Frækorn - 24.12.1902, Blaðsíða 3

Frækorn - 24.12.1902, Blaðsíða 3
JOLABLAÐ FRÆKORNA s=.r-; ,, J ’ íl'i< , JÓl- J ól með tólgarkerti og laufabrauð í hreinum,sak- lausum barna- höndum, með margra daga spennandi bið eftir hinu stóra dularfulla, ó- komna, sem dregur barnahugann með geislaskærum ljósörmum og hjartahrífandi hátíðarblæ með margleitar hugsanir, er allar stefna innað. Til hjartans. - Jól yfir stórhýstum, ijósieiftrandi bæ, með blikandi rafljós frá götum og glugg- um, með ómandi hljóðfæraslátt frá ótal húsum, með hjartnæman barnasöng í gleði- töfrandi leik kring um gjafaskreytt jólatré. Með klukknahljóm í málþungu samræmi skjálfandi út yfir vík og vog. -- Jól yfir snæþaktri, barmbreiðri byggð, yfir beinvöxnum, dökk- grænum skógi, er teygir arma sína í titrandi, þögulli til- beiðslu móti guðs heiðum himni, þar ótal stjörnur loga og leiftra eins og ljósskær kerti, og tunglið hylur heiminn silfurhvítri draum- blæju sinni, og hann opnar ástarþyrstann faðminn móti alkærleika guðs í gleðiboði jólanna. Því að heimsins stóra hjarta þráir grátsárt ást og eilífan frið. Já, eg man það svo glöggt, allt þetta, er nú líður að jólunum, og eg sit aleinn um miðja nótt og læt herskara liðinna til- burða svífa framhjá í huga mínum. Hljótt og þögult fer fylking sú.- Jólaminni líða framhjá, heilsa, brosa og kinka kolli, sum með táravot, sum með gieðileiftrandi augu, en sum brosandi í tárum. Og eg teygi armana eftir þeim og hjarta mitt er fulltaf blóðheitri þrá, því aldrei hef eg verið eins einmana — eins aleinn í heiminum eins og nú. — Það er svo stillt, að eg heyri hjarta- slátt minn. Og langt inn í hyldýpi huga míns sé eg óskabarn allra minna jólaminn- inga. Ó, hveeg elskaþað! í vakandidraumi og á andvökunóttum kemur það í heimsókn, strýkur migyfir enni og augu með hvítum, mjúkum barns- höndum, kyss- ir mig á kinn- ar og munn ineð blóðheit- um, skjálfandi vörum, leggst dúnmjúkt og draumfagurt að brjósti mínu. - Það eru rétt sex ár síðan, aðfangadags- kvöld kl. 6. Eg kom á skíðum gegnum skóginn. Hafði hlaupið langt yfir holt og hæðir í einhverju hálftryllings heimþráaræði, sem hafði komið yfir mig, þótt eg væri þá búínn að vera fern jól að heiman frá skyld- mennum og ættjörðu minni. Jeg lifði margbreyttu og tilburðaríku skólalífi, átti marga kunningja og vini meðal skólabræðra minna, og allt líf mitt var ungt og bjart og fagurt En nú hafði eg fylgt þeim öll- um á eimskipabryggjuna. Því þeir fóru heim nm jólin. Olaðir cg hugfagnandi. Koma heim tíl foreldra ogsystkina. Hvílík

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.