Frækorn - 24.12.1902, Blaðsíða 4

Frækorn - 24.12.1902, Blaðsíða 4
JOLABLAÐ FRÆKORNA. gleði! En það skar mig í hjartað í hvert sinn, er einhver þeirra óskaði mér gleði- legra jóla. Það hljómaði eins og kuldaspott í eyrum mínum. — Eg heimilislaus ognú vinalaus útlendingur! Aleinn í hálfan mán- uð, sjá og heyra gleði, en sakna hennar sjálfur. Svo tók eg skíðin mín og flúði til skógar. Ikorn og smáfuglar hoppuðu og stukku milli trjágreinanna. Frostperlur glóðu eins og gull og gimsteinar. Tungsljósið titraði yfir snjónum, trjáskuggarnir teygðu trölls- loðna arma eftir mér á allar hliðar. Stjörn- urnar blikuðu. Bláskær brosir Vega hátt í suðri, og Ca|3ella skín eins og logaskært jólakerti í heiðsal himinsins. I suðaustri leiftrar hið rauða og flóttalega auga Uxans sem og er von, því hinn voldugi veiðimaður Oríóneltir hann miskunarlaust. Harðia lang- stígur er hann og gyrtur gullbelti með sverð við hlið og hunda sína tvo í hælun- um, Prókýron og Síríus, hinn litla og hinn stóra. En Karlsvagninn ekur hægt fram yfir himininn á hinum fjórum gullhjóluin sínum eftir sinni eilífu hringbraut kringum Pólstjörnuna. Og hugur minn fær ókeyp- isfar. Norður, norður! — Norður við heim- skaut í svalköldum sævi ,nemur hann staðar. - En nú var eg á heimleið. í heil- an tíma hafði eg heyrt kirkjuklukknahljóm- inn bylgja dauft í velrarköldu loftinu, og nú ögnuðu þær allt í einu; seinustu tónarnir dóu skjálfandi langt út í frosthörðu, fannbörðu skógarhlíðunum. O, hæ og hó, Hve það var kalt! Það tísti og ýlfraði í snjónum undir skíðunum. Og arnarklær og rándýrstennur vetrarins læstu sig inn í hold og blóð. Nei, eg varð að fara heim í hlýja, notalega herbergið mitt, breiða þykka stólteppið á gólfíð fyrir framan ofn- inn, leggjast niður á það, eins og eg var vanur í rökkrinu, Ijúka upp ofnhurðinni og horfa dreymandi inní eldslogana, sem leika sér að viðarskíðunum. — — — Og svo lá eg hálfgert á hliðinni fytir fram- an ofninn minn og starði hugstolinn inn í eldslogaleikinn, sem lifði ogbreyttist í ótal undramyndir. — Eg heyrði ekkert og sá ekkert nema þetta eina stóra eldauga, sem dáleiddi mig og dróg mig til duldra heima. Helgi Valtysson. Yfir krossi Krists eg fagna. („In the cross of Christ 1 glory.") Eftir Sir John Bowring. (Frægur enskur sálmur). Yfir krossi Krists eg fagna, kærleiks undri Quðs’ og manns; hundruð ljósin helgra sagna hverfa fyrir geislum hans. Eftir því, sem fleiri’ og fleiri fölna lífsins stundarhnoss, eftir því er meiri og meiri meinaléttir Drottins kross. Þó að völtu vinaskjólin veiti fró um stundarbil, krossinn er hin sanna sólin, sem þeim gefur ljós og yl. Fögnuð vorn og grát í geði göfgar jafnt hinn helgi kross; þýðing lífs í þraut og gleði þaðan fegurst skín við oss. Yfir krossi Krists eg fagna, kærleiks undri Quðs og manns; hundruð ljósin helgra sagna hverfa fjrir geislum hans. Matth. Jochumsson. Jóladaginn kl. 12 á hádegi verður haldin norsk guðsþjónusta íBindindishúsinu á Fjarð- aröldu. Sungið verður í Landstads Sálmabók. Jóladaginn kl. 5. síðd. fslenzk guðsþjónusta í sama húsi. CP/CI/nRN heimilisblað með myndum, ■ ■■ **ll, 24 blöð á ári auk jólablaðs, - kostar hér á landi 1 kr. 50 au um árið; til Vestur- heims 50 cents. Borgist fyrir 1. okt. Ursögn ógild, nema komin sé til utg. fyrir 1. okt. og.blaðið sé að fullu borgað fyrir það ár. D. Ostlnnd. útg. Prentsmiðja Seyðisfjarðar.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.