Frækorn - 03.10.1902, Qupperneq 2

Frækorn - 03.10.1902, Qupperneq 2
122 F R Æ K O R N. og sólarföður sendi lof og sífelt smáða bænar-raust; Sem hugði Guð sé eilíf ást, að elskan setti hinstan dóm, þó bendir þú með blóðgum klóm, er bænariðju hans þú sást: Á hann, sem bar sitt bölva-farg og barðist fyrir satt og rétt, að verða hjóm og hismi létt, sem hylur mold og sær og bjarg? Ei meira? O þá ógn og bann! hver ormur væri skárri þá; hvert skriðdýr leðju frumheims frá sér fegri sögu ætti’ en hann! O stóra, ljóta lygasþjald, ef léttir enginn þessa raun! Ó, hvar er bót og björg og laun? — Á bak við tjaldið,— þetta tjald! BJART SKIN OQ BLÍÐU-KVÖLD. Eftir sama. Bjart skin og blíðu-kvöld og boð um héðanför. en hvorki sút né sorgartjöld er set ég út minn knör. Gjör sléttan, Hrönn, þinn hjúþ, það hæfir ferðum þeim, er það, sem eitt sinn ól þitt djúp, skal aftur hverfa heim. Kvöldfró og klukknahljóð og kyrð við dagsins lát, en hvorki sút né sorgarljóð er set ég út minn bát! Á brott frá banastorð, þó breytist tíð og nöfn; ég vona' að sjá þann vin um borð, sem vísar mér á höfn. M. J. þýddi. Alfred Tennyson, höf. þeirra tveggja snildarkvæða, sem »Frækorn« nú flytja í þýðingum eftir séra Matth. Jochumsson, var fæddur 1809 í Lincolnshire, en dó 1892. Hann var eitt af helztu skáldum Eng- lendinga á 19. öld. Mörg skáldverk liggja eftir hann. Kvæðasafnið »In Me- moriam« er þó talið merkilegast þeirra allra. Efni þess er — eins og hinn þýddi kafli þess hér að framan ber með sér — lífsins dýpstu spurningar, og þótt þau svör, sem hann þykist finna við þeim, séu þess eðlis, að skiftar skoð- anir verði um þau, þá kemur fram í kvæðum hans slíkur innilegleiki og djúp hugsun, að hver alvarlegur maður hlýtur að verða snortinn af því. D. 0. ^<T Forréttindi og möguleikar mannsins. —o— »Hví skapaði guð mig, til þess að eg skyldi glatast, ef eg breyti móti lögum hans, og hví koma svo margar milliónir manna í heiminn einungis til að líða og glatast ?« Mér skilst af þessum spurningum, að þú vild.ir heldur, að guð hefði skapað þig þannig að þú ekki hefðir getað syndgað; en eg er þess viss, að ef þú hugsar málið vandlega, muntu verða fylli- lega ánægður með, að það er eins og það er. Guð hefði getað skapað þig þannig, að þér hefði verið ómögulegt að syndga, en þá hefðirðu verið allt annar en þú ert. Guð hefur skapað margt það, er ekki kann að syndga, svo sem t. d. stokk og stein. Vildir þú vera líkur þeim? Vildir þú ekki heldur vera hugs- andi vera en líflaus hlutur? Guð hefur gefið manninum undraverð forréttindi, en »vandi fylgir vegsemd hverri«. Enginn gefur ómetanlega fjár- sjóði til ábyrgðarlausra skepna. En vitið, og Iátið alla vita, að guð hef- ur aldrei skapað nokkurn til að syndga. Hann hefur aldrei gefið neinum líf og til- veru til þess að hann skyldi glatast.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.