Frækorn - 27.03.1902, Side 5

Frækorn - 27.03.1902, Side 5
37 »á eftir hverjum, sem lætur aðra mein- ingu í ljósi en presturinn þeirra.« Við þetta hef eg ckkcrt að athuga. F.kkert er æskilegra, en að menn myndi sér sjálf- stæðar skoðanir á trúmálum eins og öðru og sýni umburðarlyndi við þá,sem aðrar skoðanir hafa. En þetta þýðir ekki, að menn megi ekki mótmæla hverri stefnu, scm þörf þykir að vera á móti, sé það að eins gert með hógværð og röksamlega. 5. Þetta kennum vér börnunum. Undir þessari fyrirsögn tekur dr. X til máls um »hina sáluhjálplegu kristnu trú« og vill slá því föstu, að kirkjan kenni, að »án þessarar trúar« sé eingin sáluhjálp möguleg. Sem dæmi upp á, hversu mikil fjarstæða þetta sé, segir hann svo sögu um tvíbura, sem stúlka hafi borið út, og að tveir ferðamenn hafi rekist á biirnin; hvor tekið sití barn og alið það upp ; annar ferðamannanna bafi verið Múhamedstrúarmaður, en hinn kristinn. Kristni maðurinn hafi látið uppala sitt barn í kristinni trú, og það hafi auðvit- að eftir dauðann farið til himnaríkis. En hitt bárnið, sem nam Múhamedstrú, hafi farið »til helvltis, þar scm óp er og gnístrun tanna«,enda þótt það hafi ver- ið »góður maður og guðrækinn», »tignað þann guð, sem er einn og einginn nema hann«, lært »að falla 5 sinnum daglega á bæn, láta engan synjandi frá sér fara, neita einskis áfengis« o. s. frv. Svona lítur dr. X á rrálið ng finnst auðvitað, að það sé »hreinn þvættingur, sem í kverinu stendur«. Jæja. Látum oss líta í kverið. Er þar Jannig kennt, scm dr. X scgir? Síður en svo! þar stendur ekki, að þeir, sem ekfi hafa átt kost á að þekkja Krist, muni skilyi ðislaust glatast. Setningin úr kverinu, sem dr. X til- færir, er engin grýla, svo framarlega hann gæti lesið og farið með hana sam- kvæmt anda kristindómsins. Honum til léttis skal eg endurtaka orð séra Helga Hálfdánarsonar og benda honum á rétta áherzlu í setningunni: »An þessarar trúar, sem kölluð er hin sáluhjálplega trú, getum vér eigi sáluhjálpina öðlast«.‘-— Sbr. Heb. 6, 4—6. Og í Post. 10, 34. 35. standa þessi orð: »Hjá guði er ékkert manngreinarálit, heldur er hver sá, scm óttast hann og hagar sér ráðvandlega, honum þóknanleg- ur.« b. Siðgæði 08: krlstindómur. Samkvæmt kenningu kristindómsins er Kristur líf og Ijós allrar tilverunnar. Og hann er til frá eilífð. Líf hans heiur meira eða minna upplýst »hvern mann, er kom í heiminn*. Jóh. 1, 9. Pað getur því ekkert siðgæði hugsast, sem ekki í raun og veru stafi trá honum. Von guðsafneitarans. Hver er hún, að hann hangi svo við hana og elski hana svo innilega? Hver var von Thomasar Pains, og hver var von Ingersolls? Hún var, er og verð- ur: að alheimurin eigi engan föður, eng- an konung, enga stjórnandi hönd, að allt sé til orðið af tilviljun, að það sé enginn hærri en vér sjálfir, sem getur dregið syndarann til ábyrgðar; að það verði engin hegning fyrir synduga mcnn, að það verði engin laun fyrir hina góðu; að ástvinir vorir sem vér grátandi sökkt- um í skaut jarðar, dóu sem dýr, og að vér aldrei munum sjá þá aftur; a ð þao sé enginn fastari klettur en vér sjálfir, sem vér getum sett fót vorn á, þegar mótlætisstormarnir dynja á; a ð það sé ckkert meðaumkvunarsamt hjarta á himni, sem geti heyrt andvörp vor og hjálpað oss í neyðinni; a ð það ,sé enginn guð, enginn frelsari, enginn himinn, og a ð allt eftir þettaðlffsé ekkert, ekkei t, ckkert. — Hvílík mótsetning til vonar hins kristna manns I Týndi faðirinn. — o— VIII. »Jæja, nafni,« sagði eg; »það líður nú einnig að því, að þú grafir mig niður í jörðina. Eg skrælna og visna. Sjálfur vex eg ekki og ekkert vex upp al mér. Eg er eins og viltu dýrin : holuna mína hef eg og meira ekki. Enginn mun sakna

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.