Frækorn - 15.01.1903, Blaðsíða 6

Frækorn - 15.01.1903, Blaðsíða 6
6 FRÆKORN. Enn um blótsyrði —O — „Ætíð kann illa skarta á tungu’ og vörum þér nafnið svikarans svarta; slíkt kristnum forðast ber. Blót illt og bölvið hér blíðri guðsblessun sneiðir, með bölvun sálu deyðir. en áfellis aflar sér." Ounnl. Snorrason. I »Frækornum« f. á. g og io. tölubl. hef eg lesið 2 greinar um blót, og er það nýtt að hin ísl. blöð flytji greinar þess efnis. En það er þó furða mikil, að hin kirkjulegu blöð landsins skuli eigi hafa hafið máls um slíkt, að vara menn við þessum almenna, en þó afar- Ijóta og syndsamlega lesti. Svo má að orði kveða, að nálega hver einasti maður viðhafi blótsyrði í daglegu tali, meir aða minna. Jafnvel margir góðir og vandaðir menn og virð- ingarverðir eru alls eigi lausir við það.— En af hverju kemur þetta ? Af rótgrón- um vana, barnsvana, íhugunarleysi, skeyt- ingarleysi; en eg vil segja: sjaldnast af eiginlegri illri hugsun, nema þá er mönnum rennur í skap, menn reiðast.— Menn eru svo vanir orðnir að heyra töl- uð blótsyrði, og að tala þau sjálfir, að mörgum manni finnst þau sem hvert ann- að almennt mál. Þeir sjá eigi, að þetta er ljótt og syndsamlagt, »því vaninn gjörir að vömm er fríð,« Hið illa og ljóta getur komist í svo almennan og rikan vana, að menn sjá ekki skaðvæni þess né skömm. Blót lætur mjög illa í eyrum þeirra, er eigi temja sér það. Heyrðu mér, góði bróðir, hver sem þú ert. Vera má, að þú sért vandaður : maður og í heiðri hafður að maklegleik- um. En ef þú ert blótsamur, þá kalla eg það blett á þér, já, ljótan blett, sem þú getur eigi brott skafið né numið á neinn annan hátt en þann, að þú hættir slíku orðalagi. Orð þín geta haft eins mikið gildi og fært eins góðan árangur, þótt þau séu eigi »krydduð« blótsyrðum, ef þau eru vel og skynsamlega hugsuð og valin Vort kæra móðurmál er auð- ugt af áherzluorðum, sem betur eiga við, og eru fegurri en blótsyrði. Og eg segi þér satt, vinur og bróðir, þú munt eigi missa neitt af virðingu þinni, né tapa áliti þínu hjá fólki, þótt þú skiftir um orðalag á þennan hátt. Nokkrir bera það í bætifláka fyrir blót- semi sína, að Jj ir meini alis ekkert með slíkum orðum, því að það lljóta, er þeir nefna, sé ekki til. Ekki skal eg í þetta sinn þrátta um slíkt, né reyna til að sanna, að þetta sé meir en nöfnin tóm, En spyrja vil eg yður, bræður góðir. Meinið þér alls ekkert, er þér segið stundum í reiði: »Farðu til h . . . ,« eða »A . . . taki þig,« og fleira líkt þessu. Þetta er talað með áherzlu eins og óbæn, og lítur út sem óskin komi af heitum hug, og samt meinið þér ekkert með þessu! En slík orð eru þó óguð- leg, sem enginn kristinn maður ætti að láta sér um mnnn fara. Minnumst þess, er Kristur sagði: »Fyrir hvert illyrði, er mennðirnir mæla, skulu þeir á dóms- degi reikningsskap ljúka.« Matt, 12 36. Bræður góðir, varist allan vondan munn- söfnuð; hann prýðir engan mann, miklu fremur lýtir menn afskaplega. Verið get- ur, að sumum þyki skemtan góð að ófögrum orðræðum og gárunga hjali. og verið getur, bróðir, að þú, sem vilt var- ast slíkt, sætir snuprum og spéglósum af því að þú vilt eigi »vera með.« En hirtu eigi um slíkt, hver á að vanda sig. Illt samtal spillir góðum siðum. Það er sönn prýði á hverjum manni að varast blót og allar ófagrar orðræður og gár- ungahjal, sem kristnum sómir eigi. Já, jafnvel þótt vér kynnum að heyra ein- hvern »fína« manninn eða heldri menn hafa slíkt orðbragð í munni sér, þá skeyt- um því ekki. Þeir geta verið oss til fyrirmyndar í öðru en því. Allir, sem nokkurn taum vilja hafa á tungu sinni, þekkja hve torvelt er að temja hana — torveldara en flest annað. En hvað tjáir um að tala? Fæst af því, sem mikið er í varið, getur fengist fyrirhafnarlaust. Viljir þú kunna eitthvað, bróðir, hlýtur þú að æfa þig í því og hafa áhuga á því. Svo er um dygðina. Viljir þú verða auðugur að dyggðum, hlýt- ur þú að æfa þig í þeim og slá aldrei slöku við. Og þér mun takast það með guðs

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.