Frækorn - 24.12.1902, Blaðsíða 1

Frækorn - 24.12.1902, Blaðsíða 1
 V v DES. JOLABLAÐ. 1902. Q L E Ð 1. J^omin eru jólin, sem jeg hef lengi þráð, jeg skal vera glaður og lofa drottins náð, allt er hreint og fágað og fögrum ljósum skreytt, flúið burtu myrkrið og sorg í gleði breytt. s. j. j. FRELSARINN. »Svo elskaði guð heiminn, aðhann gaf sinn eingetinn son, svo að hver sá, sem á hann trúir, ekki glatist, heldur hafi eilíft líf." Jóh. 3, 16. pRÁ upphafi var það guðs eilífi til- gangur, að sérhver skynsemi gædd vera skyldi hlýða honum af fúsum vilja, þjóna honum og elska hann; þvf að eins á þann hátt gátu mennirnir öðlast sæluna á hennar fullkomnasta stigi. Maðurinn var skapaður fullkominn — skapaður eftir guðs mynd. Með því að syndga, fyrirgjörði hann sínu sakleysi og varð dauðanum undirorp- inn. Réttlætið krafðist þessa; en þó að guð hataði syndina, elskaði hann samt syndarann, því hann er óum- breytanlegur. Englarnir á himnum elskuðu mann- inn, og við syndafallið fylltist alheim- urinn sorg. Lögmál guðs, sem heiðrað var og elskað af himnanna hersveitum, var fótum troðið af mann- inum og að vettugi virt; og dauðinn, sem til þess tíma hafði verið óþekktur, hlaut nú að feta í spor syndarinnar. Þar virtist vera fokið í öll skjól fyrir vorum fyrstu syndugu foreldrum. En í alheiminum var einn — að eins einn — sá, er bætt gat fyrir brotin og frelsað hið fallna. Enginn nema hann, sem valdið hafði til að skapa, — engitin annar en hann hafði mátt til að frelsa. Guðs sonur, föðursins eingetni sonur, gat komið manninnm til hjálpar, og hann gaf sjálfan sig sem friðþægingarfórn fyrir syndarana. En mun guð í slíkum tilgangi vilja gefa soninn sinn,sem hann elskar svo heittr Elskar hann veslings syndar- ann svo mjög, að hann láti hans vegna af hendi þessa dýrmætu fórn ? Já, engin fórn vex þeim í augurn, er elska, og elska guðs er »eilífur kær- leikur«. »Svo elskaði guð heiminn«, að þegar hann féll í synd, þá gaf hann sinn eingetinn son, heiminum til við- reisnar. Það var ekki eingöngu það, að Kristur dæi fyrir oss, heldur er hann gefinn oss til eignar um alla eilífð. Hann er vor nú og um eilífð- arinnar endalausa tímarúm. Hvíh'kur

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.