Frækorn - 15.01.1902, Qupperneq 3

Frækorn - 15.01.1902, Qupperneq 3
....___________________-______________4 Þættir úr uppeldissögunni I. Franz Baco frá Vernlam (1561 —1676). Hann kendj mönnum fyr.stur þá list, að lesa í bók náttúrunnar. Fyrir daga hans vissu menn Htið annað um náttúruna en það, sem stóð í ritum heimspekíngsins Aristotelesar og hins rómverska náttúru- skoðara Pliniusar. Það var eins og eng- um kæmi þá til hugar að þeir hefðu þessa sömu náttúru fyrir augum sér, og gætu séð hana með eigin augum, Baco girnist að þekkja náttúruna. Hann tekur upp þá aðferðina að láta augun leiðbeina sér og lítur ekki í »bókstafa- bækurnEr.« Svo vísar hann pðrum á að fara eins að. Hann segir: »Eg vildi óska að menn vildu í allri auðmýþt og lotningu Ijúka upp bók náttúrunnar, þreytast aldrei að lesa hana,. sökktu sér niður f hana og sannfærðust af eigippi sjón og raun. Þar er sú tunga skráð, sem hljómar milli endimarka jarðar. Sú tunga breyttist ekki, þegar frumtunga mannkynsins skift- ist við Babel forðum. Þessa tungu geta allir numið og orðið ungir í annað sinn, ef þeir annars nenna að læra stafrótið. Það er hressing hverjum manni, að skoða þá hluti, sem í náttúrunni eru, og ( því er námið fólgið. Það er stafrófið, sem þart’ að læra. Það- gjörir meira. Það gjörir hvern mann sælli og atorkusamari. Maðurinn á að vera túlkur náttúrunn- ar. Hann á að skoða hlutina, sem f henni eru og læra að spyrja svo að hún svari. Með þvf kynnist hann öllu fyrirkom’ulagi hennar, öllum þei u lögum, sem húnhlýðir. Þetta er að starfa, þetta er að þekkja. Meira er ekki hægt að gjöra. Eng- inn maður veit meira en það, sem hann verður áskynja um með þvf. að spyrja náttúruna sjálfa. Hann verður að spyrja rétt, haga spurningunum eftir þeim lög- um, sem náttúrunni eru sett. Þeim kann enginn mannlegur kraftur að breyta, það er ekki hægt að gjöra gull úr grjóti þvert á móti náttúrunni. » Ef þú færð ekkert svar eða rangt svar, þá er það af því þú þekkir ekki nátt- úrulcgin til hlítar, kannt ekki að spyrja. Allt er undir því komið, að vér tökum rétt eftir, tökum myndir af sjálfum hlut- unum alveg eins og þeir eru. Guð láti oss aldrei verða það á að telja hugarburð vorn eða draummyndir hinar eiginlegu myndir sýnilegra hluta. Guð gefi oss náð sína til að rita ná- kvæmiega íjetta lýsingu á öllum þeim einkennnm, sem guð h.efir sett á ailt, sem hann hefir skapað. Því er eins varið um vísindi og listir og um jurtinnar. Ef þú ætlar að taka upp eitthvert tré fyrir fullt og allt, þá stendur á sama, hvað af rótinni verður En ætlarðu þér að setja það tré niður á öðrum stað, og í öðrum jarðvegi, þá er vissara að taka heldur rótina til þess en bolinn. Eins og kennt er nú á dögum, þá má svo heita, að ekki sé annað á boðstól- um í skólunum en greinarnar og bolur- inn af vísdómstrénu ; greinarnar eru reynd- ar fagrar, en rót vantar þær þó. Það er svo sem sjálfsagt. að snikkarinn, renni- smiðurinn og timbursmiðurin.i geta not- að þær, en þær eru ónýtar handa garð- yrkjumanninum, sem ætlar að [ lanta þær. Ef þér er það áhugamál að vísindin lifi og dafni hjá lærisveinum þínum þá skaltu helst láta þá kvisti eiga sig sem höggnir hafa verið af vísdómstrénu. Gerðu þér þar á móti allt far urn, að taka ræturnar vandlega upp úr jörðinni og endufplanta þær alveg óskaddaðar. Það mætti gjarnan talsvert af moid fylgja þeim. Það eru til tvær kennsluaðferðir: Önnur er sú. að byrja á því, sem auð- veldast er, en taka siðan hið örðugra; hin er það, að byrja á því sem örðug- ast er og taka síðan hið léttara. Síðari aðfcrðin eykur manni þrótt og þol. Hún svarar til þess að dansa á þungum skóm. Fyrri aðferðin samsvarar því, að synda með sundblöðunum; hún eykur kraftana smámsaman « Eftir daga Bacos taka vísindamennirn- ir að byggja á eftirtekt og reynslu. Þá rekur líka hver merkisuppgötvunin aðra. Þá varð sjón sögu ríkari. í fótspor háns feta þeir Kepler og Galilei. Allar uppgötvanir hans voru á réttum rökum byggðar og sannfærandi.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.