Frækorn - 03.10.1902, Side 7
FRÆKORN.
127
Fyrsta boðorðið.
[Niðurl.]
Það er komið fram á þorra. Lyden er með
bréf í hendinni og margles það. Hann roðn-
ar og fölnar á víxl. Ætli það sé satt? Það
væri óttalegt! Demantshringurinn á að hafa
fundizt í kaffipoka! Hann man enn eftir deg-
inum, þegar hringurinn hvarf. Hann hafði rót-
að í kaffinu með hendinni, svo að það' var
ekki ómögulegt. En þá var Robby saklaus,
og hafði ófyrirsynju orðið að þola alls konar
misþyrmingar, til að segja, hvað hann hefði
gjört við hringinn. Lyden var ekki sérlega við-
kvæmur, en þegar hann hugsaði um meðferð-
ina á Robby, sem hann sá nú að hlaut að vera
saklaus, þá fór hrollur um hann. Hann stóð
UPP og gekk hljóðlega til fangaklefans.
Allt var hljótt, en ailt í einu heyrði hann
hljóðskraf og nafn sitt nefnt. Hver er að tala
um hann?
Það skyldi þó ekki vera samsæri á ferðum?
Hann læddist á tánum og fór brátt að heyra
greinilega orðaskil.
„Heldurðu, að þú sért mikið lakari?'1 segir
einhver.
«Eg held að eg eigi skammt eftir",segir Robby.
„Trúir þú nú af öllu hjarta, að guð hafi
fyrírgefið þér syndirnar og muni gefa þér eilíft
líf ?“
„Já, eg trúi því af öllu hjarta, og get nú
þakkað guði fyrir, að húsbóndi minn lét mig
vera hér, annars hefðuð þér líklega ekki komið
til mín, og eg því síður hlustað á yður"
„Hefirðu nú fyrirgefið Lyden alveg rangind-
in, sem hann hefur sýnt þér?"
„Já, vissulega; mér þykir vænt um hann, og
vildi óska að þér gætuð sagt honum frá öllu,
sem þér hafið sagt mér".
„Já, ég vildi óska að ég mætti tala við hann
um frelsarann".
Það sló köldum svita út um Lyden; hann
hafði þekkt rödd þess, er siðast talðaði.
Það var kristniboðinn, sem kom til hans
fyrir skömmu og bað hann um leyfi til að pré-
dika fyrir svertingjunum, sern hjá nonum voru.
Hann hafði verið mjög þurlegur við kristni-
boðann, sagzt halda, að svertingjana varðaði
Iítið um það, sem hann kallaði kristindóm;
það yrði ekki til annars en ala upp í þeim
þrjózku og leti; og þegar svo kristniboðinn
maldaði í móinn, hafði hann rekið hann út og
fyrirboðið honum að halda nokkra samkomu
fnnan sinna umráða.
11 Eg vildi ekki óska honum að þola eins
mikið og eg hef liðið að undanförnu, en eg
vildi að guð gæfi, að hann mætti horfa eins
rólegur móti dauða sínum, eins og eg get
núna", heyrði hann að Robby sagði.
Nú gat hann ekki Iengur staðið á hleri; hann
skundaði inn í fangaklefann, féll á kné við
hliðina af Robby, sem lá á gólfinu, laut niður
að honym og sagði: „Eg veit að þú ert sak-
laus. O, fyrirgefðu mér, hvað eg hef verið
miskunnarlaus við þig."
Kristniboðanum og Robby varð heldur en
ekki hverft við. Robby gat varla trúað öðru,
en þetta hlyti að vera draumur, en samt reyndi
hann að rísa upp og stundi upp: „Guð blessi
yður, herra minn."
Rétt á eftir var Robby kominn í mjúka
sæng i húsi húsbónda sins. Kristniboðinn og
Lydert sátu báðir hjá honum, Hann var að
fram kominn, en var þó rólegur og glaður
yfir því að hafa fundið náð hjá guði og sjá,
að stallbræður sínir mundu fá annan húsbónda
úr þessu.
Vorið er komið og allt er orðið fullt af
skógarilm og fuglakvaki. Tóbías gamli og
konan hans lifa enn þá og búa í húsinu
sínu, presturinn hafði séð um það. Fótbrotið er
batnað, en hann verður samt að ganga við
hækju, hann hafði ekki liðkast við leguna.
Þau voru snemma á fótum á hvítusunnudaginn,
enda bar gullbrúðkaupsdag þeirra upp á hvít-
asunnuna.
„Við verðum að staulast til kirkju í dag,
góða mín", sagði Tobías, þegar Berta kom
með morgunkaffið til hans.
„Já, við skulum gjöra það, veðrið er svo
gott núna og við þurfum að þakka guði fyrir
margt og mikið í dag".
Rétt á eftir héldu þau af stað. Tobias settist
niður á meðan Berta lokaði hliðinu ; hún hjálp-
aði honum ?vo á fætur og leiddi hann eftir
veginum. „Ó, hvað ég má þakka guði fyrir,
að hann gaf mér þig, Berta mín, og lofaði þér
að lifa svona lengihja mér, til að hjálpa mér og
styðja."
Hún svaraði engu en þrýsti handlegg hans
fast að sér, um leið og nun þurkaði sér um
augun.
Eftir messu bauð presturinn þeim að aka
heim með sér. Seinna partinn komu þangað
ýmsir sóknarmanna og hélt presturinn þeim
dálitla veizlu, til að minnast brúðkaups gömlu
hjónanna.
Berta var ýmist að gráta eða hlæja, en Tó-
bías tautaði fyrsta boðorðið fyrir munni sér
við og við.
Um kvöldið ók presturinn með þeim heim
á leið og slógust flestir boðsgestanna í för-
ina.
„En hvað er þetta? Er þetta húsið okkar?"
hugsaði Tóbías, þegar vagninn var rétt kominn
að hliðinu heima hjá honum. Unglinga hópur
stóð við hliðið, og hliðið var allt umvafið
blómsveigum, þó var ekki minna um, þegar
inn í garðinn kom, blómsveigar höfðu verið
settir í kring um alla gluggana á húsinu þeirra
og upp yfir dýrunum stóreflis sveigur og inn-
an í honum stórt spjald með gylltu letri og
stóð þar: „Vér eigum yfir alla hluti .íram guð
að óttast, hann að elska og honum að treysta."
Það var kveðja frá æskulýðnum til gömlu brúð-
hjónanna:
í sama bili og vagninn^nam staðar við hús-
dyrnar, byrjuðu ungmennin á sálminum: