Frækorn - 24.12.1902, Blaðsíða 2

Frækorn - 24.12.1902, Blaðsíða 2
JÓLABLAÐ FRÆKORNA. 2 óútmálanlegur kærleiki! Hann er mannlegum skilningi ofvaxinn. En þannig elskar guð. Hversu ólíkt er ekki þetta hugsun þeirra, er álíta guð ómiskunsaman dórnara, er helzt kjósi að hegna synd- aranum og afmá hann, og að það sé eingöngu stöðugri milligöngu Krists að þakka, að guð eys ekki reiði sinni yfir höfuð syndaranna. En vér sjáum, að guð og Kristur eru eitt í ráðum og áformum, eitt í kærleika, óskum Og tilraunum til að »frelsa það, sem tapað var«. Það er ekki guð, sem þarf að verða sættur við mennina. Guðs vera og eiginleg- leikar eru óbreytanlegir; en maður- inn hefur ráfað burtu af vegum guðs. Hinar syndsamlegu hugsanir manns- ins hafa skilið hann frá guði. Ætl- unarverk Ktists er að fá hann til að elska guð og koma á samhug. Þetta var einnig guðs verk; »því guð í Kristi friðþægði heiminn víð sjálfan sig«. Kristur kom til vor í mannlegri mynd og gekk ftam við hlið syndarans, til þess að sýna honum fullkomið líf, það er, guðs líf í manninum; og á þennan hátt segir hann við syndar- ann: Þannig vill guð, að þú sért. Það var að eins einn vegur til að reisa við hina föllnu. Maðurinn hafði brot- ið guðs heilögu lög, og lagabrotið hafði fjarla gt hann frá guði. Lögun- um varð ekki breytt eða þau burtu numin syndaranum til frelsis, og þó það hefði verið gjört, þá var ekki á þann hátt hægt að friðþægja mann- inn við guð. Breyting á guðs lögum mundi ekki hafa upphafið manninn, heldur niðurlægt skaparann. Þessu gat ekki orðið fyrir komið á þann hátt; þessvegna tókst frelsarinn þenn- an starfa á hendur, til þess að lögun- um yrðri fullnægt. A undan hingaðkomu frelsarans veittist hinum iðrandi syndara fyrir- gefning og friður fyrir trúna á hinn væntanlega friðþægingardauða, eins og þetta veitist oss, er lifum hérnameg- in krossins. I trú horfðu þeir fram til hins komandi frelsara; en vér horfum til baka til Nazaret — og til Golgata. Vér horfum til baka til blessaða barnsins í jötunni, — til hans sem gekk í kring, kenndi, læknaði og gjörði kraftaverk, — til hans, sem af ást til vor bar syndir vorar upp á kross- inn á Golgata. En vér mænum einn- ig í trú og von fram til hans, er inn- an skamms mun koma »i dýrð sinni og föður síns og heilagra engla«. Látum þessa jólahátíð minna oss á. að færa oss sem bezt í nyt ávöxtinn af hinni fyrri tilkomu frelsarans, svo að vér verðum við búnir, er hann kemur í annað sinn.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.