Frækorn - 25.03.1902, Blaðsíða 2

Frækorn - 25.03.1902, Blaðsíða 2
26 áður en þeir hafa nokkuð til að byggja »n}!ja húsið« al. Og þessi stefna þykir þeim skynsöm ! 2. Trúin á annað lif. A þessum pistli byrjar dr X með því að segia í aðfinningaskyni við trúuðu menn- ina: ♦ í’ótt undarlegt sé, eru þeir allajafna frakkastir á að dæma um það hiklaust, sem þeir minnst vita um.« Þess væri nú að værita, að annar eins maður og dr. X geri ckki sjálfur slíkt hið sama. Hann er samt ckki kominn lengra en út í byrjun 3. pistils fyr en hann kemst þannig að orði um það, hvernig menn bera sorgina Og aðskilnaðinn við dauðann : » En það megið þér vera vissir um, að ekki bera þeirbetur slíkan aðskilnað,sem áannað líf trúa og öll þess gæði heldur en hinir, sem vantar sannfæringuna um það.« Svo »hiklaust« dæmir dr. X; en auð- vitað veit hann »minnstum« þetta. Hann þekkir ekki hinar 1500 millj. manna, sem í þessum heimi lifa, og veit alls ekki, livorl þeim mundi betur líða eða eins vel, ef |>ær væru jafn trúarsnauðar og hann er (Meira um þetta, þegar talað verður um 3. pistil.) Svo fer dr. X að athuga hugmyndir manna um annað líf. Honum finnst þær geta ekki .sfaðizt próf skynseminnar. Eg vil lífa á »ástæður« hans. Hann segir : »Ef lífið eftir dauðann á að svara á nokkurn hátt til þeim hugmyndum, sem almennastar eru um það, þá þarf með- vitund og persónulegleiki hvers manns að haldast, einnig endurminningin um líf hans hér á jörðu.« l’að er alveg rétt. En honum finnst þetta »mjög erfitt að skilja«. Ilinn sljói skilningur doktorsins er samt engin sönn- un móti tilveru annars lífs. Doktórinn skilur ekki einu sintii, hvernig hið yfir- standandi líf er byrjað, eða hvernig því er farið. Og »frægustu spekingar heims- ins« hafa enn ekki getað svarað spurn- ingunni: Hvað er lífið ? En samt semáður efast víst ckki dr. X um að lífið sé til. Ekki skilur dr. X heldur, hvernig end- urfundir vina og barns og móður gætu átt sér stað hinumegin, þar sem kristna trúin lofar oss dýrðlegum ltkama, frá- breyttum þeim, sem vér höfum hér. Svo segir hann : »Til þess að þetta sé mögulegt þarf guð að gera óskiljanlegí kraftaverk.« Eins og guð geti ekki gert neitt það, sem dr. X skilur ekki! Mér er það fuil-ljóst, að guð geti gert ótal kraftt,- verk, sem doktorinn hvorki gæti skilið né skýrt. Doktorinn hcldur áfram : »Hugsum vér nú lífið halda áfram til eilífðar, þá vaknar fyrir oss ósjálfrátt spurningin: Hvaða innihald getur það endalausa lít haft, sem sífellt fullnægi sálum manna og geri þá sæla?« Svo segir hann, að kristna trúin geri það að innihaldi lífsins að lofa og veg- sama guð. Og að gera það allt afþyk'- ir honum næsta »hégómlegt«. En þettá er ekki rétt hjá doktórnum. Kristna trúin gerir ekki þetta að innihaldi eilífa lífsins. Hún kennir, að »guð er kær- !eikur.« Endimark lífsins er að verða guði líkur, þ. e. að verða hluttakandi í hinumóeigingjarnaeilífa kærleika. En þetta er nægilegt innihald eiiífs lífs. Dr. X virðist annað líf vera óhugsan- legt vegna þess, að endimark þess sé fullkomnun, en fyrir sér sé fullkomnun það sama sem »hinn meðvitundarlausi, eilífi friður—Nirvana, sem sumir Budd- istar hugsa það.« Ef vér gengjum út frá því, að guð sé ekki til, þá gætum vér ef til vill komist út í slíkar gönur. En ef guðs tilveru er trúað, þá verður niðurstaðan allt önnur. Guð er. fullkominn bæði í tilveru og í meðvitund. Vér getum ekki hugsað oss guð í neinu slíku Nirvana-ástandi, sem doktórinn. talar um. En ef fullkomnun og meðvitund er hugsanlcgt hjá guði, þá er það líka hugs- anlegt viðvíkjandi voru cilífa lífi. I raun og veru verður spurningin um annað líf spurningin um tilveru guðs. Hugmynd vor um tilveru guðs dregur það óhjákvæmilega með sér, að vér hljót- um að hugsa oss áframhald lífsins. An annars lífs væri heimurinn að eins for- máli bókar, sem aldrei yrði skrifuð. Hæfi- leikar mannanna geta þroskast takmarka-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.