Frækorn - 15.01.1902, Síða 4
Leiðréttinq.
---------. *-ys,-—
Akureyri þ. 23. nóv. 1901.
Kæri bróðir í Kristi!
Með því að eg hef verið utan í allt sumar,
sá eg ekki fyr en í gær greinir þær, sem
birtust. í >Frækornum« 2. árg., 8. og 9. tbl.
viðvíkjandi mér og starfi mínu á Íslandí. Uíh
leið og eg þakka þér þá velvild, sem téðar
greinir bera vott um, vil eg biðja þig að
gera svo vel að leiðrétta eitt atriði í þeim>
sem kann að valda misskilningi, — nefnilega
að eg sé »Baptista trúboði«.
- Eg verð að skýra frá, að eg hefi ekkert
saman að sælda við »baptistana« fremur en
við aðra trúarfiokka, sem því miður éru nú
svo sorglega margir á Englandi og víðar.
i. Ekki var eg sendur til íslands af neinu fé-
lagi, ekki heldur kom eg hingað upp til að
stofna nýan trúarflokk, heldur vildi eg styðja
að því að. kristnum mönnum tækist að nálgast
meira hið upphallega ástand íkirkjunni,— nefni-
lcga,þegar »allir,sem trúaðirurðu, héldu sam-
an «. (Post. g. 2, 44.)
Það er engin ný kenning, sem eg ætla að
útbreiða, heldur eingöngu »Krists fagnaðar-
erindi, því það er kraftur guðs til sáluhjálpar
sérhverjum, sem trúir« (Róm. 1,16).
Bróðurlegast þinn
Freðk. H. Jóncs
*
* *
Oss er Ijúít að leiðrétta það, sem hér að
framan hefur verið óskað eftir. Með því að
nefna vin vorn Freðk. H. Jónes »baptista
trúboða« höfum vér ekki viljað hafa sagt, að
hann tilheyri hinni ensku baptista kirkju
eða sé erindreki hennar, því að oss er kunn
ugt, að svo er ekki. En hins vegar vitum
vér, að hann ásamt trúbræðrum sínum á
Brétlandi fylgir trúarskoðunum nefndrar kirkju
í því efni, sem nafnið baptisti sérlega bendir
á, nl. skírninni; hann er baptisti að þvíleyti,
að hann er skírður tullorðinna manna skírn
og álítur, að hún sé hin eina rétta biblíulega
skírn.
,Vér getum heldur ekki skilið þessa leið-
rétting hans þannig. að hann befi ú móti því.
Hann er líka allt of vandaður rnaður til þess
að kannast ekki við trú sína, ef til þess
kemur.
Ritstj.
Merkilegt handrit.
Hið einkennilega handarrit, sem Fræk.
i þetta skifti flytja mynd af, er syrlenzkt.
Efni þeirra orða, sem hér eru prentuð,
er 2. Mós. 13,515 — 16, en ritið allt eru
~ ^
aif
* ^ '•Cvo,
hinar 4 fyrstu bækur Móse. I’að heyrir
til British Museum og er elzta biblra-
handrit, sem menn þekkja. Það er ritað
í Amid árið 464 e. Kr.
,, — Mótlæti reynir trúna, en meðlæti
reynir kærleikann.