Frækorn - 27.03.1902, Blaðsíða 6
38
mín. Eg heyri ekki til undir neins manns
þaki og í einskis manns hjarta á eg nokk-
urt rúm.
Það sem eg eignaðist þar úti í fjar-
tegðinni, var tekið frá mér. En það
sem eg átti hér heirra, hefur fyrirfarist.
Eg var að heiman og gætti þess ekki.
Vindur og væta hafa eytt því, nöðrur
og nagandi tsnnur hafa upp-etið það.
Enginn minnist mín, og jafnvel bróðir
minn er mér frásnúinn.
Sjáltur svifti eg mig hæli mínu og
heimili, og heimilislaus verð eg í fram-
tfðinni. Eg geld þess nú, að eg fór mínu
íram, án þess að hlýða á fortölur föður
míns eða grátstunur móður minnar; eg
fór að ráði mínu eins og synir þínir,
Gunnar.
Æ, — graf þú mig, Gunnar; grafðu
mig langt niður í jörðina*.
IX.
Það var einnmorgun, eftir óværa nótt,
að mér kom til hugar : hvernig væri nú
að fara í kirkjuna?
Sé föðurinn nokkursstaðar að finna, þá
er hans þó að líkindum helzt þar að leita,
á meðal hinna annara helgu bernsku-
menja.
F.g fór í kirkjuna. Og eg fann þar
hina fornhelgu menjagripi og á meðal
þeirra: — guð minnar bernsku.
En, — nú var hann að eins sem skuggi
horfinnar hátignar. Hann var andvana.
Hér var hann ekki í orði og athöfn.
Oiðin voru hljómfögur sem fyr, ■— en
innihaldslaus og tóm. Eg hugsaði með
mér: hér sitja menn að erfi föðursins.
Eg fór heim aftur með síðustu von
mína slökkta.
En ennþá vaknaði ný von í brjósti
mínu. Mér kom til hugar að leita til
Meistarans.
Eg tók blblíuna og fann Meistarann og
spurði hann: hvað á eg að gjöra til
þess að geta tíleinkað mér b'fið?"
Hann svaraði: Breyt þú eftir boð-
orðunum; og síðan sagði hann: trú þú.
Eg spurði á hvern eg ætti að trúa?
Hann svaraði: Að eins eir.n er til, sem
cr góður, og það er guð. Og enn frem-
ur sagði hann: A mig áttu að trúa.
Eg spurði : Ert þú þá guð?
Hann svaraði: Drottir.n vor guð er
einn. Og enn íremur: Eg og faðirinn
erum eitt. Og enn sagði hann : Faðir-
inn er mér meiri, eg er að eins sá, er
hann útscndi.
Mörg af orðum hans voru dýrðlegjog
stundum virtist mér sem eg sæi þar föð-
urinn. En svo varð faðirinn að dómara
og skelfdur las eg um konunginn, sem
hélt brúðkaup sonar síns. Gestir voru
boðnir, en þeir komu ekki. Sendi þá
konungurinn þjóna sína út um götur og
stræti og bauð þeim að færa inn hvern
þann, er þeir hittu fyrir, þvi að fullur áttl
veizlusalurinn að vera. Þar varð líka
húsfylhr. En á meðal gestanna sá kon-
ungurinn einn, sem ekki var í hátíða-
búningi. Að þessum manni sneri hann
sér og mælti: Heyr þú maður minn,
því ert þú hingað kominn, án þéss að
vera í hátíðabúningi ? En maðurinn svar-
aði engu. Og honum var kastað á dyr.
Eg lagði bókina frá mér. Hér er um
tvo guði að ræða, hugssði eg, og um
tvo vegi til lífsins, — og tvo Meistara:
æðsta prestinn frá Nazaret og einhvern
óþekktan dulspeking frá austri eða vestri.
Nei, um þetta er bezt að múnkarnir glími;
eg verð að halda mér að því, sem eg
hef einhvern botn í.
Og þar með var mín allra síðasta von
útkulnuð. Meira.
Ókyrð í gröfum hirrna
framliðnu
— o—
»Friður hvíli yfir moldum hans«. Svo
er jafnan að orði kveðið, við leiði hinna
framliðnu. En út af þeirri reglu er nú
brugðið í stórum stíl á Egyptalandi.
Smurðu líkin, sem þar hafa varðveitst í
grafhvelfingunum í margar þúsundir ára.
eru nú ekki einasta send á gripásöfn út
um allan heim, heldur nota Egyptar þau
til eldsneytis og til áburðar á jarðir sín-
ar, og heilir skipsfarmsr af likklæðum
þeim, er lík þessi hafa öldum saman ver-
ið hjúpuð í, eru iú sendir til Evrópu og
Ameríku til pappírsgjörðar.