Frækorn - 25.03.1902, Blaðsíða 6

Frækorn - 25.03.1902, Blaðsíða 6
3° nægjusemi í húsi þínú, sem var þitt musteri. En sorg og söknuður voru laun þín. Enginn ságði þér þakkarorð í eyra En þeir, sem nutu verka þinna, þeir gleymdu þér; já, — jafnvel þeir, sem áttu þér líf sift að launa, þeir gleymdu þér einnig. Stundum horfðir þú undrandi á okkur; og í næturkyrðinni þegar allt var hljótt og a|lir sváfu, þá var það, að vonbrigðanna tár vættu tíðum kinnar þín- ar. En samt sem áður möglaðir þú ekki, heldur vannstu sérplægnislaust meðan dagur entist. Nú ertu sæl, því nú hef- urðu fengið hvíid. En eg, sem gleymdi þér, — nú er mér allt í fersku minni. Og á einverustundunum leita eg til leiðis þíns og ber þar fram bænir mínar, frammi fyrir þinni þögulu endurminningu. Veslings faðir minn ! — þar er enginn minnisvarði, er minni á hvar hann ligg- ur. Og jafnvel grafarinn hefur gleymt hvar honum var holað niðnr. Hann dó i hræðslu og hugarvíli ; og hinir réttlátu kváðu upp dóm yfir honum og sögðu; hann var ekki cinn af oss, að oss beri að minnast hans. En -— hér er hann. Eg þekki hann. það er sem svalur andvari líði mér um æðar; eg er hræddur, en þó mitt í hræðsl- unni rólegur: hann hlýtur að birtast mér. Hann hlvtur að vita að eg er hér, að eg bíð og að eg hef svo margt að segja við hann. O, að hann kæmi nú, svo eg gæti sagt honum allt; — sagt honum, að eg er nú orðinn alls vfsari. Nú þekki eg hans angist, því nú nötrar hún í mínu eig- in hjarta. Og eg veit að sá sem farið hefur hans feril, hann hefur fyrirfram úttekið sína helvítis-hegningu. Vertu sæll, faðir minn. Hvíl í friði framvegis og eilíflega. Og fyrirgef mér -— því nú er eg veikur og einmana eins og þú. VII. Eg hef íundið mér afkima í kirkjugarð- inum, á einum stað út við girðinguna, þar scm kvöldsólar geislarnir ná til að verma og í h!é fyrir norðvcs.tan-næðingun- um. Og hann Gunnar, nafni minn, graf- arinn, hefur lofað mér því, að eg skuli fá að liggja þar. | Gunnar grafari cr aldraður maður; hann býr á meðal hinna framliðnu og ofð köma sjaldan yfir várir hans. En þegar ég mæltist til þess við hann, að ég fengi að liggja þarna í garðshorninu, þá leit hann á mig og mælti: » Þú ert fyr- irhyggjumaðúr*. Eg svaraði, að sú fyr- irhyggja mín næði ekki langt fram i tím- ann. A sólhlýjum miðdagsstundum sit eg í kirkjugarðshorninu mínu, og mér er sem sæti eg þar á sólbekkjum óðals míns. 1 fyr;tu setti eg mig á háan hest og hugðist að leggja heiminn undir mig;en að lokum má eg hrósa happi yfir því, að halda jæssum litla skika óhultum. Draumar og vönir, ást ög eftirlöngun, — það eru hrælögar, sem blika framund- an mér og ginna mig lengra og lengra út á auðnina. Siðan slokkna þeir einn eftir annan. Nú slokkna eg óg sé, að sjálfur hef eg ekki verið ánnað en draum- ur og vafurlögi. »Átt’ enga vandamenn?« spyr grafar- jnn; hann situr nú stundnm og ræðir við mig. »Að þvf leyti likt á komið með okkur, nafni.« »Ekki börn heldur?« »Nei, nú eru þau ekki min börn fram- ar.« »Hm. Settu það ekki fyrir þig, nafni, því eftir því sem maður á flciri börn, svo á maður líka fleiri nagla til líkkistu sínn- ar.« Ilann segir mér raunasögu sína. Sex sonu átti hann, og allir fóru þeir í burtu frá honum. Við það gugnaði hann og varð að gefa allt frá sér. Bújörðin hans lenti í bankanum og nu býr hann einsam- all í húsmennskuhreysi og lifir á því að hola mönnum niður í jörðina. — Þetta á hann bágt með að fyrirgefa sonum sín- um. Eg segi honum einnig mína sögu. »Eg eignaðist aðeins tvo sonu, og þeir voru litlir. Það er ekki satt, að eg hafi misst þá, því eg átti þá aldrei. Þeir uxu upp í ókvnnu landi og töluðu útlent tunguroál. Já, það var skoplegt: að eiga sonu, scm ekki kunnu sitt méðurmál. 1 hvcrt sin; sem þeir opnuðu munninn, heyrðist n ér þeir afneita fc ður sínum, ættmönnum og öllu scm n ér var kært.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.