Frækorn - 17.02.1903, Side 3
FRÆKO RN.
greinarmunur; því að allir hafa syndgað
og hafa skort á guðs dýrð.«
Þá kemur spurningin: »Onýtum vér þá
lögmálið með trúnni? Fjarri fer því, heldur
staðfestum vér lögmálið.« Róm. 3, 31.
Gefum gætur að því, að enda þótt skrifað
standi, að þetta guðs lögmál sé »án lög-
máls« opinberað, þá er samt um þetta
réttlæti »vitnað af lögmálinu og spámönn-
unum.i Það er í samhljóðun við réttlæti
lögmálsins. Lögmáið hefur ekkert út á
það að setja; því að i 1 aunluni er það hið
sama réttlæti og lögmálið heinitar; það
er guðs réttlæti, og lögmálið er guðs lög-
mál. Og það er guðs réttlæti, sem í
Kristi er oss útvegað sökum hans full-
komnu hlýðni við boðorð gnðs, og í þessu
verðum vér hluttakandi fyrir tiúna á hann.
Því »fyrir hlýðni hins eina« v'erða rhinir
mörgu réttlættir. Þannig verðurn vér guðs
börn fyrir trúna á Jesúm Krist.« Fyrir
trúna á hann kemst það léttlæti á í oss,
sem lögmálið heimtar, og því verður full-
nægt. Og vér ónýtum ekki lögmál guðs,
heldur staðfestum vér það fyrir trúna á
Jesúm Krist. Mcð öðrum orðum, í Kristi
höldum vér guðs lögmál.
Þetta sézt einnig í Gal. 2, 17: »En
ef vér, sem kappkostum að réttlætast í
Kristi, reynumst líka syndarar,er þá Kristur
þjónn syndarinnar? Fjærri fer því.« Að
reynast syndari er að reynast yfirtroðslu-
maður lögmálsins; því að »syndin er laga-
brot.« Þegar nú guð segir, að »fjærri fer
t>ví,« að Kristur sé syndarirnar cða Iaga-
yfirtroðslunnar þjónn, þá er það eins
víst, að Kristur er þjónn löghlýðninnar eða
þjónn réttlætisins. Hir.n trúaði f.nnur í
Kristi hlýðni við boðorð guðs. Sá, sern
segist vera réltlættur fyrir trúna á Krist
og samt þykist hafa frelsi til að ganga
fram hjá einhvcrju boðorði guðs, hann fer
villur vegar. Hann segir með því, að Kristur
sé þjónn syndarinnar, en guð segir: »Fjærri
fer því.« Þannig er það augljóst, að trú-
in á Krist og réttlæti fyrir trúna á hann
staðfestir lögmálið; því að trúin á Krist
er hið eina meðal, sem til er, til þess að
geta synt í lífi sínu, að maður varðveiti
guðs boðorð.
Enn fremur sézt þetta af Róm. 8, 3.4:
»Því að það, sem lögmálinu var ómögu-
£9
legt,af því það var vanmáttugt vegnaholds-
ins, það gjörði guð, þegar hann með að
senda sinn son í líkíngu syndugs holds
og vegna syndarinnar, fordæmdi syndina í
holdinu, svo að krafa lögmálsins uppfylltist
á oss, sem ekki göngum eftir holdinu,
heldur eftir andanum.«
Hvað var það, sem var lögmálinuómögu-
legt?
1. I.ögmálið var gefið til lífs (Róm.7, 10),
en það gat ekki gefið líf, því að allir höfðu
syndgað — brotið gegn lögmálinu — og
»laun syndarinnar er dauði.« Þess vegna
gat Iögmálið ekki orðið til annars en til
dauða.
2. Lögmálið skyldi veitaréttlæti »gjör-
cndurn lögmáisins« (Róm. 2, 13), en eng-
inn af Adams ætt er »gjörandi lö-málsins«,
því að allir hafa syndgað og hafa skort á
guðsdýtð.« Lögmálið getur cðeins veitt
þeim réttlæti, sem haida það, en aliir voru
orðnir óhiýónir og höfðu fótum troðið hin
heilögu boð þess.
Sökurn þessa — sökum veikleika og
yfirtroðslu mannanna —, gatlögmálið ekki
talið þá réttláta. Að því, er mönnunum
við vék, var þessi tilgangur lögmálsins
að engu orðinn.
En gætum að! »Það sem var lögmál-
inu ómögulegt, af því að það var van-
máttugt vcgna holdsins, það gerði guð
með því að senda sinn son í iíkíngu synd-
ugs holds. Það var hlutverk Krists að gera
það, sem lögmálið gat ekki gert. Lög-
málið gat ekki gefið líf, af því að allir
höfðu, með því að yfiitroða það, unnið
tii hegningar þess, dauða. Lögmálið gat
ekki réttlætf nokkurn, af því að ailir voru,
með því að brjóta það, komnir undir
bölvun þess. En í stað dauða gefur
Kristur líf, í stað bölvunar réttlæti.
En i hvaða tilgangi er allt þetfa gert?
Er það gert til þess að vér framvegis
skyldum lítilsvirða lögmálið? — Nei, vissu-
lega ekki. En það er gert til þess, að
»krafa lögmálsins uppfylltist á oss, sem
ekki göngum cftir holdinu, heldur eftir
andanum.« »Ætlið ekki, að eg sé kominn
til þess að aftaka lögmálið og spámenn-
ina. Til þess er eg ekki kominn, heldur
til þess að fullkomna það,« segir guðs
sonur sjálfur. »Endir (tilgangur) lögmáls-