ikt þá sem menn. Tíminn er óstöðvandi
breyting. Tökum eftir, lærtim, fylgjumst meðí
Yggdrasill.
— o—
Gegn um allt etfiði og stríð fyrir því,
að gera hið yfirstandandi líf Ijúft ög
gott, gengur djúpur undirstraumur af
þörf í mannshuganum eftir einhverju, sem
meira er en það, sem vér sjáum, meira
en það, sem veröldin getur veitt. Og
þessi þörf cr hið sanna sérmerki vort
meðal alls þess, sem hefur við mold að
sælda, hinn rétti prófsteinn þess, að vér
séum »guðs ættar«, komnir af Íífi hans,
og að vér verðum áð lifa, hraérast og
vera til í honum. Israelsþjóð var stcrk-
ari og heilli í þessu en 'nokkur önnur
þjóð; hún var einnig »hin útválda þjóð«.
En engin þjóð hefur verið alsnaúð að
þessu, því að allir menn hafa hið sáma
upphaf og takmark.
Ilinir gömlu forfeður vorir báru einnig
þessa þörf í huga sínum, og þeir súngu
með sterkum orðum um lífsins þrá og
lækning hennar, og aidrei fann nokkurt
skáld stórslegnari mynd al þfcssu en þá,
sem höfundur Völuspár teiknar, þeg’ar
hann syngur um Yggdrasil, eskitréð,’ sem
nær frá djúpi þokuheimsins og upp und-
ir hæsta himinhvolf, þar sem Ijóminn frá
Baldur og Breiðabliki allt af er.
Tréð líður óségjanlegár kvalir, meiri en
menn þekkja. Níðhögg liggur og nagar
af rótinni og vætir bitið með eitri, og
hirtir bíta í blað og börk, svo það
blæðir. Tréð mundi deyja, ef nornirnar
litu eigi til þess. f’ær sitja við bezta
brunninn í veröldu, Urðárbrunninn í
uppheimi, og hinú’ óviðjanarilcga vatni
ausa þær yfir tréð ; þá llnnir Verkurimr,
og stofninn verður hvítur.
Mynd þessi er framvaxin af tilfinning-
unni um það, að mannshug.urinn hlýtur
...’.4- »f«