Frækorn - 25.03.1902, Blaðsíða 7

Frækorn - 25.03.1902, Blaðsíða 7
3i í’að er þyngsta hegningin tyrir þann, sem sjálfnr hefur gert sig heimilislausan hér á jörðunni.« »En ennþá saknar þú samt drengja þinna.» ♦ Ennþá sakna eg drengjanna minna. Hér er það vonin sem h'ður, sérðu. f1 vf þegar draumarnir ekki rætast í mannsins cigin lífi, þá vill hann lifa það upp aftur í börnum sínum.« Svona sitjum við, karlarnir, báðir á gratarbarminum, og okkur finnst hugfró í því að bera upp kveinstafina hvor fyr- ir öðrum. Meira. Hann byrlaði seiti háfiemlarmaíur. Nú gefur h mn þetta -hailræúi . : »Ef |iú vilt, að æfin þín öll i hunda fari, á hverjum degi drekktu vín, dýrum vitlausari.« Líkimtar. Kóraldýrin eru svo smá, a) |iau sjást ekki rneð berum augum; samt vinna |nu stórvirki á sjávarbotninum. !Jau inynd i kalklög og hlaða þeim hverju ofan á annað, þartil boðar og blindsker, sem áður. voru hulin undir sjáv- armáli, koma upp úr sjó. — Lrkt á sér stað með hófdrylckjumanninn: iðugleg brúkun áfengis gerir hann að lokum að ofdrykkju- manni. Hygginn sjó naður sprengir og ryður úr lendingu sinni ékki aðeins þeím hnullungum og skerjum, sem upp úr sjó standa, heldur einnig þeim boðum og blindskerjum, sem hulin eru undir sjávarmáli. Ofdrykkjumönnunum, sem allir sjá að eru far- artálmi á vegi menningar og framfara, má líkja við sýnilegu skerin, þau er uppyfirsjáv- arflötinn gnæfa. En hófdrykkjumönnunum við blindskerin, þau er menn vara sig síður á. og erfiðara er að ryðja í burtu. Eins og það er sannreynt að hin síðarnefndu skerin eru hættulegri, eins er það Iíka víst, að allir þeir, sem fyrir áfengisnautninni falla, hafa fyrst laskað bát sinn á blindskeri hófdrykkj- unnar, bott mö'rgum hafi hinsvegar lánast að stýra þar svo gætilega, að ekki hafi orðið til- finnanlegt mein að. Sú þjóð, sem kastaði frá sér öllu áfengi, færi sannarlega að dæmi hins hyggna sjó- manns, sem ruddi öllum farartálma úr lendingu sinni. x Lítil athuzasemd. í’orsteinn rítstjóri Gíslason veit af því, að lögreglustjórinn í Clinton er fjærverandi, en finnur þar lögregluþjón, sem — eftir framkom- unoi að dæma —er »Non-Tetnplari« í húð og hár. fiennan náunga líst honum vel á og set- ur hann því um«vifalaust inn í lögreglustjóra- embættið og l etur hann síðan í embattis- nafni gefa þann vitnisburð um áfengisbann- lögin í Ameríku, sem bez.t á við tíl að hnekkja áfengisbannlagahugmyndinni hér. Þennan vitnisburð birtir svo ritstjórinn í Bjarka, 6. tbl. þ. á. og þykist þar hafa »tromf« á hendi sem ekki verði stungið. Én þegar eg svo læt í Ijósi að þessi aðferð hans sé miður rétt og heiðvirð, þá fer hann að reyna að telja mönn- um trú um það, að löreglustjóri og lögreglu- þjónti sé í rauninni alveg það sama, þeir megi heita alveg jafnir að völdum og metorðum og það sé óþarfa ineinbægni að lofa sér ekki að hafa þessi skifti á mönnunum. Og út af þessu fer hann að hreyta til mtn ónotutn 18. tbl. »Bjarka <. Hann segir, að þáð, setn eg tala um bind- indismálið, sé af innblæstri fiá öðrum. Eg tek þetta ekki illa upp fyrir honum, því eg veit, að mér er í mörgu ábótavant sem bindindismanni. En því verð eg að halda fratn, að það sé meiri heill og heiður hverjum sem er, að verða fyrir áhrifum þeirra manna, sem einlægan áhuga hafa á bindindismálinu, heldur en h:nna, 'serh í orði og verki styðja áfengis- nautnina óg álíta sig persónulega móðgaða, ef bent er á hið viðtæka böl hennar. !Jað ætti ritstj. líka að vita, að þau munu vera fá velferðarmálin, se.n h.tfa tómum af- reksmönnum á að skipa, og a) jafnvel meðal biskup.tnna og riddaranna á pólitíska skák- borðinu finnast peð, semfátt hafa til málanna að leggja frá eigin brjósti, eða sem ekki ha.fi áður komið einhverjum öðrum til hugar. Líkingar ritstj. eru einatt smellnar. og svo má segja um líkingu hans um riddarann og skeharnar (8. tbl; »Bjarka«): í staðinn fyrir að vinna að þ'u’ að ieggja undir sig Bretland hið mikla, fór riddarinn að tína skeljar í fjör- unni, — og í staðínn fyrir að halda mér að aðalefni bannlagamálsins, fór eg að svara athugasemdum ritstj. um málið. Eað er þrennt, sem svarar hvað til annars í líkingunni: i) Eg og riddarinn, 2) bannlögin og Bretland hið mikla, 3) athugasemdir ritstj. og—skeliarnar. —Við þetta hef eg ekkert að athuga. Á. Jóhannsson.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.