Frækorn - 03.10.1902, Qupperneq 6

Frækorn - 03.10.1902, Qupperneq 6
126 FRÆKORN. Týndi faðirinn xx. »Að hjálpa fátæklingum er að ala upp iðjuleysingja,« segi eg. »Nei«, svarar hann, »ekki þegar eg hjálpa þeim með minni eigin vinnu. Letinginn framleiðir letingja; og betl- ara-bófinn elur sig eins og maðkur í átu. Smælingjarnir mæna upp til þeirra, sem hærra eru settir, þangað til hugsun þeirra verður eingöngu: eg vil líka lifa góðu lífi með lítilli fyrirhöfn; en sá sem vinm ur, kennir öðrum starfsemi.« »En vinna þín hrekkur naumlega til þess að hjálpa sjálfum þér«, svara eg. Hann brosir, »Þú veizt ekki, hve lítið maður kemst af með. Nú veit það enginn, eftir að menn fóru að lífa af peningum En það er hjegómagirnin — frekar en fæðan — sem eykur útgjöldin«. Eg minnist á mannfélagsskipunina, sem útheimtir, að hver hugsi um sjálfan sig, og elliár sín og afkomendur. En hann svarar: »Þessi allsherjar-óeining hins svonefnda manntélags kemur mér svo lítið við. Eg gef keisaranum það, sem honum ber, og sé undir því komið að fórnfæra, jafn- vel lífi og limum, þá er Kristur þar fyrsta og fullkomnasta fyrirmyndin ; en hið sanna samfélag byggist á samvinnu og friði, en ekki á óeiningu. Og sá sem ætlar sér að bæta mannfélagið, hann byrji á sjálfum sér.« Og ennfremur segir hann mér, að rétta aðferðin til að búa í haginn fyrir elliár sín, sé sú, að hjálpa öðrum; því komi sá dagur, að maður verði sjálfur þurf- andi, þá lofi maður náunganum að rétta sér hjálparhönd, »og það er eina sanna gleðin, sem maður getur veitt honum«. Eg get ekki stilt mig um að brosa, og segi: Þú tilheyrir ekki þinni sam- tíð.« »Nei, guði sé lof!« — er svar hans. XXI. A nóttunni sannfærist eg um það, að lífið er sólar-afl, sólar-eldur. Því þegar sólin er horfin, slokkna eg. Og fái eg ekki að slokkna í svefni, þá Ngg eg með hitasótt og sé ofsjónir. Það er dauðinn sem ræður og maran sem ríður.^ Og^ hel-skuggar leggjast um hálfbrostin augun. Gráir langleitir hugar-óburðir gægjast fram úr gættunum. I skotunum, þar sem skugga ber á, setja ömurlegar end- urminningar, glápandi grænum glirnum, Og náttlampinn berst við myrkrið, eins og þekkingin við hindurvitni og heimsku. — — Synd? — Nei, Eg syndgaði ekki. Eg lifði eftir lögmáli lífsins. Lög- máli guðs, sem er, að hvað upp-eti annað. Eða er það ekki svo? Er það ekki ætlunarverk allra hluta að vera hver ann- ars næring og að uppleysast hver í öðr- um, og er það ekki lífið sjálft, þetta breiða, beljandi straumflóð með síbreyti- legri lögun, — þetta blikandi litbrigða- haf og öll þessi endalausa mergð, — sí og æ hins sanna — er nefnist heimur? Pví svo segja vísindin: I þessu er Iffið innifalið, að ein skepnan eti aðra og verði síðan sjálf upp-etin. Hver og einn elur sig, svo hann verði sem feit- ust og ljúffengust bráð síns yfirmanns. Eg át einnig meðan eg gat, og var^sVo sjálfur etinn; og á sínum tíma verða rnínar síðustu leyfar etnar af ormum; því að lokum eru það undirlægjurnar sem upp svelgja okkur. Eg hlýði lögmáli h'fsins; eg beygi mig fyrir því; og að síðustu hverf eg í til- verunnar alvíðu vömb, til þess að melt- ast þar og uppleysast, en verð svo aft- ur hrifinn með á nýja hringferð með blóðstraumplífsins. Og hversvegna skelf- ist eg þá? Þessi blóðstraumur er hið eilífa lífið. BÚASTRIÐIÐ hefur kostað Bretland um 4,625,000,000 kr. Þetta fé er svo mikið, að ef því t. d. hefði verið skift niður á alla menn á Islandi, mundi hver maður hafa fengið hér um bil 60,000,000 (sextíu milliónir) króna.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.